Óvænt andlát sjaldan skráð á Landspítalanum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2014 07:00 Tölfræði frá Bandaríkjunum sýnir fram á að töluvert sé um vanskráningu á óvæntum andlátum á Landspítalanum. Fréttablaðið/GVA Atvikaskráning um óvænt andlát á Landspítalanum er mun minni en að meðaltali á bandarískum sjúkrahúsum. Í fjórum bandarískum rannsóknum, sem greint er frá í heilbrigðistímaritinu Shots, voru sjúkraskrár 4.200 sjúklinga skoðaðar. Andlát voru óvænt í 1,4 prósentum tilfella. Við óvænt andlát eiga starfsmenn Landspítalans að skrá það sem atvik á spítalanum og tilkynna yfirvöldum. Þótt andlátið sé skráð sem atvik er ekki þar með sagt að það hafi orðið vegna vanrækslu eða mistaka starfsfólks spítalans en það er þó rannsakað af stjórn spítalans og í sumum tilfellum Embætti landlæknis eða lögreglu. Samkvæmt sjúklingatölum frá Landspítalanum voru um sex þúsund sjúklingar lagðir inn á spítalann 2013. Sama ár var tilkynnt um sex óvænt andlát. Það er eingöngu 0,1 prósent hlutfall sjúklinga en samkvæmt bandarísku rannsóknunum ættu að vera skráð 84 óvænt andlát á spítalanum það árið.Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýklavarnardeild Landspítalans.Fréttablaðið/StefánAlltaf á að skrá óvænt andlát Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýkingavarnardeild Landspítalans, segir skráningu atvika hafa aukist á Landspítalanum síðustu ár. Enn sé þó töluvert af atvikum vanskráð. „Þótt starfsfólk telji ekki að um mistök sé að ræða á alltaf að skrá óvænt andlát. Vanskráningin snýr að öryggismenningu spítalans. Við erum ekki komin lengra en þetta en erum að læra,“ segir Elísabet. Ef óvænt andlát er ekki skráð sem atvik er það ekki rannsakað frekar nema aðstandendur sækist eftir því. „Það er alveg ljóst að besta ferlið er atvikaskráning og rannsókn í kjölfarið. En ef andlátið er ekki skráð geta aðstandendur alltaf komið kvörtunum sínum á framfæri og beðið um fund hjá stjórnendum,“ segir Elísabet.Landlæknisemættið á að gæta hagsmuna sjúklingÍ helgarviðtali Fréttablaðsins sagði Ástríður Pálsdóttir frá baráttu sinni til að fá andlát eiginmanns síns rannsakað frekar. Óvænt andlát hans var ekki skráð sem atvik og fór því ekki í hefðbundið rannsóknarferli. Í Danmörku er til embætti umboðsmanns sjúklinga sem gætir hagsmuna sjúklinga og aðstandenda þeirra og sér til dæmis um gagnaöflun. Á Íslandi hefur margoft sprottið upp umræða um stofnun slíks embættis. „Þetta hlutverk er nú þegar til í íslenskri stjórnskipan,“ segir Leifur Bárðarson, yfirlæknir hjá Landlæknisembættinu. „Við lítum svo á að við hjá Embætti landlæknis séum umboðsmenn sjúklinga.“ Leifur segist þó fagna fleiri starfskröftum á þessum vettvangi en finnst varhugavert að í svo fámennu landi sé kröftum dreift of víða. Hann hafnar því að embættið sé of tengt heilbrigðisstofnunum til að vera óháður aðili í kvörtunarmálum. „Það er alls ekki að gæta hagsmuna þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu,“ segir Leifur um hlutverk Landlæknisembættisins. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu við Glym Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Atvikaskráning um óvænt andlát á Landspítalanum er mun minni en að meðaltali á bandarískum sjúkrahúsum. Í fjórum bandarískum rannsóknum, sem greint er frá í heilbrigðistímaritinu Shots, voru sjúkraskrár 4.200 sjúklinga skoðaðar. Andlát voru óvænt í 1,4 prósentum tilfella. Við óvænt andlát eiga starfsmenn Landspítalans að skrá það sem atvik á spítalanum og tilkynna yfirvöldum. Þótt andlátið sé skráð sem atvik er ekki þar með sagt að það hafi orðið vegna vanrækslu eða mistaka starfsfólks spítalans en það er þó rannsakað af stjórn spítalans og í sumum tilfellum Embætti landlæknis eða lögreglu. Samkvæmt sjúklingatölum frá Landspítalanum voru um sex þúsund sjúklingar lagðir inn á spítalann 2013. Sama ár var tilkynnt um sex óvænt andlát. Það er eingöngu 0,1 prósent hlutfall sjúklinga en samkvæmt bandarísku rannsóknunum ættu að vera skráð 84 óvænt andlát á spítalanum það árið.Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýklavarnardeild Landspítalans.Fréttablaðið/StefánAlltaf á að skrá óvænt andlát Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýkingavarnardeild Landspítalans, segir skráningu atvika hafa aukist á Landspítalanum síðustu ár. Enn sé þó töluvert af atvikum vanskráð. „Þótt starfsfólk telji ekki að um mistök sé að ræða á alltaf að skrá óvænt andlát. Vanskráningin snýr að öryggismenningu spítalans. Við erum ekki komin lengra en þetta en erum að læra,“ segir Elísabet. Ef óvænt andlát er ekki skráð sem atvik er það ekki rannsakað frekar nema aðstandendur sækist eftir því. „Það er alveg ljóst að besta ferlið er atvikaskráning og rannsókn í kjölfarið. En ef andlátið er ekki skráð geta aðstandendur alltaf komið kvörtunum sínum á framfæri og beðið um fund hjá stjórnendum,“ segir Elísabet.Landlæknisemættið á að gæta hagsmuna sjúklingÍ helgarviðtali Fréttablaðsins sagði Ástríður Pálsdóttir frá baráttu sinni til að fá andlát eiginmanns síns rannsakað frekar. Óvænt andlát hans var ekki skráð sem atvik og fór því ekki í hefðbundið rannsóknarferli. Í Danmörku er til embætti umboðsmanns sjúklinga sem gætir hagsmuna sjúklinga og aðstandenda þeirra og sér til dæmis um gagnaöflun. Á Íslandi hefur margoft sprottið upp umræða um stofnun slíks embættis. „Þetta hlutverk er nú þegar til í íslenskri stjórnskipan,“ segir Leifur Bárðarson, yfirlæknir hjá Landlæknisembættinu. „Við lítum svo á að við hjá Embætti landlæknis séum umboðsmenn sjúklinga.“ Leifur segist þó fagna fleiri starfskröftum á þessum vettvangi en finnst varhugavert að í svo fámennu landi sé kröftum dreift of víða. Hann hafnar því að embættið sé of tengt heilbrigðisstofnunum til að vera óháður aðili í kvörtunarmálum. „Það er alls ekki að gæta hagsmuna þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu,“ segir Leifur um hlutverk Landlæknisembættisins.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu við Glym Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent