Tíska og hönnun

Íslensk hönnun á Asos Marketplace.

Marín Manda skrifar
Gúrý Finnbogadóttir
Gúrý Finnbogadóttir
„Núna hafa opnast nýjar dyr fyrir mér en mín ástríða hefur alltaf verið í fatahönnun. Það er eitthvað sem ég veit og kann. Ég hef rosalega mikinn áhuga á skarti en fötin eru númer eitt hjá mér,“ segir Gúrý Finnbogadóttir fatahönnuður, sem hefur nú fengið tækifæri til að selja hönnun sína á Asos Marketplace.

Gúrý býr í Kaupamannahöfn ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. Saman hafa þau hjónin rekið hönnunarfyrirtæki með sínum eigin merkjum sem nefnast Breki, Zero6 og gury.

„Nú höfum við flutt verkstæðið okkar og höfum umkringt okkur með hæfileikaríku fólki sem bendir okkur í réttar áttir,“ segir Gúrý og bætir við að vinnan á bak við eigin framleiðslu og hönnun hafi verið heilmikil.

„Ég lagði ótrúlega mikla vinnu í að finna réttu efnin þegar ég bjó í Víetnam og gekk sjálf á milli efnamarkaða með börnin með mér. Það er erfitt að koma af stað netverslun þegar fólk þekkir ekki merkið svo ég ákvað að gera þetta alveg upp á nýtt og vinna með nýrri fyrirsætu og nýjum ljósmyndara. Nú loksins lítur þetta út eins og það á vera og fram undan eru spennandi tímar,“ segir hún.

Nánar um hönnun Gúrý á marketplace.asos.com undir nafninu gury.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×