Að vakna til vitundar 15. febrúar 2014 11:30 Það á sér stað andleg vakning á Íslandi þar sem sífellt fleiri eru orðnir meðvitaðir um mikilvægi þess að hlúa að andlegu heilsunni til jafns við þá líkamlegu. Mindfulness, hugleiðsla og íhugun eru nokkrar af þeim aðferðum sem best er að nota til að efla andann og auka kraft. Fréttablaðið ræddi við þrjá einstaklinga sem nota hið andlega til að takast á við amstur dagsins. Margeir Ingólfsson íhugar tvisvar á dag í tuttugu mínútur í senn.Fréttablaðið/DaníelMargeir Ingólfsson:Lærði að njóta augnabliksins„Það er skemmst frá því að segja að ef ég ætti að mæla með einhverju einu til að gera lífið betra þá væri það að stunda hugleiðslu. Hún gegnir lykilhlutverki í lífi mínu. Fjöldamargar rannsóknir hafa bent til þess að það sé ekkert sem við getum gert umfram það allra nauðsynlegasta, eins og að draga andann, hvílast og nærast, sem hefur jafn víðtæk áhrif til þess að bæta heilbrigði okkar, bæði andlega og líkamlega, eins og reglubundin hugleiðsla,“ segir Margeir Ingólfsson, plötusnúður og tónlistarmaður.Hann byrjaði að stunda innhverfa íhugun fyrir fimm árum og hefur síðan þá hugleitt tvisvar á dag, á morgnana og í eftirmiðdaginn, í tuttugu mínútur í senn. Þess háttar íhugun gerir huganum kleift að upplifa eins konar vökult hvíldarástand sem endurnærir hug og líkama. Innhverf íhugun er einföld hugleiðsluaðferð sem er þannig gerð að maður á að geta stundað hana hvar sem er. Hún snýst um að sitja á stól með lokuð augu og hreinsa hugann í tuttugu mínútur.„Ég finn mér alltaf tíma til að hugleiða því galdurinn felst í endurtekningunni, að missa ekki úr. Þá getur maður upplifað tæra vitund og ljómað af friðsæld. Vellíðunartilfinning hríslast um líkamann.“Ástæða þess að Margeir byrjaði að hugleiða var að honum fannst hann eiga erfitt með lifa í núinu. „Ég var alltaf að fara eitthvert. Einhvern veginn alltaf á leiðinni hingað og þangað, en staldraði aldrei við. Það er óþægileg tilfinning að geta ekki notið augnabliksins. Maður sem ég virði og treysti kynnti mig fyrir þessu og ég heillaðist,“ segir Margeir sem lærði svo tæknina hjá Íslenska íhugunarfélaginu. „Þú þarft ekki að tileinka þér neina trú eða heimspeki til að íhuga. Þú þarft ekki einu sinni að trúa því að þetta virki. Þetta snýst í sinni einföldustu mynd um að ýta hugsunum mjúklega frá. Þá sekkur maður dýpra og dýpra í undirmeðvitundina og þar gerast hlutirnir. Þar finnur maður stóru hugmyndirnar.“Margeir segist vera minna þreyttur og með aukna einbeitingu og sköpunarkraft eftir að hann byrjaði að íhuga. „Maður verður sífellt meira maður sjálfur og öðlast dýpri skilning á öllum þáttum lífsins. Og ég veit til þess að afreksíþróttamenn hafa notað þetta til að ná enn betri árangri. Ég þekki til að mynda einn mann sem var mjög góður í borðtennis fyrir en eftir að hann byrjaði að íhuga varð hann ósigrandi,“ segir Margeir að lokum.Tengja líkama og huga ásdís Olsen kennir mindfulness sem meðal annars eflir hugarró og jákvæðni gagnvart hversdeginum. Fréttablaðið/Vilhelm Ásdís Olsen:Of lítil vellíðan í nútímasamfélagi„Mindfulness er öflugasta leiðin sem þekkist í dag til að efla hugarró, einbeitingu, jákvætt hugarfar og vellíðan í daglegu lífi. Hugurinn reynist mörgum okkar erfiður og streita og áhyggjur eru að fara illa með líf okkar og heilsu. Það er því fagnaðarefni að til sé einföld og hagnýt aðferð til að snúa dæminu við. Mindfulness miðar að því að njóta lífsins á líðandi stund í vinsemd og sátt við sjálfan sig og umhverfi sitt. Lífið er hér og nú og það er synd að vera ekki til staðar til að njóta þess,“ segir Ásdís Olsen, en hún er einn helsti sérfræðingur landsins í Mindfulness, sem gjarnan er kallað núvitund eða gjörhygli á Íslensku. Ásdís kennir Mindfulness við Háskóla Íslands ásamt því að flakka á milli fyrirtækja og vinnustaða og halda námskeið og fyrirlestra. Hún telur að ákveðin vakning eigi sér nú stað í íslensku samfélagi varðandi andlega líðan en Mindfulness hefur farið eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim síðustu ár. TIME Magazine leggur forsíðuna undir Mindfulness-byltinguna í síðasta tölublaði og er útgangspunkturinn „að ná fókus í streitufullu tæknisamfélagi nútímans“. „Það nýjasta er Mindfulness-þjálfun starfsmanna hjá öflugustu fyrirtækjum heims eins og Google, General Mills og Harvard Business School, svo dæmi séu tekin,“ segir Ásdís, en bendir á að Mindfulness hafi lengi verið notað af afreksíþróttafólki, í kennaramenntun og í heilbrigðiskerfinu. Það sé hins vegar nýtt að bjóða Mindfulness á vinnustöðum til að hlúa að og efla mannauð og til að auka einbeitingu, sköpun og árangur. „Það er svo lítil vellíðan og hamingja á hlaupunum. Tæknin og hraðinn eru svo mikil að við erum víðs fjarri okkur sjálfum og þeim sem í kringum okkur eru. Við missum af dýrmætum tengslum og upplifunum sem bjóðast á líðandi stund og náum ekki að nýta hæfileika okkar og hugmyndir. Mindfulness er vísindalega samþykkt aðferð og hafa rannsóknir sýnt fram á að ástundun minnkar streitu og áhyggjur, bætir einbeitingu og minni, eykur vellíðan, hamingju og stuðlar að jákvæðara hugarfari. Einnig getur hún jafnað háan blóðþrýsting og gert ónæmiskerfið öflugra. Það má segja að við styrkjum hamingjusvæðin í heilanum sem gera okkur auðveldara fyrir að upplifa jákvæðar tilfinningar í kjölfarið. Það er því góð ástæða til að þjálfa heilann, eins og við sjáum ástæðu til að þjálfa líkama okkar.“ Ásdís uppgötvaði sjálf Mindfulness fyrir um áratug er hún fór að finna fyrir streitu og kvíða. Hún fór að leita leiða til að bæta hugarfar sitt og líðan. Hún fann námskeið í Mindfulness á vegum Bangor-háskóla á Bretlandi, sem var henni alger opinberun. Hún áttaði sig á að þarna var komin lausnin á vanda nútímamannsins. Hún fór síðan í kennaranám í Mindfulness við sama háskóla og hefur síðan verið óþreytandi að miðla aðferðinni hér á landi. „Hugurinn var mér erfiður. Ég átti alltaf von á því versta. Ég mátti ekki heyra í sírenum, þá fór ég að ímynda mér að börnin mín hefðu lent í slysi. Ég var í stöðugri spennu og ótta. Svo varð ég fyrir áfalli sem kveikti á perunni hjá mér. Ég var rifbeinsbrotin og dóttir mín rakst aðeins í mig þannig að ég fann nístandi sársauka. Hugurinn minn sagði mér að rifið hefði tætt í sundur innyflin og ég væri að deyja. Líkaminn brást við eins og hugurinn boðaði og ég fann hvernig mér var að blæða út og ég var að missa andann. Það var kallað í sjúkrabíl og ég fór með hraði upp á sjúkrahús,“ segir Ásdís og brosir er hún rifjar upp þessa tíu ára gömlu sögu. „Þegar upp á spítala kom fékk ég verstu fréttir sem ég hafði heyrt, það var ekkert líkamlegt að mér. Þá vissi ég að það var eitthvað mikið að mér og læknarnir gátu ekki lagað það. Hugurinn var að leika mig grátt. Það voru því góð ráð dýr og ég fór að lesa mér til. Mindfulness gjörbreytti lífi mínu. Ég vissi ekkert um huga minn og hvernig viðhorf mín móta upplifun mína og líðan. Mér finnst þetta vera það mikilvægasta sem ég hef lært í lífinu, og að allir eigi rétt á þessari vitneskju um sjálfa sig. Þessi þekking er svo miklu hagnýtari en öll algebran sem við lærum í skóla, eða orðflokkagreiningin og þekkingin á meiósu- og mítósu-frumuskiptingu.“Ástríðufullur Tolli kennir föngum á Litla-Hrauni hugleiðslu einu sinni í viku og segir fíkla hafa notað hugleiðsluna til að halda sér edrú. Fréttablaðið/vilhelm Tolli Morthens:Hugleiðir með föngunum á Litla Hrauni „Ég er á bólakafi í þessu og hugleiði hvar sem er og hvenær sem er. Hugleiðsla snýst um framkvæmd, aga og að uppskera. Fyrir mér er þetta eins og lýsið í gamla daga,“ segir myndlistarmaðurinn Tolli Morthens. Tolli hefur stundað hugleiðslu í fimm ár og kynntist því í gegnum 12 spora samtökin. Hann er í hugleiðsluhóp í Hugleiðslumiðstöðinni og stundar það sem kallast núvitundarhugleiðsla og á rætur að rekja til búddisma. Tolli hefur ferðast til Tíbets tvisvar sinnum til að hugleiða. Einnig er hann með svokallað svett, eða svitaskála, í sveitinni hjá sér sem hann stundar ásamt hópi fólks. „Manneskjan er svo mikil græja sem við þurfum að stinga í samband. Við erum föst á hraðbraut lífsins og erum utan þjónustusvæðis í raun og veru. Mér finnst ég hafa endurheimt gleðina og kærleikann úr bernskunni eftir að ég byrjaði að hugleiða. Fór úr fortíð og framtíð í núið.“ Einu sinni í viku fer Tolli austur á Litla-Hraun þar sem hann er með hugleiðslunámskeið fyrir fanga. Þar kennir hann núvitundarhugleiðslu og segir ákveðinn kjarna alltaf mæta til sín. „Við byrjum á því að lesa saman, hugleiðum svo í tuttugu mínútur og deilum svo reynslunni af því. Þetta er klukkutími í senn. Um 80 prósent af þeim sem mæta eru fíklar sem geta einnig notað hugleiðsluna til þess að halda sér edrú. Við höldum einnig hópinn þegar út er komið sem getur hjálpað þeim að halda sig frekar á beinu brautinni.“ Tolli er ástríðufullur þegar kemur að hugleiðslunni og mikið í mun að breiða út boðskapinn. Hann er meðal skipuleggjanda verkefnisins Friðsæld í febrúar sem hefst 23. febrúar þar sem markmiðið er að vekja athygli á hugleiðslu. Einnig hefur Tolli, ásamt hópi hugsjónafólks, látið hanna fyrir sig svokallað hugleiðsluapp, eða smáforrit, að erlendri fyrirmynd. Það á að hjálpa fólki að stunda hugleiðslu hvar sem er og hvenær sem er í dagsins amstri. „Þetta er fyrsta hugleiðsluappið á íslensku og inniheldur meðal annars leiðsögn í núvitund og hugleiðsluæfingar. Maður á að geta sett appið af stað ef maður er í pásu í vinnunni og hugleitt í tíu mínútur,“ segir Tolli en appið verður tilbúið á næstu vikum. Heilsa Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Sjá meira
Það á sér stað andleg vakning á Íslandi þar sem sífellt fleiri eru orðnir meðvitaðir um mikilvægi þess að hlúa að andlegu heilsunni til jafns við þá líkamlegu. Mindfulness, hugleiðsla og íhugun eru nokkrar af þeim aðferðum sem best er að nota til að efla andann og auka kraft. Fréttablaðið ræddi við þrjá einstaklinga sem nota hið andlega til að takast á við amstur dagsins. Margeir Ingólfsson íhugar tvisvar á dag í tuttugu mínútur í senn.Fréttablaðið/DaníelMargeir Ingólfsson:Lærði að njóta augnabliksins„Það er skemmst frá því að segja að ef ég ætti að mæla með einhverju einu til að gera lífið betra þá væri það að stunda hugleiðslu. Hún gegnir lykilhlutverki í lífi mínu. Fjöldamargar rannsóknir hafa bent til þess að það sé ekkert sem við getum gert umfram það allra nauðsynlegasta, eins og að draga andann, hvílast og nærast, sem hefur jafn víðtæk áhrif til þess að bæta heilbrigði okkar, bæði andlega og líkamlega, eins og reglubundin hugleiðsla,“ segir Margeir Ingólfsson, plötusnúður og tónlistarmaður.Hann byrjaði að stunda innhverfa íhugun fyrir fimm árum og hefur síðan þá hugleitt tvisvar á dag, á morgnana og í eftirmiðdaginn, í tuttugu mínútur í senn. Þess háttar íhugun gerir huganum kleift að upplifa eins konar vökult hvíldarástand sem endurnærir hug og líkama. Innhverf íhugun er einföld hugleiðsluaðferð sem er þannig gerð að maður á að geta stundað hana hvar sem er. Hún snýst um að sitja á stól með lokuð augu og hreinsa hugann í tuttugu mínútur.„Ég finn mér alltaf tíma til að hugleiða því galdurinn felst í endurtekningunni, að missa ekki úr. Þá getur maður upplifað tæra vitund og ljómað af friðsæld. Vellíðunartilfinning hríslast um líkamann.“Ástæða þess að Margeir byrjaði að hugleiða var að honum fannst hann eiga erfitt með lifa í núinu. „Ég var alltaf að fara eitthvert. Einhvern veginn alltaf á leiðinni hingað og þangað, en staldraði aldrei við. Það er óþægileg tilfinning að geta ekki notið augnabliksins. Maður sem ég virði og treysti kynnti mig fyrir þessu og ég heillaðist,“ segir Margeir sem lærði svo tæknina hjá Íslenska íhugunarfélaginu. „Þú þarft ekki að tileinka þér neina trú eða heimspeki til að íhuga. Þú þarft ekki einu sinni að trúa því að þetta virki. Þetta snýst í sinni einföldustu mynd um að ýta hugsunum mjúklega frá. Þá sekkur maður dýpra og dýpra í undirmeðvitundina og þar gerast hlutirnir. Þar finnur maður stóru hugmyndirnar.“Margeir segist vera minna þreyttur og með aukna einbeitingu og sköpunarkraft eftir að hann byrjaði að íhuga. „Maður verður sífellt meira maður sjálfur og öðlast dýpri skilning á öllum þáttum lífsins. Og ég veit til þess að afreksíþróttamenn hafa notað þetta til að ná enn betri árangri. Ég þekki til að mynda einn mann sem var mjög góður í borðtennis fyrir en eftir að hann byrjaði að íhuga varð hann ósigrandi,“ segir Margeir að lokum.Tengja líkama og huga ásdís Olsen kennir mindfulness sem meðal annars eflir hugarró og jákvæðni gagnvart hversdeginum. Fréttablaðið/Vilhelm Ásdís Olsen:Of lítil vellíðan í nútímasamfélagi„Mindfulness er öflugasta leiðin sem þekkist í dag til að efla hugarró, einbeitingu, jákvætt hugarfar og vellíðan í daglegu lífi. Hugurinn reynist mörgum okkar erfiður og streita og áhyggjur eru að fara illa með líf okkar og heilsu. Það er því fagnaðarefni að til sé einföld og hagnýt aðferð til að snúa dæminu við. Mindfulness miðar að því að njóta lífsins á líðandi stund í vinsemd og sátt við sjálfan sig og umhverfi sitt. Lífið er hér og nú og það er synd að vera ekki til staðar til að njóta þess,“ segir Ásdís Olsen, en hún er einn helsti sérfræðingur landsins í Mindfulness, sem gjarnan er kallað núvitund eða gjörhygli á Íslensku. Ásdís kennir Mindfulness við Háskóla Íslands ásamt því að flakka á milli fyrirtækja og vinnustaða og halda námskeið og fyrirlestra. Hún telur að ákveðin vakning eigi sér nú stað í íslensku samfélagi varðandi andlega líðan en Mindfulness hefur farið eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim síðustu ár. TIME Magazine leggur forsíðuna undir Mindfulness-byltinguna í síðasta tölublaði og er útgangspunkturinn „að ná fókus í streitufullu tæknisamfélagi nútímans“. „Það nýjasta er Mindfulness-þjálfun starfsmanna hjá öflugustu fyrirtækjum heims eins og Google, General Mills og Harvard Business School, svo dæmi séu tekin,“ segir Ásdís, en bendir á að Mindfulness hafi lengi verið notað af afreksíþróttafólki, í kennaramenntun og í heilbrigðiskerfinu. Það sé hins vegar nýtt að bjóða Mindfulness á vinnustöðum til að hlúa að og efla mannauð og til að auka einbeitingu, sköpun og árangur. „Það er svo lítil vellíðan og hamingja á hlaupunum. Tæknin og hraðinn eru svo mikil að við erum víðs fjarri okkur sjálfum og þeim sem í kringum okkur eru. Við missum af dýrmætum tengslum og upplifunum sem bjóðast á líðandi stund og náum ekki að nýta hæfileika okkar og hugmyndir. Mindfulness er vísindalega samþykkt aðferð og hafa rannsóknir sýnt fram á að ástundun minnkar streitu og áhyggjur, bætir einbeitingu og minni, eykur vellíðan, hamingju og stuðlar að jákvæðara hugarfari. Einnig getur hún jafnað háan blóðþrýsting og gert ónæmiskerfið öflugra. Það má segja að við styrkjum hamingjusvæðin í heilanum sem gera okkur auðveldara fyrir að upplifa jákvæðar tilfinningar í kjölfarið. Það er því góð ástæða til að þjálfa heilann, eins og við sjáum ástæðu til að þjálfa líkama okkar.“ Ásdís uppgötvaði sjálf Mindfulness fyrir um áratug er hún fór að finna fyrir streitu og kvíða. Hún fór að leita leiða til að bæta hugarfar sitt og líðan. Hún fann námskeið í Mindfulness á vegum Bangor-háskóla á Bretlandi, sem var henni alger opinberun. Hún áttaði sig á að þarna var komin lausnin á vanda nútímamannsins. Hún fór síðan í kennaranám í Mindfulness við sama háskóla og hefur síðan verið óþreytandi að miðla aðferðinni hér á landi. „Hugurinn var mér erfiður. Ég átti alltaf von á því versta. Ég mátti ekki heyra í sírenum, þá fór ég að ímynda mér að börnin mín hefðu lent í slysi. Ég var í stöðugri spennu og ótta. Svo varð ég fyrir áfalli sem kveikti á perunni hjá mér. Ég var rifbeinsbrotin og dóttir mín rakst aðeins í mig þannig að ég fann nístandi sársauka. Hugurinn minn sagði mér að rifið hefði tætt í sundur innyflin og ég væri að deyja. Líkaminn brást við eins og hugurinn boðaði og ég fann hvernig mér var að blæða út og ég var að missa andann. Það var kallað í sjúkrabíl og ég fór með hraði upp á sjúkrahús,“ segir Ásdís og brosir er hún rifjar upp þessa tíu ára gömlu sögu. „Þegar upp á spítala kom fékk ég verstu fréttir sem ég hafði heyrt, það var ekkert líkamlegt að mér. Þá vissi ég að það var eitthvað mikið að mér og læknarnir gátu ekki lagað það. Hugurinn var að leika mig grátt. Það voru því góð ráð dýr og ég fór að lesa mér til. Mindfulness gjörbreytti lífi mínu. Ég vissi ekkert um huga minn og hvernig viðhorf mín móta upplifun mína og líðan. Mér finnst þetta vera það mikilvægasta sem ég hef lært í lífinu, og að allir eigi rétt á þessari vitneskju um sjálfa sig. Þessi þekking er svo miklu hagnýtari en öll algebran sem við lærum í skóla, eða orðflokkagreiningin og þekkingin á meiósu- og mítósu-frumuskiptingu.“Ástríðufullur Tolli kennir föngum á Litla-Hrauni hugleiðslu einu sinni í viku og segir fíkla hafa notað hugleiðsluna til að halda sér edrú. Fréttablaðið/vilhelm Tolli Morthens:Hugleiðir með föngunum á Litla Hrauni „Ég er á bólakafi í þessu og hugleiði hvar sem er og hvenær sem er. Hugleiðsla snýst um framkvæmd, aga og að uppskera. Fyrir mér er þetta eins og lýsið í gamla daga,“ segir myndlistarmaðurinn Tolli Morthens. Tolli hefur stundað hugleiðslu í fimm ár og kynntist því í gegnum 12 spora samtökin. Hann er í hugleiðsluhóp í Hugleiðslumiðstöðinni og stundar það sem kallast núvitundarhugleiðsla og á rætur að rekja til búddisma. Tolli hefur ferðast til Tíbets tvisvar sinnum til að hugleiða. Einnig er hann með svokallað svett, eða svitaskála, í sveitinni hjá sér sem hann stundar ásamt hópi fólks. „Manneskjan er svo mikil græja sem við þurfum að stinga í samband. Við erum föst á hraðbraut lífsins og erum utan þjónustusvæðis í raun og veru. Mér finnst ég hafa endurheimt gleðina og kærleikann úr bernskunni eftir að ég byrjaði að hugleiða. Fór úr fortíð og framtíð í núið.“ Einu sinni í viku fer Tolli austur á Litla-Hraun þar sem hann er með hugleiðslunámskeið fyrir fanga. Þar kennir hann núvitundarhugleiðslu og segir ákveðinn kjarna alltaf mæta til sín. „Við byrjum á því að lesa saman, hugleiðum svo í tuttugu mínútur og deilum svo reynslunni af því. Þetta er klukkutími í senn. Um 80 prósent af þeim sem mæta eru fíklar sem geta einnig notað hugleiðsluna til þess að halda sér edrú. Við höldum einnig hópinn þegar út er komið sem getur hjálpað þeim að halda sig frekar á beinu brautinni.“ Tolli er ástríðufullur þegar kemur að hugleiðslunni og mikið í mun að breiða út boðskapinn. Hann er meðal skipuleggjanda verkefnisins Friðsæld í febrúar sem hefst 23. febrúar þar sem markmiðið er að vekja athygli á hugleiðslu. Einnig hefur Tolli, ásamt hópi hugsjónafólks, látið hanna fyrir sig svokallað hugleiðsluapp, eða smáforrit, að erlendri fyrirmynd. Það á að hjálpa fólki að stunda hugleiðslu hvar sem er og hvenær sem er í dagsins amstri. „Þetta er fyrsta hugleiðsluappið á íslensku og inniheldur meðal annars leiðsögn í núvitund og hugleiðsluæfingar. Maður á að geta sett appið af stað ef maður er í pásu í vinnunni og hugleitt í tíu mínútur,“ segir Tolli en appið verður tilbúið á næstu vikum.
Heilsa Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Sjá meira