Teiknismiðja fyrir alla fjölskylduna Marín Manda skrifar 28. mars 2014 23:00 Vinkonurnar Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir sköpuðu ævintýraheiminn Tulipop. Vinkonurnar Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir eru eigendur Tulipop en þær slá upp teiknismiðju fyrir börn og foreldra þeirra um helgina sem lið í Hönnunarmars. „Það er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að leggja leið sína til okkar á Hverfisgötu 39 á laugardaginn á viðburðinn okkar hjá Tulipop á Hönnunarmars. Við munum frumsýna nýja vörulínu sem inniheldur fullt af spennandi nýjungum en einnig munu börnin fá skapandi Tulipop-teiknibækur og leiðsögn við að skapa sínar eigin teikningar,“ segir Helga Árnadóttir, annar eigandi Tulipop. Ævintýraheimurinn Tulipop var skapaður af vinkonunum Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, og Helgu Árnadóttur, tölvunarfræðingi og MBA. Markmið þeirra var að búa til fallegar vörur fyrir börn sem höfða til fólks á öllum aldri. Fyrirtækið var stofnað í byrjun árs 2010 og er Tulipop-vörulínan í dag seld í fjölda verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu í átta löndum utan Íslands.Vörulína Tulipop inniheldur margt fallegt fyrir börnin. HönnunarMars Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Vinkonurnar Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir eru eigendur Tulipop en þær slá upp teiknismiðju fyrir börn og foreldra þeirra um helgina sem lið í Hönnunarmars. „Það er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að leggja leið sína til okkar á Hverfisgötu 39 á laugardaginn á viðburðinn okkar hjá Tulipop á Hönnunarmars. Við munum frumsýna nýja vörulínu sem inniheldur fullt af spennandi nýjungum en einnig munu börnin fá skapandi Tulipop-teiknibækur og leiðsögn við að skapa sínar eigin teikningar,“ segir Helga Árnadóttir, annar eigandi Tulipop. Ævintýraheimurinn Tulipop var skapaður af vinkonunum Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, og Helgu Árnadóttur, tölvunarfræðingi og MBA. Markmið þeirra var að búa til fallegar vörur fyrir börn sem höfða til fólks á öllum aldri. Fyrirtækið var stofnað í byrjun árs 2010 og er Tulipop-vörulínan í dag seld í fjölda verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu í átta löndum utan Íslands.Vörulína Tulipop inniheldur margt fallegt fyrir börnin.
HönnunarMars Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Þeir munu túlka Bítlana í þáttum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira