Tíska og hönnun

Ígló og Indí með nýja verslun í miðbænum

Marín Manda skrifar
Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður og Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Ígló og Indí.
Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður og Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Ígló og Indí.
Hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Ígló og Indí opnar nýja verslun um helgina í hjarta miðborgarinnar.

„Við erum fullar tilhlökkunar að opna verslun í miðbænum á ný, í húsi sem er í anda merkisins. Við söknum miðbæjarins gríðarlega mikið og það er búið að vera markmið okkar að opna verslun þar aftur, alveg síðan við misstum húsnæðið á Laugaveginum fyrir tæplega tveimur árum,“ segir Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Ígló og Indí.

Nýja verslunin verður opnuð á Skólavörðustíg 4 um helgina og er undirbúningur í fullum gangi. Verslunin í Kringlunni heldur áfram að dafna en einnig eru vörur frá Ígló og Indí seldar í tólf verslunum víðs vegar um landið.

„Við ætluðum okkur aldrei að yfirgefa miðbæinn en okkur bauðst ekki húsnæði sem hentaði fyrr en núna. Staðsetningin skiptir svo miklu máli. Skólavörðustígurinn er í mikilli uppbyggingu og nú er kominn þéttur og góður kjarni verslunarfólks á þessu svæði sem er að sinna sínum verslunum einstaklega vel.“ Áfram verður lögð rík áhersla á barnahornið og hlýleikann í nýju versluninni og allt annað sem viðkemur Ígló og Indí heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.