Samfylkingin endurheimti fylgi ungs fólks Magnús Már Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Samfylkingin þarf að hugsa stórt í komandi kosningabaráttu. Ég trúi því að Samfylkingin geti endurheimt fylgi ungra kjósenda, með því að leggja fram heildstæðar lausnir svo sem í dagvistunarmálum, húsnæðismálum og jafnréttismálum í kosningabaráttunni. Þessi mál ríma vel við grunnstef félagshyggjunnar og ég vil beita mér fyrir því að klassísk gildi jafnaðarmanna verði leiðarljósið í kosningabaráttu Samfylkingarinnar í vor.Mikilvægi ungliðahreyfingarinnar Sem formaður Ungra jafnaðarmanna árið 2006-2007 og einnig framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna árið 2004 og 2006 tók ég þátt í því ásamt félögum mínum í ungliðahreyfingunni að stýra kosningabaráttu flokksins um málefni ungs fólks. Samfylkingin náði frábærum árangi á þessum árum, en flokkurinn naut mests eða næstmests fylgis meðal fólks á aldrinum 18-40 ára í kosningunum 2003 og 2007. Ungliðar í Ungum jafnaðarmönnum eru auðvitað meðvitaðir um það hvaða mál eru ungu fólk ofarlega í huga. Nú eru það húsnæðismálin, og ekki síst staðan á leigumarkaði, sem ungt fólk er með hugann við. Ungar fjölskyldur setja leikskólamálin ofarlega á blað yfir brýnustu hagsmunamál og allt félagshyggjufólk vill að kynin séu metin að verðleikum en svo er ekki í dag eins og endurteknar rannsóknir á kynbundnum launamun sýna okkur. En stjórnmál og kosningabarátta eiga að vera skemmtileg og laða til sín fólk. Við þurfum að hafa burði til þess að kynna stefnumál, hugsjónir og frambjóðendur okkar á skemmtilegan hátt. Samfylkingin tók að sér gríðarlega erfitt verk á landsvísu eftir hrun og við því mátti búast að það þunga og erfiða verkefni myndi bitna á fylgi flokksins. Nú er hins vegar að mínu viti tímabært að sækja fram, full sjálfsöryggis og full bjartsýni.Baráttan í vor verði skemmtileg Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjavík búa yfir mikilli reynslu sem er gríðarlega þýðingarmikið. Jafnframt er mikilvægt að ný sjónarmið heyrist í bland við reynslumeiri og að framboðslisti okkar hafi breiða skírskotun og höfði til borgarbúa af báðum kynjum, á ólíkum aldri, í mismunandi hverfum, með ólíkan bakgrunn og svo framvegis. Ég hef töluverða reynslu af því að starfa innan Samfylkingarinnar, m.a. sem formaður Ungra jafnaðarmanna og ritari framkvæmdastjórnar flokksins, en hef síðustu árin einbeitt mér að starfi mínu sem kennari og þar áður við blaðamennsku og finn nú löngun til þess að leggja mitt af mörkum í kosningabaráttunni í vor. Þess vegna býð ég fram krafta mína og gef kost á mér í 4.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 7.-8. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin þarf að hugsa stórt í komandi kosningabaráttu. Ég trúi því að Samfylkingin geti endurheimt fylgi ungra kjósenda, með því að leggja fram heildstæðar lausnir svo sem í dagvistunarmálum, húsnæðismálum og jafnréttismálum í kosningabaráttunni. Þessi mál ríma vel við grunnstef félagshyggjunnar og ég vil beita mér fyrir því að klassísk gildi jafnaðarmanna verði leiðarljósið í kosningabaráttu Samfylkingarinnar í vor.Mikilvægi ungliðahreyfingarinnar Sem formaður Ungra jafnaðarmanna árið 2006-2007 og einnig framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna árið 2004 og 2006 tók ég þátt í því ásamt félögum mínum í ungliðahreyfingunni að stýra kosningabaráttu flokksins um málefni ungs fólks. Samfylkingin náði frábærum árangi á þessum árum, en flokkurinn naut mests eða næstmests fylgis meðal fólks á aldrinum 18-40 ára í kosningunum 2003 og 2007. Ungliðar í Ungum jafnaðarmönnum eru auðvitað meðvitaðir um það hvaða mál eru ungu fólk ofarlega í huga. Nú eru það húsnæðismálin, og ekki síst staðan á leigumarkaði, sem ungt fólk er með hugann við. Ungar fjölskyldur setja leikskólamálin ofarlega á blað yfir brýnustu hagsmunamál og allt félagshyggjufólk vill að kynin séu metin að verðleikum en svo er ekki í dag eins og endurteknar rannsóknir á kynbundnum launamun sýna okkur. En stjórnmál og kosningabarátta eiga að vera skemmtileg og laða til sín fólk. Við þurfum að hafa burði til þess að kynna stefnumál, hugsjónir og frambjóðendur okkar á skemmtilegan hátt. Samfylkingin tók að sér gríðarlega erfitt verk á landsvísu eftir hrun og við því mátti búast að það þunga og erfiða verkefni myndi bitna á fylgi flokksins. Nú er hins vegar að mínu viti tímabært að sækja fram, full sjálfsöryggis og full bjartsýni.Baráttan í vor verði skemmtileg Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjavík búa yfir mikilli reynslu sem er gríðarlega þýðingarmikið. Jafnframt er mikilvægt að ný sjónarmið heyrist í bland við reynslumeiri og að framboðslisti okkar hafi breiða skírskotun og höfði til borgarbúa af báðum kynjum, á ólíkum aldri, í mismunandi hverfum, með ólíkan bakgrunn og svo framvegis. Ég hef töluverða reynslu af því að starfa innan Samfylkingarinnar, m.a. sem formaður Ungra jafnaðarmanna og ritari framkvæmdastjórnar flokksins, en hef síðustu árin einbeitt mér að starfi mínu sem kennari og þar áður við blaðamennsku og finn nú löngun til þess að leggja mitt af mörkum í kosningabaráttunni í vor. Þess vegna býð ég fram krafta mína og gef kost á mér í 4.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 7.-8. febrúar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun