Þokast hjá kennurum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 31. mars 2014 06:00 Aðalheiður Steingrímsdóttir „Það náðist árangur um helgina. Málin þokast en það gengur hægt,“ sagði Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara. Þriðja vika verkfalls framhaldsskólakennara er hafin. Nemendur og kennarar sem eru í verkfalli geta búið sig undir að sitja heima næstu daga. Aðalheiður segir að þó að samninganefnd ríkisins og kennarar séu farin að sjá til lands í nokkrum málum þó séu ýmis stór mál eftir. Hún segir að samningar um nýtt vinnumat fyrir kennara séu á lokametrunum en það þokist hægt að semja um launaliðinn. Þar beri mikið í milli deilenda. Þá segir hún að samningsforsendur séu ófrágengnar. „Ég bind vonir við að við klárum í þessari viku en til þess að það náist verða menntamála- og fjármálaráðherra að leggjast á árarnar með samninganefnd ríkisins,“ segir Aðalheiður. Hún segir að stytting náms til stúdentsprófs hafi verið rædd. Menn ætli að setja ákvæði í kjarasamninginn sem verði virkjaðir ef skólar vilja stytta námið. Stytting náms feli í sér miklar breytingar á námsskipulagi sem hafi áhrif á starfskjör kennara. „En eftir sem áður stendur upp á menntamálaráðherra að gera grein fyrir hvað hann á við með styttingu náms og pólitíska ábyrgðin er alfarið hans,“ segir Aðalheiður. Frá því verkfall framhaldsskólakennara hófst hafa deiluaðilar fundað hvern einasta dag, virka jafnt sem helga. Frá þriðja desember til dagsins í dag hafa samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins hist á 43 fundum. Hvorki náðist í formann samninganefndar ríkisins við vinnslu fréttarinnar né menntamálaráðherra. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
„Það náðist árangur um helgina. Málin þokast en það gengur hægt,“ sagði Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara. Þriðja vika verkfalls framhaldsskólakennara er hafin. Nemendur og kennarar sem eru í verkfalli geta búið sig undir að sitja heima næstu daga. Aðalheiður segir að þó að samninganefnd ríkisins og kennarar séu farin að sjá til lands í nokkrum málum þó séu ýmis stór mál eftir. Hún segir að samningar um nýtt vinnumat fyrir kennara séu á lokametrunum en það þokist hægt að semja um launaliðinn. Þar beri mikið í milli deilenda. Þá segir hún að samningsforsendur séu ófrágengnar. „Ég bind vonir við að við klárum í þessari viku en til þess að það náist verða menntamála- og fjármálaráðherra að leggjast á árarnar með samninganefnd ríkisins,“ segir Aðalheiður. Hún segir að stytting náms til stúdentsprófs hafi verið rædd. Menn ætli að setja ákvæði í kjarasamninginn sem verði virkjaðir ef skólar vilja stytta námið. Stytting náms feli í sér miklar breytingar á námsskipulagi sem hafi áhrif á starfskjör kennara. „En eftir sem áður stendur upp á menntamálaráðherra að gera grein fyrir hvað hann á við með styttingu náms og pólitíska ábyrgðin er alfarið hans,“ segir Aðalheiður. Frá því verkfall framhaldsskólakennara hófst hafa deiluaðilar fundað hvern einasta dag, virka jafnt sem helga. Frá þriðja desember til dagsins í dag hafa samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins hist á 43 fundum. Hvorki náðist í formann samninganefndar ríkisins við vinnslu fréttarinnar né menntamálaráðherra.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira