Of margir dómarar eru ekki starfi sínu vaxnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2014 06:30 Þorleifur Ólafsson. vísir/valli Mikla athygli vakti þegar Þorleifur Ólafsson hellti sér yfir Björgvin Rúnarsson, einn þriggja dómara leiks Grindavíkur gegn Þór á sunnudagskvöld. Þorleifur, sem er fyrirliði Grindavíkur, var þá kominn á hækjur eftir að hafa meiðst illa á hné í fyrsta leikhluta. „Ég læt liggja á milli hluta hvað ég sagði en ástæðan fyrir því að ég missti mig var frammistaða dómaranna í leiknum,“ segir Þorleifur í samtali við Fréttablaðið. Hann tekur þó fram að hann kenni dómurunum ekki um tapið og að hann hafi beint orðum sínum að Björgvini þar sem hann væri aðaldómari leiksins. „Frammistaða dómaranna hefur heilt yfir ekki verið góð en mælirinn fylltist í þessum leik. Það virðist vera sem allt of margir dómarar hér á landi séu ekki starfi sínu vaxnir,“ útskýrir Þorleifur sem fékk brottrekstrarvillu hjá Björgvini og var svo úrskurðaður í eins leiks bann. Það kemur þó ekki mikið að sök þar sem Þorleifur er mjög líklega með slitið krossband í hné og spilar ekki meira á tímabilinu. „Það var meðvituð ákvörðun að missa mig og ég vissi alveg hvaða afleiðingar það hefði í för með sér,“ segir Þorleifur.Þurfa að taka meiri ábyrgð Hann segir ekkert eðlilegra fyrir dómara en að gera mannleg mistök eins og gengur og gerist. En Þorleifur telur að viðhorf þeirra sé slæmt og það sýni sig í samskiptum þeirra við þjálfara og leikmenn. „Það sem helst mætti bæta er að þeir taki meiri ábyrgð á sínum gjörðum. Svo virðist vera að þeim sé alveg sama og það fer helst í taugarnar á mér. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að til þess að verða betri í því sem þeir gera þurfa þeir að leggja aukalega á sig – líkt og leikmenn og þjálfarar gera,“ segir Þorleifur og bendir á að framþróun íþróttarinnar hefur verið mikil síðustu ár. „Sérstaklega höfum við eignast marga unga og góða leikmenn sem hafa blómstrað. Það sést best á því að gæðin í íslenskum körfubolta hafa ekkert minnkað við það að Bandaríkjamönnum var fækkað fyrir tímabilið. En hvað dómarana varðar finnst mér þeir hafa staðið í stað og ekki fylgt þróuninni.“Dómararnir eru með skæting Þorleifur nefnir að bestu dómarar landsins að hans mati – Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson – séu reiðubúnir að ræða málin við leikmenn og að fleiri mættu taka sér það til fyrirmyndar. „Mannleg samskipti hjá mörgum dómurum eru ekki til staðar. Þeir eru aldrei tilbúnir að ræða málin og eru með skæting þess í stað. Þeir hóta manni með tæknivillu um leið og maður ætlar að ræða málin. Þeir virðast vera yfir aðra hafnir þegar kemur að því að gera íþróttina okkar betri. Við eigum marga dómara sem hafa dæmt meira en þúsund leiki á ferlinum en frammistaðan endurspeglar það ekki nema hjá þessum þremur.“ Hann ítrekar þó að dómgæslan í umræddum leik hafi ekki kostað Grindvíkinga sigurinn en þriðji leikur liðsins í rimmu þess gegn Þór fer fram í kvöld. „Í þessu tilviki var ég virkilega ósáttur og allt of mörg mistök hjá dómaratríóinu sem mátti skrifa á einbeitingarleysi. Þeir voru ekki tilbúnir og það er ekki boðlegt í úrslitakeppni.“ Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar Þorleifur Ólafsson hellti sér yfir Björgvin Rúnarsson, einn þriggja dómara leiks Grindavíkur gegn Þór á sunnudagskvöld. Þorleifur, sem er fyrirliði Grindavíkur, var þá kominn á hækjur eftir að hafa meiðst illa á hné í fyrsta leikhluta. „Ég læt liggja á milli hluta hvað ég sagði en ástæðan fyrir því að ég missti mig var frammistaða dómaranna í leiknum,“ segir Þorleifur í samtali við Fréttablaðið. Hann tekur þó fram að hann kenni dómurunum ekki um tapið og að hann hafi beint orðum sínum að Björgvini þar sem hann væri aðaldómari leiksins. „Frammistaða dómaranna hefur heilt yfir ekki verið góð en mælirinn fylltist í þessum leik. Það virðist vera sem allt of margir dómarar hér á landi séu ekki starfi sínu vaxnir,“ útskýrir Þorleifur sem fékk brottrekstrarvillu hjá Björgvini og var svo úrskurðaður í eins leiks bann. Það kemur þó ekki mikið að sök þar sem Þorleifur er mjög líklega með slitið krossband í hné og spilar ekki meira á tímabilinu. „Það var meðvituð ákvörðun að missa mig og ég vissi alveg hvaða afleiðingar það hefði í för með sér,“ segir Þorleifur.Þurfa að taka meiri ábyrgð Hann segir ekkert eðlilegra fyrir dómara en að gera mannleg mistök eins og gengur og gerist. En Þorleifur telur að viðhorf þeirra sé slæmt og það sýni sig í samskiptum þeirra við þjálfara og leikmenn. „Það sem helst mætti bæta er að þeir taki meiri ábyrgð á sínum gjörðum. Svo virðist vera að þeim sé alveg sama og það fer helst í taugarnar á mér. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að til þess að verða betri í því sem þeir gera þurfa þeir að leggja aukalega á sig – líkt og leikmenn og þjálfarar gera,“ segir Þorleifur og bendir á að framþróun íþróttarinnar hefur verið mikil síðustu ár. „Sérstaklega höfum við eignast marga unga og góða leikmenn sem hafa blómstrað. Það sést best á því að gæðin í íslenskum körfubolta hafa ekkert minnkað við það að Bandaríkjamönnum var fækkað fyrir tímabilið. En hvað dómarana varðar finnst mér þeir hafa staðið í stað og ekki fylgt þróuninni.“Dómararnir eru með skæting Þorleifur nefnir að bestu dómarar landsins að hans mati – Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson – séu reiðubúnir að ræða málin við leikmenn og að fleiri mættu taka sér það til fyrirmyndar. „Mannleg samskipti hjá mörgum dómurum eru ekki til staðar. Þeir eru aldrei tilbúnir að ræða málin og eru með skæting þess í stað. Þeir hóta manni með tæknivillu um leið og maður ætlar að ræða málin. Þeir virðast vera yfir aðra hafnir þegar kemur að því að gera íþróttina okkar betri. Við eigum marga dómara sem hafa dæmt meira en þúsund leiki á ferlinum en frammistaðan endurspeglar það ekki nema hjá þessum þremur.“ Hann ítrekar þó að dómgæslan í umræddum leik hafi ekki kostað Grindvíkinga sigurinn en þriðji leikur liðsins í rimmu þess gegn Þór fer fram í kvöld. „Í þessu tilviki var ég virkilega ósáttur og allt of mörg mistök hjá dómaratríóinu sem mátti skrifa á einbeitingarleysi. Þeir voru ekki tilbúnir og það er ekki boðlegt í úrslitakeppni.“
Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum