Alþingi í sama farið Kári Jónasson skrifar 13. mars 2014 07:00 Þegar nýtt þing kom saman í fyrrasumar að loknum alþingiskosningum höfðu sumir þingmenn á orði að nú væri komið nýtt þing með mörgum nýjum þingmönnum og þörf væri á að breyta umræðuhefðinni í þingsal. Þessar hugmyndir skutu líka upp kollinum í haust þegar þing kom saman á ný, en hvað gerist svo? Þingheimur er fallinn í sömu umræðuhefðina, en nú er sú breyting á að þeir sem þrösuðu mest þegar stjórn Jóhönnu var við völd, sitja nú við völd, en fyrrverandi stjórnarmeirihluti hefur að manni sýnist tekið upp nákvæmlega sömu vinnubrögðin og stjórnarandstaðan fyrir ári, – er það dapurlegt í meira lagi. Þið þingmenn verðið að gæta virðingar ykkar og færa umræðuhefðina upp á annað plan en okkur almenningi þessa lands, háum og lágum, hefur verið boðið upp á að undanförnu. Ég er ekki að tala um efnisatriði og afstöðu til einstakra mála, heldur hvernig þingmenn haga sér í þingsal. Mér finnst hlutverk háttvirts þingforseta, bæði nú og í fyrra hálf aumkunarvert, svo ekki sé meira sagt. Það er eiginlega sama hvað hann tekur til bragðs og sama hvað hann segir og reynir að bæta umræðuhefðina, – ekkert breytist – fólk fær meiri og meiri skömm á þinginu. Það verður bara að segja þetta eins og er. Þingmenn vísa oft til fjölmiðla þegar þessi mál ber á góma og kenna þeim um hvernig komið er með álit þjóðarinnar á háttvirtu Alþingi. Þeir ættu hins vegar að líta í eigin barm, því fjölmiðlar eru aðeins að spegla ástandið sem við þeim blasir í þingsölum, og reyndar getur almenningur nú á dögum fylgst nákvæmlega með hvað er gerast þar innan dyra, vegna beinna útsendinga frá Alþingi. Hafa þingmenn kannski ekki áttað sig á að fjöldi manna fylgist með umræðum á þinginu á degi hverjum, – ekki síst þegar von er á átökum um einstök mál? Fjölmiðlar reyna hins vegar eftir bestu getu að skýra frá því sem fréttnæmt er hverju sinni, og lái þeim sem hver sem vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar nýtt þing kom saman í fyrrasumar að loknum alþingiskosningum höfðu sumir þingmenn á orði að nú væri komið nýtt þing með mörgum nýjum þingmönnum og þörf væri á að breyta umræðuhefðinni í þingsal. Þessar hugmyndir skutu líka upp kollinum í haust þegar þing kom saman á ný, en hvað gerist svo? Þingheimur er fallinn í sömu umræðuhefðina, en nú er sú breyting á að þeir sem þrösuðu mest þegar stjórn Jóhönnu var við völd, sitja nú við völd, en fyrrverandi stjórnarmeirihluti hefur að manni sýnist tekið upp nákvæmlega sömu vinnubrögðin og stjórnarandstaðan fyrir ári, – er það dapurlegt í meira lagi. Þið þingmenn verðið að gæta virðingar ykkar og færa umræðuhefðina upp á annað plan en okkur almenningi þessa lands, háum og lágum, hefur verið boðið upp á að undanförnu. Ég er ekki að tala um efnisatriði og afstöðu til einstakra mála, heldur hvernig þingmenn haga sér í þingsal. Mér finnst hlutverk háttvirts þingforseta, bæði nú og í fyrra hálf aumkunarvert, svo ekki sé meira sagt. Það er eiginlega sama hvað hann tekur til bragðs og sama hvað hann segir og reynir að bæta umræðuhefðina, – ekkert breytist – fólk fær meiri og meiri skömm á þinginu. Það verður bara að segja þetta eins og er. Þingmenn vísa oft til fjölmiðla þegar þessi mál ber á góma og kenna þeim um hvernig komið er með álit þjóðarinnar á háttvirtu Alþingi. Þeir ættu hins vegar að líta í eigin barm, því fjölmiðlar eru aðeins að spegla ástandið sem við þeim blasir í þingsölum, og reyndar getur almenningur nú á dögum fylgst nákvæmlega með hvað er gerast þar innan dyra, vegna beinna útsendinga frá Alþingi. Hafa þingmenn kannski ekki áttað sig á að fjöldi manna fylgist með umræðum á þinginu á degi hverjum, – ekki síst þegar von er á átökum um einstök mál? Fjölmiðlar reyna hins vegar eftir bestu getu að skýra frá því sem fréttnæmt er hverju sinni, og lái þeim sem hver sem vill.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar