Þá hætti Óskar Bergsson sem oddviti flokksins í borginni. Með því vildi hann axla ábyrgð á litlu fylgi flokksins í skoðanakönnunum í Reykjavík.
Fylgi flokksins í könnunum hefur ekki verið nálægt því fylgi sem flokkurinn fékk í borginni í alþingiskosningum síðustu.

Þann 20. nóvember kynnti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík sjö efstu frambjóðendur á lista flokksins til borgarstjórnarkosninga sem halda á í maí, fyrstur flokka.
Óskari Bergssyni var stillt upp sem oddvita flokksins og Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur var stillt upp í annað sætið. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Framsókn í borginni.
Þann 3. apríl steig Óskar til hliðar sem oddviti, tveimur dögum áður en kjördæmaþing átti að koma saman og samþykkja listann. Því kjördæmaþingi, 5. apríl, var frestað.

Það staðfesti síðan Guðni Ágústsson í hádegisfréttum Bylgjunnar, annan í páskum.
Voru framboðsmálin komin það langt á veg að boðað hafði verið til kjördæmaþings í annað sinn í Reykjavík sumardaginn fyrsta, 24. apríl, þar sem til stóð að samþykkja nýjan lista með Guðna í broddi fylkingar.
Daginn fyrir kjördæmaþing var þinginu frestað öðru sinni með stuttum fyrirvara eftir að Guðni hætti við að leiða listann.

Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins, hefur gefið það út að listinn sé tilbúinn án þess að gefa það upp hver leiði listann.
Guðrún Bryndís Karlsdóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins eins og hann var kynntur þann 20. nóvember, hefur lítið fengið að frétta um nýjan lista og verið haldið fyrir utan málið að eigin sögn.
Guðrún Bryndís mun að öllum líkindum ekki taka sæti á listanum.