„Eina sem þurfti var sjálfstraust“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2014 08:00 Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, ræðir við sína leikmenn. fréttablaðið/Daníel Svo virðist sem lið í efstu deild kvenna í handbolta séu jafnari nú en oft áður, ef marka má úrslit helgarinnar í Olísdeildinni. Haukar, sem eru í áttunda sæti, gerðu sér lítið fyrir og skelltu Val, 31-27, í Vodafone-höllinni og þá varð HK aðeins annað liðið í vetur til að taka stig af toppliði Stjörnunnar er liðin skildu jöfn, 18-18. Þá má einnig nefna að Fylkir stóð lengi vel í Íslandsmeisturum Fram en tapaði á endanum með tveggja marka mun. „Það er í raun ekkert sem breyttist hjá okkur. Við erum með ungt lið sem tekist hefur að byggja upp síðustu tvö ár, jafnt og þétt,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Fréttablaðið um helgina. Þetta var fimmti sigur Hauka í röð í bæði deild og bikar en liðið er komið í undanúrslit í Coca-Cola-bikar kvenna. „Það þurfti bara að efla sjálfstraustið í liðinu og það hefur tekist með þessum sigrum,“ bætir Halldór Harri við en úrslitahelgin í bikarnum fer fram í lok mánaðarins. „Það eru ekkert nema sterk lið eftir í bikarnum en þessi sigur okkar um helgina sýndi að við eigum fullt erindi í höllina og ætlum ekki að fara þangað bara til að vera með.“Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, segir ýmislegt benda til þess að leikar séu að jafnast í deildinni. „Við höfðum fulla trú á því að við gætum náð góðum úrslitum gegn Stjörnunni og mættum tilbúin í leikinn. Stjarnan hefur átt frábært tímabil en þetta sýnir að það getur enn allt gerst í deildinni,“ segir Hilmar. Stjörnukonur geta þó verið sáttar við stigið gegn HK því liðið færði sér tap Vals í nyt og jók forystu sína á toppnum í sex stig. Alls komast átta lið í úrslitakeppni deildarinnar í vor. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. 8. febrúar 2014 18:03 Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Svo virðist sem lið í efstu deild kvenna í handbolta séu jafnari nú en oft áður, ef marka má úrslit helgarinnar í Olísdeildinni. Haukar, sem eru í áttunda sæti, gerðu sér lítið fyrir og skelltu Val, 31-27, í Vodafone-höllinni og þá varð HK aðeins annað liðið í vetur til að taka stig af toppliði Stjörnunnar er liðin skildu jöfn, 18-18. Þá má einnig nefna að Fylkir stóð lengi vel í Íslandsmeisturum Fram en tapaði á endanum með tveggja marka mun. „Það er í raun ekkert sem breyttist hjá okkur. Við erum með ungt lið sem tekist hefur að byggja upp síðustu tvö ár, jafnt og þétt,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Fréttablaðið um helgina. Þetta var fimmti sigur Hauka í röð í bæði deild og bikar en liðið er komið í undanúrslit í Coca-Cola-bikar kvenna. „Það þurfti bara að efla sjálfstraustið í liðinu og það hefur tekist með þessum sigrum,“ bætir Halldór Harri við en úrslitahelgin í bikarnum fer fram í lok mánaðarins. „Það eru ekkert nema sterk lið eftir í bikarnum en þessi sigur okkar um helgina sýndi að við eigum fullt erindi í höllina og ætlum ekki að fara þangað bara til að vera með.“Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, segir ýmislegt benda til þess að leikar séu að jafnast í deildinni. „Við höfðum fulla trú á því að við gætum náð góðum úrslitum gegn Stjörnunni og mættum tilbúin í leikinn. Stjarnan hefur átt frábært tímabil en þetta sýnir að það getur enn allt gerst í deildinni,“ segir Hilmar. Stjörnukonur geta þó verið sáttar við stigið gegn HK því liðið færði sér tap Vals í nyt og jók forystu sína á toppnum í sex stig. Alls komast átta lið í úrslitakeppni deildarinnar í vor.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. 8. febrúar 2014 18:03 Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. 8. febrúar 2014 18:03
Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56