Austurríkismenn riðu út með Einari Bollasyni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2014 07:00 Aron Kristjánsson og Patrekur eru fyrrverandi landsliðsfélagar. Vísir/Valli Aldrei þessu vant þurfti PatrekurJóhannesson ekki að fara út fyrir landsteinana til að sinna vinnu sinni sem landsliðsþjálfari Austurríkis en hann gat í þetta sinn tekið á móti liðinu hér heima. Ísland mætir Austurríki í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri vináttulandsleik liðanna en sá síðari fer fram í Ólafsvík á morgun. „Þetta hafa verið mjög skemmtilegir dagar,“ sagði Patrekur sem tók á móti liðinu seint á mánudaginn. „Eftir góða æfingu um kvöldið og lyftingaæfingu á þriðjudagsmorgun fórum við til Einars Bollasonar sem fór með liðið í hestaferð. Það var mjög skemmtilegt en margir strákanna höfðu aldrei farið á hestbak áður. Þeir voru mjög hljóðir til að byrja með og fylgdust sérstaklega vel með öryggismyndbandi sem var spilað áður en við lögðum í hann,“ segir Patrekur í léttum dúr. Eftir túrinn fór hópurinn í Bláa lónið en gærdagurinn fór í æfingar og fundi. „Ég fékk Jóhann Inga Gunnarsson, sem ég er svo lánsamur að þekkja vel, til að halda fyrirlestur fyrir strákana. Við eigum erfitt verkefni gegn Noregi [í undankeppni HM 2015] í vor og þá þarf hausinn að vera í lagi,“ segir Patrekur sem gaf strákunum sínum frí eftir morgunæfingu í gær. Austurríki mætir hingað til lands með ungt en sterkt lið. Örfáa leikmenn vantar en Patrekur segist ánægður með hversu vel Íslandsferðin er að nýtast liðinu. „Ég mun nota þessa leiki til að vinna bæði í okkar varnarleik og sóknarleik. Við notuðum 6-0 vörnina oftast á EM en erum líka með 5+1 vörn sem við komum til með að nota. Við munum svo líka æfa okkur í því að taka markvörðinn út af til að vera með aukamann í sókninni,“ segir Patrekur sem hlakkar til leiksins í kvöld. „Ég syng þjóðsönginn hátt með liði andstæðinganna í kvöld en svo þegar leikurinn hefst þá skiptir ekkert annað máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30 og svo aftur á morgun klukkan 16.00, þá í Ólafsvík. Síðast spilað Ísland landsleik þar í bæ fyrir ellefu árum er strákarnir gerðu jafntefli við Pólland, 28-28. Íslenski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Aldrei þessu vant þurfti PatrekurJóhannesson ekki að fara út fyrir landsteinana til að sinna vinnu sinni sem landsliðsþjálfari Austurríkis en hann gat í þetta sinn tekið á móti liðinu hér heima. Ísland mætir Austurríki í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri vináttulandsleik liðanna en sá síðari fer fram í Ólafsvík á morgun. „Þetta hafa verið mjög skemmtilegir dagar,“ sagði Patrekur sem tók á móti liðinu seint á mánudaginn. „Eftir góða æfingu um kvöldið og lyftingaæfingu á þriðjudagsmorgun fórum við til Einars Bollasonar sem fór með liðið í hestaferð. Það var mjög skemmtilegt en margir strákanna höfðu aldrei farið á hestbak áður. Þeir voru mjög hljóðir til að byrja með og fylgdust sérstaklega vel með öryggismyndbandi sem var spilað áður en við lögðum í hann,“ segir Patrekur í léttum dúr. Eftir túrinn fór hópurinn í Bláa lónið en gærdagurinn fór í æfingar og fundi. „Ég fékk Jóhann Inga Gunnarsson, sem ég er svo lánsamur að þekkja vel, til að halda fyrirlestur fyrir strákana. Við eigum erfitt verkefni gegn Noregi [í undankeppni HM 2015] í vor og þá þarf hausinn að vera í lagi,“ segir Patrekur sem gaf strákunum sínum frí eftir morgunæfingu í gær. Austurríki mætir hingað til lands með ungt en sterkt lið. Örfáa leikmenn vantar en Patrekur segist ánægður með hversu vel Íslandsferðin er að nýtast liðinu. „Ég mun nota þessa leiki til að vinna bæði í okkar varnarleik og sóknarleik. Við notuðum 6-0 vörnina oftast á EM en erum líka með 5+1 vörn sem við komum til með að nota. Við munum svo líka æfa okkur í því að taka markvörðinn út af til að vera með aukamann í sókninni,“ segir Patrekur sem hlakkar til leiksins í kvöld. „Ég syng þjóðsönginn hátt með liði andstæðinganna í kvöld en svo þegar leikurinn hefst þá skiptir ekkert annað máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30 og svo aftur á morgun klukkan 16.00, þá í Ólafsvík. Síðast spilað Ísland landsleik þar í bæ fyrir ellefu árum er strákarnir gerðu jafntefli við Pólland, 28-28.
Íslenski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira