Alltaf verið hrifinn af íslenskum körfuboltamönnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2014 08:45 Craig Pedersen þjálfar Svendborg Rabbits í Danmörku. Mynd/Linda Sörensen „Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir Craig Pedersen, nýráðinn landsliðsþjálfari í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið en tilkynnt var um ráðningu hans á miðvikudaginn. Pedersen er 49 ára gamall Kanadamaður, upprunalega frá Vancouver, sem búið hefur í Danmörku undanfarin 25 ár. Þar lék hann sem atvinnumaður til ársins 2003 og hóf að þjálfa um leið og leikmannsferlinum var lokið. Hann tók við Svendborg Rabbits og hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Undir hans stjórn hefur liðið farið sjö sinnum í úrslit dönsku úrvalsdeildarinnar og unnið einu sinni.Fylgst vel með Íslandi Pedersen, sem þrisvar sinnum hefur verið kjörinn þjálfari ársins í Danmörku, hefur ágæta tengingu við Ísland því aðstoðarþjálfari hans hjá Svendborg, Arnar Guðjónsson, var aðstoðarmaður Peters Öqvist með landsliðið. Arnar verður einnig við hlið Pedersens með íslenska liðið. „Við fylgjumst vel með íslenska körfuboltanum hér í Danmörku rétt eins og ég held að Íslendingar fylgist með þeim danska því hingað kemur mikið af námsmönnum,“ segir Pedersen, sem hefur langað til að þjálfa landslið í nokkurn tíma og sótti m.a. um danska starfið í fyrra. „Ég held það hafi verið fyrir svona fimm vikum að ég var spurður hvort ég hefði áhuga, sem ég hafði svo sannarlega. Ég var einn af þeim sem sóttu um hjá danska landsliðinu þegar sú staða losnaði í fyrra en ástæðan fyrir því að ég fékk ekki starfið er sú að danska sambandið vill ekki að þjálfari úr deildinni stýri landsliðinu.“Byggjum ekki frá grunni Pedersen leynir ekki spenningi sínum fyrir að þjálfa íslenska liðið enda hefur það tekið stórstígum framförum undir stjórn Svíans Peters Öqvist. „Ég hef alltaf verið hrifinn af íslenskum körfuboltamönnum. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir í sókninni og miklir íþróttamenn,“ segir Pedersen sem hefur fylgst með hröðum uppgangi landsliðsins undanfarin misseri. „Við munum halda áfram að byggja á sömu hlutum. Ég er búinn að sjá að minnsta kosti þrjá leiki frá síðasta sumri, þar af einn bara um daginn. Ég hef verið að reyna finna út hvað menn geta gert og hvaða leikstíl við eigum að nota. Við erum ekki að fara að byrja frá grunni því liðið er búið að gera vel undanfarin ár.“Vill enga eigingirni Fyrsta stóra verkefni Pedersens með íslenska liðið verður undankeppni EM 2015 í ágúst. Þar er liðið í riðli með Bosníu og Bretlandi og Kanadamaðurinn er bjartsýnn. „Möguleikarnir eru góðir finnst mér. Ég hef ekki séð Bosníu spila mikið en ég held að liðið sé svipað að styrkleika og Búlgaría. Það er reyndar spurning með hvaða lið Bretar mæta til leiks því þeir eiga nokkra leikmenn í NBA-deildinni. Ef þeir verða með þá verður verkefnið augljóslega mun erfiðara en ég er bjartsýnn,“ segir Pedersen en Luol Deng, leikmaður Cleveland Cavaliers, er breskur landsliðsmaður. Pedersen segir möguleika á að hann komi til landsins í apríl en vonast þó eðlilega til að vera upptekinn með Svendborg á þeim tíma í úrslitakeppninni í Danmörku. „Annars verðum við að finna einhvern tíma fyrir langa helgi,“ segir hann. Spurður að lokum hvernig hann vilji að liðin sín spili körfubolta er hann fljótur til svars: „Númer eitt, tvö og þrjú vil ég að liðið spili saman. Ég vil enga eigingirni,“ segir Craig Pedersen. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir Craig Pedersen, nýráðinn landsliðsþjálfari í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið en tilkynnt var um ráðningu hans á miðvikudaginn. Pedersen er 49 ára gamall Kanadamaður, upprunalega frá Vancouver, sem búið hefur í Danmörku undanfarin 25 ár. Þar lék hann sem atvinnumaður til ársins 2003 og hóf að þjálfa um leið og leikmannsferlinum var lokið. Hann tók við Svendborg Rabbits og hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Undir hans stjórn hefur liðið farið sjö sinnum í úrslit dönsku úrvalsdeildarinnar og unnið einu sinni.Fylgst vel með Íslandi Pedersen, sem þrisvar sinnum hefur verið kjörinn þjálfari ársins í Danmörku, hefur ágæta tengingu við Ísland því aðstoðarþjálfari hans hjá Svendborg, Arnar Guðjónsson, var aðstoðarmaður Peters Öqvist með landsliðið. Arnar verður einnig við hlið Pedersens með íslenska liðið. „Við fylgjumst vel með íslenska körfuboltanum hér í Danmörku rétt eins og ég held að Íslendingar fylgist með þeim danska því hingað kemur mikið af námsmönnum,“ segir Pedersen, sem hefur langað til að þjálfa landslið í nokkurn tíma og sótti m.a. um danska starfið í fyrra. „Ég held það hafi verið fyrir svona fimm vikum að ég var spurður hvort ég hefði áhuga, sem ég hafði svo sannarlega. Ég var einn af þeim sem sóttu um hjá danska landsliðinu þegar sú staða losnaði í fyrra en ástæðan fyrir því að ég fékk ekki starfið er sú að danska sambandið vill ekki að þjálfari úr deildinni stýri landsliðinu.“Byggjum ekki frá grunni Pedersen leynir ekki spenningi sínum fyrir að þjálfa íslenska liðið enda hefur það tekið stórstígum framförum undir stjórn Svíans Peters Öqvist. „Ég hef alltaf verið hrifinn af íslenskum körfuboltamönnum. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir í sókninni og miklir íþróttamenn,“ segir Pedersen sem hefur fylgst með hröðum uppgangi landsliðsins undanfarin misseri. „Við munum halda áfram að byggja á sömu hlutum. Ég er búinn að sjá að minnsta kosti þrjá leiki frá síðasta sumri, þar af einn bara um daginn. Ég hef verið að reyna finna út hvað menn geta gert og hvaða leikstíl við eigum að nota. Við erum ekki að fara að byrja frá grunni því liðið er búið að gera vel undanfarin ár.“Vill enga eigingirni Fyrsta stóra verkefni Pedersens með íslenska liðið verður undankeppni EM 2015 í ágúst. Þar er liðið í riðli með Bosníu og Bretlandi og Kanadamaðurinn er bjartsýnn. „Möguleikarnir eru góðir finnst mér. Ég hef ekki séð Bosníu spila mikið en ég held að liðið sé svipað að styrkleika og Búlgaría. Það er reyndar spurning með hvaða lið Bretar mæta til leiks því þeir eiga nokkra leikmenn í NBA-deildinni. Ef þeir verða með þá verður verkefnið augljóslega mun erfiðara en ég er bjartsýnn,“ segir Pedersen en Luol Deng, leikmaður Cleveland Cavaliers, er breskur landsliðsmaður. Pedersen segir möguleika á að hann komi til landsins í apríl en vonast þó eðlilega til að vera upptekinn með Svendborg á þeim tíma í úrslitakeppninni í Danmörku. „Annars verðum við að finna einhvern tíma fyrir langa helgi,“ segir hann. Spurður að lokum hvernig hann vilji að liðin sín spili körfubolta er hann fljótur til svars: „Númer eitt, tvö og þrjú vil ég að liðið spili saman. Ég vil enga eigingirni,“ segir Craig Pedersen.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira