Salernisgjald og bílastæða- gjald í stað náttúrupassa Kári Jónasson skrifar 6. mars 2014 06:00 Þá er endanlega orðið ljóst að ekki verður af því að erlendir ferðamenn skuli kaupa náttúrupassa ef þeir hugsa sér að ferðast um landið. Ragnheiður Elín ráðherra ferðamála hafði í haust gert sér vonir um að náttúrupassi yrði tekinn í notkun á sumarvertíð á þessu ári, en eftir að samráðshópur um passann var settur á laggirnar hafa komið upp margs konar sjónarmið varðandi passann. Á það bæði við um gildi hans, sölufyrirkomulag og kannski ekki síst hvernig eigi að útdeila þeim fjármunum sem kynnu að koma inn verði passinn að veruleika. Þar eiga í hlut bæði opinberir aðilar, sveitarfélög, landeigendur, einstaklingar og fleiri sem hagsmuna hafa að gæta varðandi útgáfu væntanlegs passa. Samkvæmt mínum heimildum hafa komið fram í samstarfshópnum um undirbúning passans mjög mismunandi skoðanir um útdeilingu fjárins sérstaklega, og þar hafa fulltrúar ríkisins ekki verið neinir eftirbátar annarra í að krefjast ríkulegs hlutar af innkomunni fyrir passann.Hvernig skal bregðast við? Á meðan beðið er kannski í allt að eitt ár eftir að passinn komist í umferð, eykst stöðugt straumur ferðamanna hingað til lands, og við leiðsögumenn höfum ekki síður en aðrir áhyggjur af umgengni á ferðamannstöðum. Margir okkar eru líka algjörlega á móti „skúravæðingu“ við vinsæla ferðamannastaði. Það er orðið of seint að hækka gistináttagjaldið svokallaða fyrir sumarvertíðina, en það hefði stjórnvöldum verið í lófa lagið á síðasta ári. Þá hefði að sjálfsögðu verið hægt að falla frá því að lækka virðisauka á gistingu, en með því hefði Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fengið töluvert aukið fé. Stjórnvöld eru hins vegar ekki á þeim buxunum.Salernisgjald og bílastæðagjald Þá fer maður að huga að öðrum og fljótvirkari leiðum, og í huga mér koma þá strax tvær tekjuöflunarleiðir á ferðamannastöðum sem hafa hingað til ekki verið nýttar mikið hér. Það er þá í fyrsta lagi að staðir eins og Geysir innheimti salernisgjald eins og gert er víðast hvar í heiminum á ferðamannastöðum, áningarstöðum við hraðbrautir, á sumum veitingahúsum og verslunarmiðstöðvum. Við innganginn á salernunum á Geysi greiddu menn t.d. 200 krónur, fengju miða og gætu notað hálfvirði hans til að kaupa minjagripi eða veitingar. Þessari aðstöðu væri hægt að koma fyrir víða á viku og þá væri verið að greiða fyrir einhverja þjónustu. Annar tekjumöguleiki sem ég sé er að ökumenn verði látnir greiða fyrir bílastæði á fjölmennum stöðum, rétt eins og fólk þarf að gera hér í Miðbænum, að ekki sé nú talað um Landspítalann við Hringbraut eða bráðadeildina í Fossvogi. Hvers vegna ekki við Hakið, Gullfoss og Geysi, Seljalandsfoss, Skógafoss eða Dimmuborgir svo dæmi séu nefnd.Miðamælir kostar um 1,7 milljónir Á þessum stöðum þyrftu viðkomandi sveitarfélög að stofna bílastæðasjóð eins og í Reykjavík, og e.t.v. þyrfti að keyra í gegn lagabreytingu á Alþingi fyrir þinglok, ef ekki er lagagrundvöllur fyrir þessu utan borgarinnar. Miðamælar eins og í Reykjavík kosta kannski 1,7 milljónir króna og þeir eru sjálfbærir þ.e. í þeim eru sólarsellur svo það þarf ekki að leggja að þeim rafmagn, bara að skella þeim niður, setja upp skilti, þjálfa fólk með hjálp Bílastæðasjóðs Reykjavíkur að reka mælana og sekta þá sem fara fram yfir. Þarna mætti hugsa sér að bílar með hópferðaleyfi þyrftu ekki að greiða, rétt eins og íbúar og fatlaðir í borginni. Nú þurfa sveitarstjórnarmenn á ýmsum stöðum að bretta upp ermar, og kannski gæti þetta og álag á gistingu sparað okkur að setja á stofn „Náttúrupassastofnun ríkisins“, með öllu því sem slíkum stofnunum tilheyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Tengdar fréttir Betri Kópavogur Það er gott að búa í Kópavogi, þess vegna bý ég þar. Það þýðir ekki að hvorki megi né þurfi að bæta bæinn okkar, bæta þjónustu við íbúana, bæta skólastarf og bæta húsnæðismálin svo örfá dæmi séu tekin. Markmiðið er að gera Kópavog að betri og öflugri bæ. 5. mars 2014 06:00 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Þá er endanlega orðið ljóst að ekki verður af því að erlendir ferðamenn skuli kaupa náttúrupassa ef þeir hugsa sér að ferðast um landið. Ragnheiður Elín ráðherra ferðamála hafði í haust gert sér vonir um að náttúrupassi yrði tekinn í notkun á sumarvertíð á þessu ári, en eftir að samráðshópur um passann var settur á laggirnar hafa komið upp margs konar sjónarmið varðandi passann. Á það bæði við um gildi hans, sölufyrirkomulag og kannski ekki síst hvernig eigi að útdeila þeim fjármunum sem kynnu að koma inn verði passinn að veruleika. Þar eiga í hlut bæði opinberir aðilar, sveitarfélög, landeigendur, einstaklingar og fleiri sem hagsmuna hafa að gæta varðandi útgáfu væntanlegs passa. Samkvæmt mínum heimildum hafa komið fram í samstarfshópnum um undirbúning passans mjög mismunandi skoðanir um útdeilingu fjárins sérstaklega, og þar hafa fulltrúar ríkisins ekki verið neinir eftirbátar annarra í að krefjast ríkulegs hlutar af innkomunni fyrir passann.Hvernig skal bregðast við? Á meðan beðið er kannski í allt að eitt ár eftir að passinn komist í umferð, eykst stöðugt straumur ferðamanna hingað til lands, og við leiðsögumenn höfum ekki síður en aðrir áhyggjur af umgengni á ferðamannstöðum. Margir okkar eru líka algjörlega á móti „skúravæðingu“ við vinsæla ferðamannastaði. Það er orðið of seint að hækka gistináttagjaldið svokallaða fyrir sumarvertíðina, en það hefði stjórnvöldum verið í lófa lagið á síðasta ári. Þá hefði að sjálfsögðu verið hægt að falla frá því að lækka virðisauka á gistingu, en með því hefði Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fengið töluvert aukið fé. Stjórnvöld eru hins vegar ekki á þeim buxunum.Salernisgjald og bílastæðagjald Þá fer maður að huga að öðrum og fljótvirkari leiðum, og í huga mér koma þá strax tvær tekjuöflunarleiðir á ferðamannastöðum sem hafa hingað til ekki verið nýttar mikið hér. Það er þá í fyrsta lagi að staðir eins og Geysir innheimti salernisgjald eins og gert er víðast hvar í heiminum á ferðamannastöðum, áningarstöðum við hraðbrautir, á sumum veitingahúsum og verslunarmiðstöðvum. Við innganginn á salernunum á Geysi greiddu menn t.d. 200 krónur, fengju miða og gætu notað hálfvirði hans til að kaupa minjagripi eða veitingar. Þessari aðstöðu væri hægt að koma fyrir víða á viku og þá væri verið að greiða fyrir einhverja þjónustu. Annar tekjumöguleiki sem ég sé er að ökumenn verði látnir greiða fyrir bílastæði á fjölmennum stöðum, rétt eins og fólk þarf að gera hér í Miðbænum, að ekki sé nú talað um Landspítalann við Hringbraut eða bráðadeildina í Fossvogi. Hvers vegna ekki við Hakið, Gullfoss og Geysi, Seljalandsfoss, Skógafoss eða Dimmuborgir svo dæmi séu nefnd.Miðamælir kostar um 1,7 milljónir Á þessum stöðum þyrftu viðkomandi sveitarfélög að stofna bílastæðasjóð eins og í Reykjavík, og e.t.v. þyrfti að keyra í gegn lagabreytingu á Alþingi fyrir þinglok, ef ekki er lagagrundvöllur fyrir þessu utan borgarinnar. Miðamælar eins og í Reykjavík kosta kannski 1,7 milljónir króna og þeir eru sjálfbærir þ.e. í þeim eru sólarsellur svo það þarf ekki að leggja að þeim rafmagn, bara að skella þeim niður, setja upp skilti, þjálfa fólk með hjálp Bílastæðasjóðs Reykjavíkur að reka mælana og sekta þá sem fara fram yfir. Þarna mætti hugsa sér að bílar með hópferðaleyfi þyrftu ekki að greiða, rétt eins og íbúar og fatlaðir í borginni. Nú þurfa sveitarstjórnarmenn á ýmsum stöðum að bretta upp ermar, og kannski gæti þetta og álag á gistingu sparað okkur að setja á stofn „Náttúrupassastofnun ríkisins“, með öllu því sem slíkum stofnunum tilheyrir.
Betri Kópavogur Það er gott að búa í Kópavogi, þess vegna bý ég þar. Það þýðir ekki að hvorki megi né þurfi að bæta bæinn okkar, bæta þjónustu við íbúana, bæta skólastarf og bæta húsnæðismálin svo örfá dæmi séu tekin. Markmiðið er að gera Kópavog að betri og öflugri bæ. 5. mars 2014 06:00
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar