Vinsæl sminka í New York Ugla Egilsdóttir skrifar 17. febrúar 2014 10:30 Tinna Empera Arlexdóttir ásamt samstarfskonu á New York Fasion Week. Mynd/Úr Einkasafni. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég gegni starfi yfirförðunarmeistara og það spillir ekki fyrir að það gerist á New York Fashion Week,“ segir Tinna Empera Arlexdóttir, sem var yfir förðun hjá fatamerkinu María Ke Fisherman á tískusýningu á New York Fashion Week, sem er nýafstaðin. „Það var brjálað að gera meðan á hátíðinni stóð. Það er loksins aðeins byrjað að róast í dag. Merkið er spænskt, og hefur verið að ryðja sér til rúms. Þau eru búin að fá verðlaun hjá Vogue og Style, og bæði Katy Perry og Miley Cyrus hafa klæðst fötum frá þeim á tónleikum hjá sér. Öll fötin frá þeim eru rosa 90‘s. Ekki eitthvað sem ég myndi klæða mig í, en þau eru að verða ansi stór, og það er gaman að taka þátt í þessu.“ María Ke Fisherman var að sýna í fyrsta skipti á New York Fashion Week. „Undirbúningi var þannig háttað að við sátum fundi með hönnuðum og hárgreiðslumeisturum til þess að ákveða heildarlúkk út frá fatalínunni. Allar ákvarðanir voru teknar í sameiningu. Hönnuðirnir komu ekki til New York fyrr en þremur dögum fyrir sýningu, en við vorum í samskiptum á netinu fram að því.“ Tinna hefur búið í New York í tæp þrjú ár. „Ég hef séð um förðun í fullt af sýningum, bæði hér og heima. Ég hef meðal annars unnið með Andreu Helgadóttur og gert ýmislegt fyrir Reykjavík Fashion Festival heima, og hef farðað fyrir ýmis tímarit. Meðal íslenskra merkja sem ég hef ég unnið fyrir eru Kríu Jewellery og KALDA.“ Tinna var ráðin í gegnum umboðsskrifstofu sem heitir Laicale. „Hún er tengd hárgreiðslustofu sem ég vinn á, sem heitir líka Laicale. Ég lærði hárgreiðslu heima, og líka förðun hjá skóla sem hét M Make-up school, sem er ekki til lengur. Svo byrjaði ég að vinna í Mac og vann þar í einhvern tíma áður en ég fluttist hingað. Ég er með bandarískan ríkisborgararétt og vildi nýta hann áður en ég festist heima.“ Hárgreiðslunám frá Íslandi gefur forskot í Bandaríkjunum. „Hér úti er mismunandi eftir fylkjum hvað hárgreiðslunámið er langt. Sums staðar er það ekki nema sex vikur. Í New York og Los Angeles er langlengsta námið, sem er samt ekki nema níu mánuðir. Heima er allt hárgreiðslunám fjögur ár. En það er mikið um námskeið alls staðar hér í New York sem fólk nýtir sér, og ef þú vilt vera á góðri stofu þarftu að læra á hárgreiðslustofu í mörg ár. En hárgreiðslumenn hafa allavegana mjög mismikla menntun og reynslu, og hárgreiðsla er mjög misdýr. Hér er hægt að fá klippingu fyrir sjö dollara og líka fyrir tvö þúsund dollara. Stofan sem ég vinn á er miðlungsdýr og er í Soho. Klipping hér kostar frá 90 dollurum upp í 160.“ RFF Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skiptið sem ég gegni starfi yfirförðunarmeistara og það spillir ekki fyrir að það gerist á New York Fashion Week,“ segir Tinna Empera Arlexdóttir, sem var yfir förðun hjá fatamerkinu María Ke Fisherman á tískusýningu á New York Fashion Week, sem er nýafstaðin. „Það var brjálað að gera meðan á hátíðinni stóð. Það er loksins aðeins byrjað að róast í dag. Merkið er spænskt, og hefur verið að ryðja sér til rúms. Þau eru búin að fá verðlaun hjá Vogue og Style, og bæði Katy Perry og Miley Cyrus hafa klæðst fötum frá þeim á tónleikum hjá sér. Öll fötin frá þeim eru rosa 90‘s. Ekki eitthvað sem ég myndi klæða mig í, en þau eru að verða ansi stór, og það er gaman að taka þátt í þessu.“ María Ke Fisherman var að sýna í fyrsta skipti á New York Fashion Week. „Undirbúningi var þannig háttað að við sátum fundi með hönnuðum og hárgreiðslumeisturum til þess að ákveða heildarlúkk út frá fatalínunni. Allar ákvarðanir voru teknar í sameiningu. Hönnuðirnir komu ekki til New York fyrr en þremur dögum fyrir sýningu, en við vorum í samskiptum á netinu fram að því.“ Tinna hefur búið í New York í tæp þrjú ár. „Ég hef séð um förðun í fullt af sýningum, bæði hér og heima. Ég hef meðal annars unnið með Andreu Helgadóttur og gert ýmislegt fyrir Reykjavík Fashion Festival heima, og hef farðað fyrir ýmis tímarit. Meðal íslenskra merkja sem ég hef ég unnið fyrir eru Kríu Jewellery og KALDA.“ Tinna var ráðin í gegnum umboðsskrifstofu sem heitir Laicale. „Hún er tengd hárgreiðslustofu sem ég vinn á, sem heitir líka Laicale. Ég lærði hárgreiðslu heima, og líka förðun hjá skóla sem hét M Make-up school, sem er ekki til lengur. Svo byrjaði ég að vinna í Mac og vann þar í einhvern tíma áður en ég fluttist hingað. Ég er með bandarískan ríkisborgararétt og vildi nýta hann áður en ég festist heima.“ Hárgreiðslunám frá Íslandi gefur forskot í Bandaríkjunum. „Hér úti er mismunandi eftir fylkjum hvað hárgreiðslunámið er langt. Sums staðar er það ekki nema sex vikur. Í New York og Los Angeles er langlengsta námið, sem er samt ekki nema níu mánuðir. Heima er allt hárgreiðslunám fjögur ár. En það er mikið um námskeið alls staðar hér í New York sem fólk nýtir sér, og ef þú vilt vera á góðri stofu þarftu að læra á hárgreiðslustofu í mörg ár. En hárgreiðslumenn hafa allavegana mjög mismikla menntun og reynslu, og hárgreiðsla er mjög misdýr. Hér er hægt að fá klippingu fyrir sjö dollara og líka fyrir tvö þúsund dollara. Stofan sem ég vinn á er miðlungsdýr og er í Soho. Klipping hér kostar frá 90 dollurum upp í 160.“
RFF Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira