Aron Einar: Vonandi fáum við stuðning út á mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2014 07:00 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði. Vísir/Getty „Það er orðið svolítið síðan ég spilaði þarna á vellinum. Það verður mjög gaman að fá að leiða liðið út á völlinn og vera í útiklefanum og svona,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson en Ísland mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. Aron Einar er í raun á heimavelli þar sem hann leikur með Cardiff. Hann hefur aftur á móti lítið fengið að spila upp á síðkastið. Hann ætlar þó að sýna stjóra Cardiff, Ole Gunnar Solskjær, í leiknum að hann hafi ýmislegt fram að færa. „Vonandi fáum við einhvern stuðning út á mig. Það veltur svolítið á því hversu margir stuðningsmenn Swansea mæta á völlinn. Það er fínt að fá leik núna og sýna sig aðeins. Það er ekkert sjálfgefið að menn séu í liðinu hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni. Ég er að vinna að því að komast aftur inn. Ég er á þeim tímapunkti á ferlinum að ég þarf að spila. Þetta kemur allt með kalda vatninu.“ Ísland er í 48. sæti á FIFA-listanum en Wales í 51. sæti. Samkvæmt listanum eru liðin því áþekk að getu. „Það eru allir klárir í þetta verkefni. Kjörið tækifæri til þess að sýna og sig og sanna eftir Króatíuleikina. Menn vilja komast á rétta braut aftur og fara að vinna leiki. Við vitum líka að Wales er með hörkulið og þetta verður erfiður leikur.“ Strákarnir héldu langan fund í gær. Þar var farið yfir síðustu tvö ár hjá liðinu og byrjað að horfa til framtíðar. Næsta haust hefst undankeppni EM og verða ekki margir æfingaleikir áður en alvaran byrjar. „Þjálfararnir vilja sjá meiri stöðugleika hjá liðinu og að það sé þétt. Walesverjarnir eru líkamlega sterkir og flottir leikmenn inn á milli. Engu að síður leggjum við þennan leik upp með því að vinna hann. Menn ætla að standa sig vel í þessum leik og nýta hann vel í undirbúninginn fyrir EM. Svo verðum við að hafa gaman af þessu, það skiptir miklu máli. Sigur er alltaf ljúfur samt og það skiptir máli að vinna leiki þó að leikurinn gefi engin stig.“ Wales teflir fram alvöru stjörnu í kvöld, sjálfum Gareth Bale, leikmanni Real Madrid. Þennan dýrasta leikmann heims þarf að passa sérstaklega vel í leiknum. „Við verðum einhvern veginn að hægja á honum. Hann hefur verið á blússandi siglingu með Real Madrid upp á síðkastið. Hann er mikilvægur fyrir Wales. Það verður erfitt að stöðva hann en við verðum að leysa það,“ segir Aron en hann bendir á að Wales eigi líka fleiri öfluga stráka sem spili í efstu tveim deildunum á Englandi. „Þetta verður alltaf mikill baráttuleikur. Bretarnir gefa sjaldan eftir þar. Það verður alltaf eitthvað um tæklingar, það er alveg klárt. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir þar.“ Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. 4. mars 2014 19:15 Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. 4. mars 2014 21:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
„Það er orðið svolítið síðan ég spilaði þarna á vellinum. Það verður mjög gaman að fá að leiða liðið út á völlinn og vera í útiklefanum og svona,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson en Ísland mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. Aron Einar er í raun á heimavelli þar sem hann leikur með Cardiff. Hann hefur aftur á móti lítið fengið að spila upp á síðkastið. Hann ætlar þó að sýna stjóra Cardiff, Ole Gunnar Solskjær, í leiknum að hann hafi ýmislegt fram að færa. „Vonandi fáum við einhvern stuðning út á mig. Það veltur svolítið á því hversu margir stuðningsmenn Swansea mæta á völlinn. Það er fínt að fá leik núna og sýna sig aðeins. Það er ekkert sjálfgefið að menn séu í liðinu hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni. Ég er að vinna að því að komast aftur inn. Ég er á þeim tímapunkti á ferlinum að ég þarf að spila. Þetta kemur allt með kalda vatninu.“ Ísland er í 48. sæti á FIFA-listanum en Wales í 51. sæti. Samkvæmt listanum eru liðin því áþekk að getu. „Það eru allir klárir í þetta verkefni. Kjörið tækifæri til þess að sýna og sig og sanna eftir Króatíuleikina. Menn vilja komast á rétta braut aftur og fara að vinna leiki. Við vitum líka að Wales er með hörkulið og þetta verður erfiður leikur.“ Strákarnir héldu langan fund í gær. Þar var farið yfir síðustu tvö ár hjá liðinu og byrjað að horfa til framtíðar. Næsta haust hefst undankeppni EM og verða ekki margir æfingaleikir áður en alvaran byrjar. „Þjálfararnir vilja sjá meiri stöðugleika hjá liðinu og að það sé þétt. Walesverjarnir eru líkamlega sterkir og flottir leikmenn inn á milli. Engu að síður leggjum við þennan leik upp með því að vinna hann. Menn ætla að standa sig vel í þessum leik og nýta hann vel í undirbúninginn fyrir EM. Svo verðum við að hafa gaman af þessu, það skiptir miklu máli. Sigur er alltaf ljúfur samt og það skiptir máli að vinna leiki þó að leikurinn gefi engin stig.“ Wales teflir fram alvöru stjörnu í kvöld, sjálfum Gareth Bale, leikmanni Real Madrid. Þennan dýrasta leikmann heims þarf að passa sérstaklega vel í leiknum. „Við verðum einhvern veginn að hægja á honum. Hann hefur verið á blússandi siglingu með Real Madrid upp á síðkastið. Hann er mikilvægur fyrir Wales. Það verður erfitt að stöðva hann en við verðum að leysa það,“ segir Aron en hann bendir á að Wales eigi líka fleiri öfluga stráka sem spili í efstu tveim deildunum á Englandi. „Þetta verður alltaf mikill baráttuleikur. Bretarnir gefa sjaldan eftir þar. Það verður alltaf eitthvað um tæklingar, það er alveg klárt. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir þar.“
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. 4. mars 2014 19:15 Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. 4. mars 2014 21:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. 4. mars 2014 19:15
Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. 4. mars 2014 21:30