Þeir fái lyfin sem hafa af þeim gagn Óli Kristján Ármannsson skrifar 24. apríl 2014 07:00 Hluti sprautufíkla á Vogi fær lyfið sem er misnotað hjá lækni sínum. Fréttablaðið/Heiða Huga þarf betur að því hvernig staðið er að greiningu á ofvirkni og athyglisbresti og hvaða úrræðum er beitt hverju sinni, segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Hann segir embættið meðvitað um þá miklu aukningu sem orðið hafi síðustu ár á notkun metýlfenídatlyfja og hafi gripið til ýmissa aðgerða. Í þeim flokki eru lyf á borð við rítalín, sem eftirsótt er af fíklum. Fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins í gær að milli áranna 2009 og 2013 hafi notkun þessara lyfja aukist um yfir 52 prósent, úr 1,5 milljónum dagskammta í 2,3 milljónir dagskammta í fyrra. „Við höfum af þessu ákveðnar áhyggjur, það er að segja af því hvernig staðið er að greiningum sem þetta lyf er gefið við. Við vitum að metýlfenídat er gott lyf fyrir suma og hefur hjálpað mjög mörgum,“ segir Geir.Hann segir embættið hafa lagt áherslu á að sett verði upp sérhæfð teymisvinna í kringum málaflokkinn. „Og þann hóp má meðal annars nota til að meta greiningu áður en lyfjaskírteini er úthlutað og með því tryggja að góð greiningarvinna liggi að baki.“ Byggja þurfi upp þekkingu og fjölga meðferðarúrræðum þar sem ekki sé einvörðungu horft til notkunar lyfja, heldur jafnframt sálfræðiþjónustu og hugrænnar atferlismeðferðar og fleiri þátta. Þá segir Geir að embættið hafi stutt við lækna til að koma í veg fyrir að einstaklingar hoppi mikið á milli þeirra og vakið athygli lækna á slíkum einstaklingum. „Við erum í stöðugum samskiptum við lækna um þennan málaflokk.“ Patentlausn er ekki til Umræða um notkun lyfja úr þessum flokki er ekki ný af nálinni. Þannig lagði Álfheiður Ingadóttir í heilbrigðisráðherratíð sinni, árið 2009, sérstaka áherslu á að læknar drægju fremur úr notkun metýlfenídatlyfja. Þróunin hefur þó verið öndverð. Geir áréttar að málaflokkurinn sé erfiður og engin ein einföld lausn til við þeim vandamálum sem upp koma. „Velta má fyrir sér hvort aðstæður hér leiði til þess að íslensk heilbrigðisþjónusta hafi verið fyrri til en í öðrum löndum að bjóða þessa meðferð og mikil notkun hér endurspegli gott aðgengi að slíkri meðferð. Og svo er vandamál að ákveðinn hluti af þeim löglegu lyfjum sem vísað er á, flæðir inn á ólöglegan markað.“ Patentlausn við þeim vanda sé ekki að finna. „En við erum að leita leiða til að taka á þessu. Við lítum á þetta sem vandamál og að okkar hlutverk sé að tryggja að þeir sem þurfa á lyfinu að halda fái það og þeir sem þurfa það ekki fái það ekki. Það er stóra verkefnið.“ Lyf sem bjarga mörgum Hluta af því að takast á við vandann segir Geir líka að efla geðheilbrigðisþjónustu almennt í landinu, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu. „Mikið af þessu kostar peninga og að ýmsu er að huga. Svo þarf heilsugæslan að koma öflug inn með þverfagleg teymi til að sinna málum af þessum toga.“ Geir segir að hægt og rólega sé unnið að úrbótum í þessum málum og það sé gert í samvinnu við Vog, velferðarráðuneytið og aðra sem að málum koma. „Þetta verður ekki snúið niður á einni nóttu, heldur er þetta langhlaup. Það vill enginn hætta að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda. Þessi lyf bjarga lífi margra, en um leið vitum við af þessari dökku hlið málsins, að eftirsókn er í þessi lyf og þau hafa verið á svörtum markaði.“Þórarinn Tyrfingsson sááFimmtungur fær lyfið hjá lækni Á ári hverju koma inn á Vog 300 sprautufíklar sem háðir eru rítalíni, segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Af þeim séu að jafnaði 60 sem koma nýir inn í meðferð. Þórarinn segir að á Vogi séu gerðar mjög nákvæmar athuganir á því hvaða vímuefni fólk notar. Eftir hrun hafi sú þróun verið áberandi að fólk sem notaði örvandi efni á borð við kókaín og ólöglegt amfetamín hafi fært sig yfir í notkun rítalíns. „Rítalín er aðalefnið sem sprautað er á Íslandi í dag. Því er sprautað meira en ólöglegu amfetamíni sem er á markaði og miklu meira en morfíntöflunum sem fólk notaði til að sprauta sig með hérna um árið,“ segir Þórarinn. Um helmingur þeirra sem sprauta sig með örvandi efnum í æð segi að rítalín sé fyrsta eða annað efnið sem þeir hafi valið til að sprauta sig með. Hylkið af Ritalin Uno, sem sé 40 millígrömm, segir Þórarinn að sé til sölu á 2.500 krónur á markaði. „Og það verð hefur haldist núna í um þrjú ár.“ Hluti þeirra sem sprauta sig reglulega í æð fær lyfin ávísuð af læknum, að sögn Þórarins. „Það eru fimmtán til tuttugu prósent. Hinn hlutinn, um áttatíu prósent, fær þessi lyf keypt á þessum ólöglega vímuefnamarkaði.“ Efnið sem selt sé á ólöglegum markaði segir Þórarinn líklegast að komi eftir hefðbundnum leiðum þess markaðar, oft í gegnum Amsterdam.Tómas ZoëgaÁhyggjuefni þegar notkun eykst hratt Skýra þarf betur þá aukningu sem orðið hefur á notkun lyfja með virka efninu metýlfenídat, þar á meðal rítalíns, að mati Tómasar Zoëga, yfirlæknis á geðsviði Landspítalans. „Það getur vel verið að þetta sé í lagi en þegar svona mikil aukning verður á til þess að gera stuttum tíma er ástæða til að staldra við og hugsa sinn gang.“ Tómas bendir á að líka liggi fyrir upplýsingar um að töluverð misnotkun sé á þessum lyfjum og að það sé neysla sem læknar hafi áhyggjur af. „En hvað ávísanir varðar þá erum við ekki langt frá því sem gerist í Bandaríkjunum.“ Tómas segir ljóst að lyfin hjálpi mjög mörgum og gjörbreyting verði hjá hluta fólks sem þau taka. Notkun fullorðinna á metýlfenídatlyfjum hefur aukist síðustu ár og Tómas segir ljóst að þau hjálpi sumum þeirra. Læknar hafi hins vegar áhyggjur af því að þetta séu lyf sem hægt er að misnota. Fréttaskýringar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira
Huga þarf betur að því hvernig staðið er að greiningu á ofvirkni og athyglisbresti og hvaða úrræðum er beitt hverju sinni, segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Hann segir embættið meðvitað um þá miklu aukningu sem orðið hafi síðustu ár á notkun metýlfenídatlyfja og hafi gripið til ýmissa aðgerða. Í þeim flokki eru lyf á borð við rítalín, sem eftirsótt er af fíklum. Fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins í gær að milli áranna 2009 og 2013 hafi notkun þessara lyfja aukist um yfir 52 prósent, úr 1,5 milljónum dagskammta í 2,3 milljónir dagskammta í fyrra. „Við höfum af þessu ákveðnar áhyggjur, það er að segja af því hvernig staðið er að greiningum sem þetta lyf er gefið við. Við vitum að metýlfenídat er gott lyf fyrir suma og hefur hjálpað mjög mörgum,“ segir Geir.Hann segir embættið hafa lagt áherslu á að sett verði upp sérhæfð teymisvinna í kringum málaflokkinn. „Og þann hóp má meðal annars nota til að meta greiningu áður en lyfjaskírteini er úthlutað og með því tryggja að góð greiningarvinna liggi að baki.“ Byggja þurfi upp þekkingu og fjölga meðferðarúrræðum þar sem ekki sé einvörðungu horft til notkunar lyfja, heldur jafnframt sálfræðiþjónustu og hugrænnar atferlismeðferðar og fleiri þátta. Þá segir Geir að embættið hafi stutt við lækna til að koma í veg fyrir að einstaklingar hoppi mikið á milli þeirra og vakið athygli lækna á slíkum einstaklingum. „Við erum í stöðugum samskiptum við lækna um þennan málaflokk.“ Patentlausn er ekki til Umræða um notkun lyfja úr þessum flokki er ekki ný af nálinni. Þannig lagði Álfheiður Ingadóttir í heilbrigðisráðherratíð sinni, árið 2009, sérstaka áherslu á að læknar drægju fremur úr notkun metýlfenídatlyfja. Þróunin hefur þó verið öndverð. Geir áréttar að málaflokkurinn sé erfiður og engin ein einföld lausn til við þeim vandamálum sem upp koma. „Velta má fyrir sér hvort aðstæður hér leiði til þess að íslensk heilbrigðisþjónusta hafi verið fyrri til en í öðrum löndum að bjóða þessa meðferð og mikil notkun hér endurspegli gott aðgengi að slíkri meðferð. Og svo er vandamál að ákveðinn hluti af þeim löglegu lyfjum sem vísað er á, flæðir inn á ólöglegan markað.“ Patentlausn við þeim vanda sé ekki að finna. „En við erum að leita leiða til að taka á þessu. Við lítum á þetta sem vandamál og að okkar hlutverk sé að tryggja að þeir sem þurfa á lyfinu að halda fái það og þeir sem þurfa það ekki fái það ekki. Það er stóra verkefnið.“ Lyf sem bjarga mörgum Hluta af því að takast á við vandann segir Geir líka að efla geðheilbrigðisþjónustu almennt í landinu, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu. „Mikið af þessu kostar peninga og að ýmsu er að huga. Svo þarf heilsugæslan að koma öflug inn með þverfagleg teymi til að sinna málum af þessum toga.“ Geir segir að hægt og rólega sé unnið að úrbótum í þessum málum og það sé gert í samvinnu við Vog, velferðarráðuneytið og aðra sem að málum koma. „Þetta verður ekki snúið niður á einni nóttu, heldur er þetta langhlaup. Það vill enginn hætta að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda. Þessi lyf bjarga lífi margra, en um leið vitum við af þessari dökku hlið málsins, að eftirsókn er í þessi lyf og þau hafa verið á svörtum markaði.“Þórarinn Tyrfingsson sááFimmtungur fær lyfið hjá lækni Á ári hverju koma inn á Vog 300 sprautufíklar sem háðir eru rítalíni, segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Af þeim séu að jafnaði 60 sem koma nýir inn í meðferð. Þórarinn segir að á Vogi séu gerðar mjög nákvæmar athuganir á því hvaða vímuefni fólk notar. Eftir hrun hafi sú þróun verið áberandi að fólk sem notaði örvandi efni á borð við kókaín og ólöglegt amfetamín hafi fært sig yfir í notkun rítalíns. „Rítalín er aðalefnið sem sprautað er á Íslandi í dag. Því er sprautað meira en ólöglegu amfetamíni sem er á markaði og miklu meira en morfíntöflunum sem fólk notaði til að sprauta sig með hérna um árið,“ segir Þórarinn. Um helmingur þeirra sem sprauta sig með örvandi efnum í æð segi að rítalín sé fyrsta eða annað efnið sem þeir hafi valið til að sprauta sig með. Hylkið af Ritalin Uno, sem sé 40 millígrömm, segir Þórarinn að sé til sölu á 2.500 krónur á markaði. „Og það verð hefur haldist núna í um þrjú ár.“ Hluti þeirra sem sprauta sig reglulega í æð fær lyfin ávísuð af læknum, að sögn Þórarins. „Það eru fimmtán til tuttugu prósent. Hinn hlutinn, um áttatíu prósent, fær þessi lyf keypt á þessum ólöglega vímuefnamarkaði.“ Efnið sem selt sé á ólöglegum markaði segir Þórarinn líklegast að komi eftir hefðbundnum leiðum þess markaðar, oft í gegnum Amsterdam.Tómas ZoëgaÁhyggjuefni þegar notkun eykst hratt Skýra þarf betur þá aukningu sem orðið hefur á notkun lyfja með virka efninu metýlfenídat, þar á meðal rítalíns, að mati Tómasar Zoëga, yfirlæknis á geðsviði Landspítalans. „Það getur vel verið að þetta sé í lagi en þegar svona mikil aukning verður á til þess að gera stuttum tíma er ástæða til að staldra við og hugsa sinn gang.“ Tómas bendir á að líka liggi fyrir upplýsingar um að töluverð misnotkun sé á þessum lyfjum og að það sé neysla sem læknar hafi áhyggjur af. „En hvað ávísanir varðar þá erum við ekki langt frá því sem gerist í Bandaríkjunum.“ Tómas segir ljóst að lyfin hjálpi mjög mörgum og gjörbreyting verði hjá hluta fólks sem þau taka. Notkun fullorðinna á metýlfenídatlyfjum hefur aukist síðustu ár og Tómas segir ljóst að þau hjálpi sumum þeirra. Læknar hafi hins vegar áhyggjur af því að þetta séu lyf sem hægt er að misnota.
Fréttaskýringar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Sjá meira