Öqvist: Það var frábært að þjálfa þessa stráka Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2014 07:00 Peter Öqvist er orðaður við sænska landsliðsþjálfarastarfið Vísir/Stefán „Það var frábært að þjálfa þessa stráka. Þeir eru alveg frábærir og ákvörðun mín tengist þeim á engan hátt,“ segir Svíinn Peter Öqvist sem heldur ekki áfram sem landsliðsþjálfari í körfubolta. Hann stýrði Íslandi í tveimur undankeppnum auk þess sem hann fór með liðið á sterkt alþjóðlegt mót í Kína þar sem unnust frábærir sigrar á Makedóníu og Svartfjallalandi. „Það er af fjölskylduástæðum sem ég verð að segja starfinu lausu. Við erum að eignast okkar þriðja barn á næstunni og það eru ýmsir praktískir hlutir sem eru erfiðir hvað varðar að fara með alla fjölskylduna til annars lands. Við verðum að vera í Svíþjóð í sumar,“ segir Öqvist í samtali við Fréttablaðið en hann er stoltur af verkum sínum með íslenska liðið. „Ég er mjög stoltur af því hvernig strákarnir og spilamennska okkar hefur orðið betri. Við spilum körfubolta sem við getum verið stoltir af. Við höfum líka verið að vinna mjög góð lið og gefa öðrum góðum liðum hörkuleiki.“ Öqvist segist mæla árangurinn í þeim liðum sem Ísland hefur skilið eftir fyrir aftan sig á styrkleikalista FIBA en Ísland var 22. sterkasta liðið í drættinum fyrir undankeppni EM 2015 þegar dregið var. „Fyrir neðan okkur eru þjóðir sem við höfum verið að klifra upp fyrir. Þannig sjáum við hvernig liðið var orðið betra. Þetta er staða sem KKÍ þarf að reyna halda og hægt en örugglega setja fleiri þjóðir fyrir aftan sig,“ segir Öqvist. Tímasetningin á brotthvarfi Öqvists hentar honum vel því samningur hans hans hjá Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni rennur út í sumar og þá er sænska landsliðsþjálfarastarfið laust. „Ég er bara hugsa um að klára tímabilið með Sundsvall. Sænska starfið er laust og við sjáum bara til hvern þeir velja. Þetta er allavega síðasta árið mitt með Sundsvall þannig það er allt opið,“ segir Peter Öqvist. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
„Það var frábært að þjálfa þessa stráka. Þeir eru alveg frábærir og ákvörðun mín tengist þeim á engan hátt,“ segir Svíinn Peter Öqvist sem heldur ekki áfram sem landsliðsþjálfari í körfubolta. Hann stýrði Íslandi í tveimur undankeppnum auk þess sem hann fór með liðið á sterkt alþjóðlegt mót í Kína þar sem unnust frábærir sigrar á Makedóníu og Svartfjallalandi. „Það er af fjölskylduástæðum sem ég verð að segja starfinu lausu. Við erum að eignast okkar þriðja barn á næstunni og það eru ýmsir praktískir hlutir sem eru erfiðir hvað varðar að fara með alla fjölskylduna til annars lands. Við verðum að vera í Svíþjóð í sumar,“ segir Öqvist í samtali við Fréttablaðið en hann er stoltur af verkum sínum með íslenska liðið. „Ég er mjög stoltur af því hvernig strákarnir og spilamennska okkar hefur orðið betri. Við spilum körfubolta sem við getum verið stoltir af. Við höfum líka verið að vinna mjög góð lið og gefa öðrum góðum liðum hörkuleiki.“ Öqvist segist mæla árangurinn í þeim liðum sem Ísland hefur skilið eftir fyrir aftan sig á styrkleikalista FIBA en Ísland var 22. sterkasta liðið í drættinum fyrir undankeppni EM 2015 þegar dregið var. „Fyrir neðan okkur eru þjóðir sem við höfum verið að klifra upp fyrir. Þannig sjáum við hvernig liðið var orðið betra. Þetta er staða sem KKÍ þarf að reyna halda og hægt en örugglega setja fleiri þjóðir fyrir aftan sig,“ segir Öqvist. Tímasetningin á brotthvarfi Öqvists hentar honum vel því samningur hans hans hjá Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni rennur út í sumar og þá er sænska landsliðsþjálfarastarfið laust. „Ég er bara hugsa um að klára tímabilið með Sundsvall. Sænska starfið er laust og við sjáum bara til hvern þeir velja. Þetta er allavega síðasta árið mitt með Sundsvall þannig það er allt opið,“ segir Peter Öqvist.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum