Opið bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Ágæti ráðherra. Landssamtökunum Þroskahjálp hefur borist fjöldi ábendinga og kvartana vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi nú um áramótin. Þessi breyting hefur í för með sér verulega kjaraskerðingu hjá því fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur að staðaldri. Samkvæmt upplýsingum sem samtökin hafa aflað sér getur kostnaðarþátttaka hjá fullorðnum einstaklingi numið 4-5.000 krónum á mánuði. Þær u.þ.b 5.700 króna auknu ráðstafanatekjur sem margir af skjólstæðingum samtakanna fengu nú um áramót vegna verðlagshækkana örorkulífeyris hefur ríkissjóði tekist að ná til baka að stærstum hluta. Fyrir manneskju sem eingöngu hefur tekjur sínar af örorkulífeyri er hér um að ræða alvarlega og viðvarandi kjaraskerðingu sem ekki getur talist ásættanleg. Kaup á bleyjum geta ekki talist til eðlilegra útgjalda fyrir fólk sem komið er af barnsaldri og engar líkur á að um misnotkun sé að ræða enda ekki varningur sem er eftirsóttur nema fyrir þá sem þurfa nauðsynlega á honum að halda. Því eru öll rök fyrir því að það sé bæði sanngjarnt og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands taki 100% þátt í kostnaði við bleyjukaup. Landssamtökin Þroskahjálp fara fram á það við ráðherra að hann endurskoði umrædda reglugerð og færi hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Jafnframt vilja samtökin benda á að þær breytingar sem gerðar hafa verið á bótum almannatrygginga og skattamálum að undanförnu hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða sem einvörðungu hafa bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Hagur þessara einstaklinga mun því hreinlega versna frá því sem áður var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra. Landssamtökunum Þroskahjálp hefur borist fjöldi ábendinga og kvartana vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi nú um áramótin. Þessi breyting hefur í för með sér verulega kjaraskerðingu hjá því fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur að staðaldri. Samkvæmt upplýsingum sem samtökin hafa aflað sér getur kostnaðarþátttaka hjá fullorðnum einstaklingi numið 4-5.000 krónum á mánuði. Þær u.þ.b 5.700 króna auknu ráðstafanatekjur sem margir af skjólstæðingum samtakanna fengu nú um áramót vegna verðlagshækkana örorkulífeyris hefur ríkissjóði tekist að ná til baka að stærstum hluta. Fyrir manneskju sem eingöngu hefur tekjur sínar af örorkulífeyri er hér um að ræða alvarlega og viðvarandi kjaraskerðingu sem ekki getur talist ásættanleg. Kaup á bleyjum geta ekki talist til eðlilegra útgjalda fyrir fólk sem komið er af barnsaldri og engar líkur á að um misnotkun sé að ræða enda ekki varningur sem er eftirsóttur nema fyrir þá sem þurfa nauðsynlega á honum að halda. Því eru öll rök fyrir því að það sé bæði sanngjarnt og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands taki 100% þátt í kostnaði við bleyjukaup. Landssamtökin Þroskahjálp fara fram á það við ráðherra að hann endurskoði umrædda reglugerð og færi hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Jafnframt vilja samtökin benda á að þær breytingar sem gerðar hafa verið á bótum almannatrygginga og skattamálum að undanförnu hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða sem einvörðungu hafa bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Hagur þessara einstaklinga mun því hreinlega versna frá því sem áður var.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun