Aukakjördæmaþingi var frestað í tvígang Sveinn Arnarsson skrifar 26. apríl 2014 07:00 Höfuðstöðvar Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fréttablaðið/Valli Framsóknarflokkurinn í Reykjavík, flokkur forsætisráðherra í stærsta sveitarfélagi landsins, hefur verið án oddvita síðan 3. apríl síðastliðinn. Þá hætti Óskar Bergsson sem oddviti flokksins í borginni. Með því vildi hann axla ábyrgð á litlu fylgi flokksins í skoðanakönnunum í Reykjavík. Fylgi flokksins í könnunum hefur ekki verið nálægt því fylgi sem flokkurinn fékk í borginni í alþingiskosningum síðustu.Óskar BergssonFylgið mældist 3,3% í þjóðarpúlsi Gallup þann 22. nóvember. Sömu sögu er að segja af síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Á þessu sex mánaða tímabili hefur fylgið í borginni verið á bilinu 3-5 prósent. Þann 20. nóvember kynnti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík sjö efstu frambjóðendur á lista flokksins til borgarstjórnarkosninga sem halda á í maí, fyrstur flokka. Óskari Bergssyni var stillt upp sem oddvita flokksins og Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur var stillt upp í annað sætið. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Framsókn í borginni. Þann 3. apríl steig Óskar til hliðar sem oddviti, tveimur dögum áður en kjördæmaþing átti að koma saman og samþykkja listann. Því kjördæmaþingi, 5. apríl, var frestað. Guðni ÁgústssonHófst þá leitin að nýjum oddvita. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, gaf að lokum kost á sér til að leiða lista flokksins. Það staðfesti síðan Guðni Ágústsson í hádegisfréttum Bylgjunnar, annan í páskum. Voru framboðsmálin komin það langt á veg að boðað hafði verið til kjördæmaþings í annað sinn í Reykjavík sumardaginn fyrsta, 24. apríl, þar sem til stóð að samþykkja nýjan lista með Guðna í broddi fylkingar. Daginn fyrir kjördæmaþing var þinginu frestað öðru sinni með stuttum fyrirvara eftir að Guðni hætti við að leiða listann. Guðrún Bryndís KarlsdóttirNú á þriðjudaginn, 29. apríl, er von á þriðja listanum frá Framsóknarflokknum og þriðja aukakjördæmaþing boðað. Þar á að samþykkja nýjan framboðslista til borgarstjórnar. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins, hefur gefið það út að listinn sé tilbúinn án þess að gefa það upp hver leiði listann. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins eins og hann var kynntur þann 20. nóvember, hefur lítið fengið að frétta um nýjan lista og verið haldið fyrir utan málið að eigin sögn. Guðrún Bryndís mun að öllum líkindum ekki taka sæti á listanum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík, flokkur forsætisráðherra í stærsta sveitarfélagi landsins, hefur verið án oddvita síðan 3. apríl síðastliðinn. Þá hætti Óskar Bergsson sem oddviti flokksins í borginni. Með því vildi hann axla ábyrgð á litlu fylgi flokksins í skoðanakönnunum í Reykjavík. Fylgi flokksins í könnunum hefur ekki verið nálægt því fylgi sem flokkurinn fékk í borginni í alþingiskosningum síðustu.Óskar BergssonFylgið mældist 3,3% í þjóðarpúlsi Gallup þann 22. nóvember. Sömu sögu er að segja af síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Á þessu sex mánaða tímabili hefur fylgið í borginni verið á bilinu 3-5 prósent. Þann 20. nóvember kynnti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík sjö efstu frambjóðendur á lista flokksins til borgarstjórnarkosninga sem halda á í maí, fyrstur flokka. Óskari Bergssyni var stillt upp sem oddvita flokksins og Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur var stillt upp í annað sætið. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Framsókn í borginni. Þann 3. apríl steig Óskar til hliðar sem oddviti, tveimur dögum áður en kjördæmaþing átti að koma saman og samþykkja listann. Því kjördæmaþingi, 5. apríl, var frestað. Guðni ÁgústssonHófst þá leitin að nýjum oddvita. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, gaf að lokum kost á sér til að leiða lista flokksins. Það staðfesti síðan Guðni Ágústsson í hádegisfréttum Bylgjunnar, annan í páskum. Voru framboðsmálin komin það langt á veg að boðað hafði verið til kjördæmaþings í annað sinn í Reykjavík sumardaginn fyrsta, 24. apríl, þar sem til stóð að samþykkja nýjan lista með Guðna í broddi fylkingar. Daginn fyrir kjördæmaþing var þinginu frestað öðru sinni með stuttum fyrirvara eftir að Guðni hætti við að leiða listann. Guðrún Bryndís KarlsdóttirNú á þriðjudaginn, 29. apríl, er von á þriðja listanum frá Framsóknarflokknum og þriðja aukakjördæmaþing boðað. Þar á að samþykkja nýjan framboðslista til borgarstjórnar. Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins, hefur gefið það út að listinn sé tilbúinn án þess að gefa það upp hver leiði listann. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins eins og hann var kynntur þann 20. nóvember, hefur lítið fengið að frétta um nýjan lista og verið haldið fyrir utan málið að eigin sögn. Guðrún Bryndís mun að öllum líkindum ekki taka sæti á listanum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira