Þegar ég fór í greiðslumat Agnes Ósk Valdimarsdóttir skrifar 6. mars 2014 06:00 Ég er framhaldsskólakennari. Ég hef lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í jafn mörgum löndum. Nú þegar allt bendir til þess að ég sé á leiðinni í verkfall í fyrsta skipti, er ansi líklegt að það verði líka í síðasta skipti. Ég fór nefnilega í greiðslumat.„Ég lofa, Agnes, þetta verður auðveldara á næstu önn.“ Ég veit ekki hversu oft ég heyrði þessi orð fyrstu vikurnar í kennslu. Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér. Ég vann það lengi frameftir einn daginn að ég setti öryggiskerfið í skólanum í gang. Og þannig lærði ég að kerfið fer í gang á miðnætti því á þeim tímapunkti ætti enginn að vera ennþá í vinnunni. Ég er sammála öryggiskerfinu en vinnan sem fylgir nýliða í kennslu er ekki öryggiskerfum samkvæm. Á mínum vinnustað er fólk á öllum aldri sem hefur unnið við kennslu í mislangan tíma (þó má taka fram að meðalaldur framhaldsskólakennara er 55 ár) og eiga allir starfsmenn þessa skóla það sameiginlegt að vera glaðlyndir og hafa gert líf mitt sem kennari mun auðveldara. Og það er kannski ástæðan fyrir að þetta fólk endist í kennarastarfinu: vinnustaðurinn. Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í. Þegar þessi grein er skrifuð bendir allt til þess að framhaldsskólakennarar séu á leiðinni í verkfall. Ég geri mér fulla grein fyrir því að kennarar eru ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Systir mín sagði við mig um daginn að það væri fáránlegt að kennarar væru að biðja um hærri laun þegar það væru ekki til peningur í landinu. Systir mín er líka manneskjan sem segir mér að ég verði að finna mér nýtt starf því kennarastarfið borgi mér ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem hún hefur séð mig leggja í það (og við búum ekki saman svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað sambýlismaður minn finnur fyrir þessu). Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi. Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég er framhaldsskólakennari. Ég hef lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í jafn mörgum löndum. Nú þegar allt bendir til þess að ég sé á leiðinni í verkfall í fyrsta skipti, er ansi líklegt að það verði líka í síðasta skipti. Ég fór nefnilega í greiðslumat.„Ég lofa, Agnes, þetta verður auðveldara á næstu önn.“ Ég veit ekki hversu oft ég heyrði þessi orð fyrstu vikurnar í kennslu. Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér. Ég vann það lengi frameftir einn daginn að ég setti öryggiskerfið í skólanum í gang. Og þannig lærði ég að kerfið fer í gang á miðnætti því á þeim tímapunkti ætti enginn að vera ennþá í vinnunni. Ég er sammála öryggiskerfinu en vinnan sem fylgir nýliða í kennslu er ekki öryggiskerfum samkvæm. Á mínum vinnustað er fólk á öllum aldri sem hefur unnið við kennslu í mislangan tíma (þó má taka fram að meðalaldur framhaldsskólakennara er 55 ár) og eiga allir starfsmenn þessa skóla það sameiginlegt að vera glaðlyndir og hafa gert líf mitt sem kennari mun auðveldara. Og það er kannski ástæðan fyrir að þetta fólk endist í kennarastarfinu: vinnustaðurinn. Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í. Þegar þessi grein er skrifuð bendir allt til þess að framhaldsskólakennarar séu á leiðinni í verkfall. Ég geri mér fulla grein fyrir því að kennarar eru ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Systir mín sagði við mig um daginn að það væri fáránlegt að kennarar væru að biðja um hærri laun þegar það væru ekki til peningur í landinu. Systir mín er líka manneskjan sem segir mér að ég verði að finna mér nýtt starf því kennarastarfið borgi mér ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem hún hefur séð mig leggja í það (og við búum ekki saman svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað sambýlismaður minn finnur fyrir þessu). Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi. Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun