Vinsæl sminka í New York Ugla Egilsdóttir skrifar 17. febrúar 2014 10:30 Tinna Empera Arlexdóttir ásamt samstarfskonu á New York Fasion Week. Mynd/Úr Einkasafni. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég gegni starfi yfirförðunarmeistara og það spillir ekki fyrir að það gerist á New York Fashion Week,“ segir Tinna Empera Arlexdóttir, sem var yfir förðun hjá fatamerkinu María Ke Fisherman á tískusýningu á New York Fashion Week, sem er nýafstaðin. „Það var brjálað að gera meðan á hátíðinni stóð. Það er loksins aðeins byrjað að róast í dag. Merkið er spænskt, og hefur verið að ryðja sér til rúms. Þau eru búin að fá verðlaun hjá Vogue og Style, og bæði Katy Perry og Miley Cyrus hafa klæðst fötum frá þeim á tónleikum hjá sér. Öll fötin frá þeim eru rosa 90‘s. Ekki eitthvað sem ég myndi klæða mig í, en þau eru að verða ansi stór, og það er gaman að taka þátt í þessu.“ María Ke Fisherman var að sýna í fyrsta skipti á New York Fashion Week. „Undirbúningi var þannig háttað að við sátum fundi með hönnuðum og hárgreiðslumeisturum til þess að ákveða heildarlúkk út frá fatalínunni. Allar ákvarðanir voru teknar í sameiningu. Hönnuðirnir komu ekki til New York fyrr en þremur dögum fyrir sýningu, en við vorum í samskiptum á netinu fram að því.“ Tinna hefur búið í New York í tæp þrjú ár. „Ég hef séð um förðun í fullt af sýningum, bæði hér og heima. Ég hef meðal annars unnið með Andreu Helgadóttur og gert ýmislegt fyrir Reykjavík Fashion Festival heima, og hef farðað fyrir ýmis tímarit. Meðal íslenskra merkja sem ég hef ég unnið fyrir eru Kríu Jewellery og KALDA.“ Tinna var ráðin í gegnum umboðsskrifstofu sem heitir Laicale. „Hún er tengd hárgreiðslustofu sem ég vinn á, sem heitir líka Laicale. Ég lærði hárgreiðslu heima, og líka förðun hjá skóla sem hét M Make-up school, sem er ekki til lengur. Svo byrjaði ég að vinna í Mac og vann þar í einhvern tíma áður en ég fluttist hingað. Ég er með bandarískan ríkisborgararétt og vildi nýta hann áður en ég festist heima.“ Hárgreiðslunám frá Íslandi gefur forskot í Bandaríkjunum. „Hér úti er mismunandi eftir fylkjum hvað hárgreiðslunámið er langt. Sums staðar er það ekki nema sex vikur. Í New York og Los Angeles er langlengsta námið, sem er samt ekki nema níu mánuðir. Heima er allt hárgreiðslunám fjögur ár. En það er mikið um námskeið alls staðar hér í New York sem fólk nýtir sér, og ef þú vilt vera á góðri stofu þarftu að læra á hárgreiðslustofu í mörg ár. En hárgreiðslumenn hafa allavegana mjög mismikla menntun og reynslu, og hárgreiðsla er mjög misdýr. Hér er hægt að fá klippingu fyrir sjö dollara og líka fyrir tvö þúsund dollara. Stofan sem ég vinn á er miðlungsdýr og er í Soho. Klipping hér kostar frá 90 dollurum upp í 160.“ RFF Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skiptið sem ég gegni starfi yfirförðunarmeistara og það spillir ekki fyrir að það gerist á New York Fashion Week,“ segir Tinna Empera Arlexdóttir, sem var yfir förðun hjá fatamerkinu María Ke Fisherman á tískusýningu á New York Fashion Week, sem er nýafstaðin. „Það var brjálað að gera meðan á hátíðinni stóð. Það er loksins aðeins byrjað að róast í dag. Merkið er spænskt, og hefur verið að ryðja sér til rúms. Þau eru búin að fá verðlaun hjá Vogue og Style, og bæði Katy Perry og Miley Cyrus hafa klæðst fötum frá þeim á tónleikum hjá sér. Öll fötin frá þeim eru rosa 90‘s. Ekki eitthvað sem ég myndi klæða mig í, en þau eru að verða ansi stór, og það er gaman að taka þátt í þessu.“ María Ke Fisherman var að sýna í fyrsta skipti á New York Fashion Week. „Undirbúningi var þannig háttað að við sátum fundi með hönnuðum og hárgreiðslumeisturum til þess að ákveða heildarlúkk út frá fatalínunni. Allar ákvarðanir voru teknar í sameiningu. Hönnuðirnir komu ekki til New York fyrr en þremur dögum fyrir sýningu, en við vorum í samskiptum á netinu fram að því.“ Tinna hefur búið í New York í tæp þrjú ár. „Ég hef séð um förðun í fullt af sýningum, bæði hér og heima. Ég hef meðal annars unnið með Andreu Helgadóttur og gert ýmislegt fyrir Reykjavík Fashion Festival heima, og hef farðað fyrir ýmis tímarit. Meðal íslenskra merkja sem ég hef ég unnið fyrir eru Kríu Jewellery og KALDA.“ Tinna var ráðin í gegnum umboðsskrifstofu sem heitir Laicale. „Hún er tengd hárgreiðslustofu sem ég vinn á, sem heitir líka Laicale. Ég lærði hárgreiðslu heima, og líka förðun hjá skóla sem hét M Make-up school, sem er ekki til lengur. Svo byrjaði ég að vinna í Mac og vann þar í einhvern tíma áður en ég fluttist hingað. Ég er með bandarískan ríkisborgararétt og vildi nýta hann áður en ég festist heima.“ Hárgreiðslunám frá Íslandi gefur forskot í Bandaríkjunum. „Hér úti er mismunandi eftir fylkjum hvað hárgreiðslunámið er langt. Sums staðar er það ekki nema sex vikur. Í New York og Los Angeles er langlengsta námið, sem er samt ekki nema níu mánuðir. Heima er allt hárgreiðslunám fjögur ár. En það er mikið um námskeið alls staðar hér í New York sem fólk nýtir sér, og ef þú vilt vera á góðri stofu þarftu að læra á hárgreiðslustofu í mörg ár. En hárgreiðslumenn hafa allavegana mjög mismikla menntun og reynslu, og hárgreiðsla er mjög misdýr. Hér er hægt að fá klippingu fyrir sjö dollara og líka fyrir tvö þúsund dollara. Stofan sem ég vinn á er miðlungsdýr og er í Soho. Klipping hér kostar frá 90 dollurum upp í 160.“
RFF Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira