Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. mars 2014 00:00 Hundruð kennara mættu í verkfallsmiðstöðina á höfuðborgarsvæðinu í gær. Vísir/vilhelm „Við teljum að það sé verið að brjóta tvöfalt á fötluðum börnum í verkfalli framhaldsskólakennara. Þau fá hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra á meðan á verkfallinu stendur.“ Þetta segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. Hún getur þess að þroskaþjálfar og fagmenntað starfsfólk sem ekki er í verkfalli geti vegna innra skipulags ekki tekið á móti fötluðum nemendum í skólana þótt þeir eigi að fá þar réttindabundna þjónustu. „Það hefur verið rætt um að auka hugsanleg frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Hinu húsinu en borgaryfirvöld segja það ekki vera á þeirra ábyrgð að setja fjármagn í slíkt auk þess sem slíkt væri verkfallsbrot. Þessu erum við ekki sammála. Það þvo allir hendur sínar af þessum nemendum.“Bryndís SnæbjörnsdóttirBryndís segir það undarlegt að ekki skuli hafa verið hugað að því fyrirfram hvernig verkfallið kæmi niður á fötluðum nemendum. „Við sem félagasamtök höfum ekki tækifæri til að biðja um undanþágu. Það er verkefni skólanna. Svo er heldur ekki hægt að sækja um undanþágu fyrir hóp einstaklinga, heldur eingöngu fyrir hvern og einn.“ Sjálf á Bryndís tvær fatlaðar dætur sem hún segir heppnar. „Þær eru þátttakendur í tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð. Það þýðir að þær geta verið heima með sínum aðstoðarmanni. En það þýðir ekki að maður eigi að sitja hjá þar sem þetta kemur niður á mörgum. Langverst kemur þetta niður á einhverfu börnunum sem þola enga röskun.“ „Verkfall framhaldsskólakennara kemur mjög illa niður á dóttur okkar,“ segir Gunnar Bjarnason, faðir fjölfatlaðrar stúlku sem er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Hann segir dóttur sína mjög háða rútínu sem nú hafi dottið niður. „Þetta hefur áhrif á svefninn hjá henni og almenna líðan. Hún hefur fengið iðjuþjálfun í skólanum og farið í leikfimi og sund á skólatíma. Þetta hefur skipt hana miklu máli. Að fara á mis við þetta dregur úr lífsgæðum hennar.“ Gunnar segir það jafnframt lenda á foreldrunum að bjarga málum frá degi til dags. „Það er ekki hægt að skilja hana eftir eina heima eins og aðra unglinga. Við kvöbbum á þeim sem geta hjálpað okkur og sjáum svo sjálf um þetta að öðru leyti.“ Fatlaður nemandi í framhaldsskóla, sem býr í skammtímavistun í tvær vikur í mánuði og hinar tvær hjá foreldrunum, er sendur heim úr skammtímavistuninni á morgnana vegna verkfalls framhaldsskólakennara, að því er Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, greinir frá. „Skammtímavistunin má ekki veita honum þjónustu yfir daginn þar sem það er verkfallsbrot. Maður veltir því fyrir sér hvað hefði gerst ef foreldrarnir hefðu ætlað að fara í utanlandsferð þessar tvær vikur sem hann á að vera í skammtímavistun. Hefði hann þá bara verið settur á þröskuldinn?“ Bryndís segir að 18 ára nemendur ættu ekki að vera á ábyrgð foreldra. „Það er ekki boðlegt í nútímaþjóðfélagi að foreldrar þurfi að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna fullorðnum börnum.“ Kennaraverkfall Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Við teljum að það sé verið að brjóta tvöfalt á fötluðum börnum í verkfalli framhaldsskólakennara. Þau fá hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra á meðan á verkfallinu stendur.“ Þetta segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. Hún getur þess að þroskaþjálfar og fagmenntað starfsfólk sem ekki er í verkfalli geti vegna innra skipulags ekki tekið á móti fötluðum nemendum í skólana þótt þeir eigi að fá þar réttindabundna þjónustu. „Það hefur verið rætt um að auka hugsanleg frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Hinu húsinu en borgaryfirvöld segja það ekki vera á þeirra ábyrgð að setja fjármagn í slíkt auk þess sem slíkt væri verkfallsbrot. Þessu erum við ekki sammála. Það þvo allir hendur sínar af þessum nemendum.“Bryndís SnæbjörnsdóttirBryndís segir það undarlegt að ekki skuli hafa verið hugað að því fyrirfram hvernig verkfallið kæmi niður á fötluðum nemendum. „Við sem félagasamtök höfum ekki tækifæri til að biðja um undanþágu. Það er verkefni skólanna. Svo er heldur ekki hægt að sækja um undanþágu fyrir hóp einstaklinga, heldur eingöngu fyrir hvern og einn.“ Sjálf á Bryndís tvær fatlaðar dætur sem hún segir heppnar. „Þær eru þátttakendur í tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð. Það þýðir að þær geta verið heima með sínum aðstoðarmanni. En það þýðir ekki að maður eigi að sitja hjá þar sem þetta kemur niður á mörgum. Langverst kemur þetta niður á einhverfu börnunum sem þola enga röskun.“ „Verkfall framhaldsskólakennara kemur mjög illa niður á dóttur okkar,“ segir Gunnar Bjarnason, faðir fjölfatlaðrar stúlku sem er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Hann segir dóttur sína mjög háða rútínu sem nú hafi dottið niður. „Þetta hefur áhrif á svefninn hjá henni og almenna líðan. Hún hefur fengið iðjuþjálfun í skólanum og farið í leikfimi og sund á skólatíma. Þetta hefur skipt hana miklu máli. Að fara á mis við þetta dregur úr lífsgæðum hennar.“ Gunnar segir það jafnframt lenda á foreldrunum að bjarga málum frá degi til dags. „Það er ekki hægt að skilja hana eftir eina heima eins og aðra unglinga. Við kvöbbum á þeim sem geta hjálpað okkur og sjáum svo sjálf um þetta að öðru leyti.“ Fatlaður nemandi í framhaldsskóla, sem býr í skammtímavistun í tvær vikur í mánuði og hinar tvær hjá foreldrunum, er sendur heim úr skammtímavistuninni á morgnana vegna verkfalls framhaldsskólakennara, að því er Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, greinir frá. „Skammtímavistunin má ekki veita honum þjónustu yfir daginn þar sem það er verkfallsbrot. Maður veltir því fyrir sér hvað hefði gerst ef foreldrarnir hefðu ætlað að fara í utanlandsferð þessar tvær vikur sem hann á að vera í skammtímavistun. Hefði hann þá bara verið settur á þröskuldinn?“ Bryndís segir að 18 ára nemendur ættu ekki að vera á ábyrgð foreldra. „Það er ekki boðlegt í nútímaþjóðfélagi að foreldrar þurfi að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna fullorðnum börnum.“
Kennaraverkfall Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira