Með upphandleggi á stærð við gulrót Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 06:00 Nýr sigurvegari var krýndur í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaseríu heims í vikunni. Allir keppendur eiga við offituvandamál að stríða í byrjun seríunnar og er sigurvegarinn sá sem nær að losa sig við hæstu prósentu líkamsþyngdar sinnar. Í þetta sinn stóð 24 ára kona uppi sem sigurvegari. Í úrslitaþættinum var hún rúm 47 kíló. Þegar í ljós kom að þessi indæla stúlka hrósaði sigri stóðu allir í salnum upp og klöppuðu. Þegar myndavélin skannaði áhorfendur sást aðdáunarglampi í augum margra kvenna og karla. Svo var myndavélinni beint að einkaþjálfurunum sem leiðbeina keppendum. Viðbrögð þeirra voru langt frá því að lýsa aðdáun. Þarna stóð sigurvegarinn. Í sömu fatastærð og grunnskólabarn. Útúr víraður og kinnfiskasoginn og minnti helst á amfetamínsjúkling. Með upphandleggi á stærð við meðalstóra gulrót. En hún vann. Hún vann fjórðung úr milljón dollara. Tæpar þrjátíu milljónir króna. Hingað til hefur þessi þáttur verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef horft á allar seríurnar sem hafa verið framleiddar vestan hafs síðan árið 2002. Ég elska að sjá fólk finna vonina á ný, sigrast á sjálfu sér og endurheimta líf sitt. Ófá tárin hafa lekið niður mínar kinnar í gegnum árin og tilfinningin sem ég hef alltaf fundið þegar ég horfi á úrslitaþáttinn er gleði. Í ár var annað uppi á teningnum. Í ár brá mér vægast sagt. Ég sá ekkert gleðilegt við þessa vesalings stúlku sem stóð uppi á sviðinu eins og sýningardýr. Búin að leggja heilsu sína að veði fyrir þrjátíu milljónir króna. Í fyrsta sinn var ég ekki #TeamBiggestLoser eins og ég myndi kassmerkja það á Twitter. Ég vona svo innilega að þessi blessaða stúlka átti sig á því að þessi lífsstíll hennar er ekki öfundsverður. Ég vona það heitt að hún eigi góða að í kringum sig sem geta beint henni á rétta, heilbrigðari braut. Ég vona líka að ég eigi aldrei aftur eftir að fyllast vonleysi og depurð þegar ég horfi á minn eftirlætissjónvarpsþátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun
Nýr sigurvegari var krýndur í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaseríu heims í vikunni. Allir keppendur eiga við offituvandamál að stríða í byrjun seríunnar og er sigurvegarinn sá sem nær að losa sig við hæstu prósentu líkamsþyngdar sinnar. Í þetta sinn stóð 24 ára kona uppi sem sigurvegari. Í úrslitaþættinum var hún rúm 47 kíló. Þegar í ljós kom að þessi indæla stúlka hrósaði sigri stóðu allir í salnum upp og klöppuðu. Þegar myndavélin skannaði áhorfendur sást aðdáunarglampi í augum margra kvenna og karla. Svo var myndavélinni beint að einkaþjálfurunum sem leiðbeina keppendum. Viðbrögð þeirra voru langt frá því að lýsa aðdáun. Þarna stóð sigurvegarinn. Í sömu fatastærð og grunnskólabarn. Útúr víraður og kinnfiskasoginn og minnti helst á amfetamínsjúkling. Með upphandleggi á stærð við meðalstóra gulrót. En hún vann. Hún vann fjórðung úr milljón dollara. Tæpar þrjátíu milljónir króna. Hingað til hefur þessi þáttur verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef horft á allar seríurnar sem hafa verið framleiddar vestan hafs síðan árið 2002. Ég elska að sjá fólk finna vonina á ný, sigrast á sjálfu sér og endurheimta líf sitt. Ófá tárin hafa lekið niður mínar kinnar í gegnum árin og tilfinningin sem ég hef alltaf fundið þegar ég horfi á úrslitaþáttinn er gleði. Í ár var annað uppi á teningnum. Í ár brá mér vægast sagt. Ég sá ekkert gleðilegt við þessa vesalings stúlku sem stóð uppi á sviðinu eins og sýningardýr. Búin að leggja heilsu sína að veði fyrir þrjátíu milljónir króna. Í fyrsta sinn var ég ekki #TeamBiggestLoser eins og ég myndi kassmerkja það á Twitter. Ég vona svo innilega að þessi blessaða stúlka átti sig á því að þessi lífsstíll hennar er ekki öfundsverður. Ég vona það heitt að hún eigi góða að í kringum sig sem geta beint henni á rétta, heilbrigðari braut. Ég vona líka að ég eigi aldrei aftur eftir að fyllast vonleysi og depurð þegar ég horfi á minn eftirlætissjónvarpsþátt.