Danirnir kolféllu aftur á prófinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2014 06:00 Fyrirliðinn Jérôme Fernandez lyftir bikarnum á loft umkringdur frönsku hetjunum sem spila aldrei betur en í úrslitaleikjum. Vísir/AFP „Jafnvel í okkar villtustu draumum hefðum við ekki getað ímyndað okkur atburðarás sem þessa,“ sagði Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka, eftir að strákarnir hans tóku Dani í kennslustund í úrslitaleiknum í Boxinu í Herning. Lokatölurnar urðu 41-32 fyrir Frakka sem komust í 7-2 snemma leiks og slepptu aldrei takinu á taugaveikluðum Dönum. „Danir höfðu undirbúið veislu en lið þeirra er ungt, komst aldrei upp á yfirborðið og í rauninni drukknaði það. Reynsla okkar gerði gæfumuninn,“ bætti Onesta við. Franski landsliðsþjálfarinn bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt en hann tók við liðinu árið 2001 eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar í annað skipti. Síðan þá hefur heimsmeistaratitillinn farið einu sinni til Frakklands, Evrópumeistaratitillinn var sá þriðji auk tveggja Ólympíumeistaratitla. Onesta er annar tveggja þjálfara í karlahandboltanum til að vinna öll þrjú stórmótin með landslið. Hinn er Vladimir Maximov sem gerði hið sama með Rússa á tíunda áratug síðustu aldar. Frakkar kepptu í fyrsta sinn til úrslita á stórmóti á HM í Svíþjóð árið 1993. Þá töpuðu þeir stórt fyrir Rússum en urðu svo heimsmeistarar hér á Íslandi árið 1995. Síðan hefur liðið keppt átta sinnum í úrslitum á stórmóti og alltaf staðið uppi sem sigurvegari. Risatap Dana vekur upp spurningar um taugar liðsins þegar mikið liggur við. Fyrir ári síðan fóru Danir í úrslit gegn Spánverjum á HM og steinlágu 35-19. Mótið var hið síðasta undir stjórn Ulriks Wilbek sem gerði liðið að Evrópumeisturum árið 2008 og aftur 2010. Það var titillinn sem verja átti nú.Guðmundur Þórður Guðmundsson tekur við þjálfun danska liðsins og er kannski pressu að einhverju leyti létt af honum að þurfa ekki að taka við Evrópumeisturum. Mannskapurinn er til staðar en líkt og í Barcelona í fyrra brugðust leikmennirnir á ögurstundu. Spánverjinn Joan Canellas skoraði átta mörk í bronsleiknum þar sem Króatar lágu í valnum 29-28. Mörkin dugðu Canellas til markakóngstitilsins með 50 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði leik færra en Spánverjinn, varð næstmarkahæstur með 44 mörk. EM 2014 karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
„Jafnvel í okkar villtustu draumum hefðum við ekki getað ímyndað okkur atburðarás sem þessa,“ sagði Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka, eftir að strákarnir hans tóku Dani í kennslustund í úrslitaleiknum í Boxinu í Herning. Lokatölurnar urðu 41-32 fyrir Frakka sem komust í 7-2 snemma leiks og slepptu aldrei takinu á taugaveikluðum Dönum. „Danir höfðu undirbúið veislu en lið þeirra er ungt, komst aldrei upp á yfirborðið og í rauninni drukknaði það. Reynsla okkar gerði gæfumuninn,“ bætti Onesta við. Franski landsliðsþjálfarinn bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt en hann tók við liðinu árið 2001 eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar í annað skipti. Síðan þá hefur heimsmeistaratitillinn farið einu sinni til Frakklands, Evrópumeistaratitillinn var sá þriðji auk tveggja Ólympíumeistaratitla. Onesta er annar tveggja þjálfara í karlahandboltanum til að vinna öll þrjú stórmótin með landslið. Hinn er Vladimir Maximov sem gerði hið sama með Rússa á tíunda áratug síðustu aldar. Frakkar kepptu í fyrsta sinn til úrslita á stórmóti á HM í Svíþjóð árið 1993. Þá töpuðu þeir stórt fyrir Rússum en urðu svo heimsmeistarar hér á Íslandi árið 1995. Síðan hefur liðið keppt átta sinnum í úrslitum á stórmóti og alltaf staðið uppi sem sigurvegari. Risatap Dana vekur upp spurningar um taugar liðsins þegar mikið liggur við. Fyrir ári síðan fóru Danir í úrslit gegn Spánverjum á HM og steinlágu 35-19. Mótið var hið síðasta undir stjórn Ulriks Wilbek sem gerði liðið að Evrópumeisturum árið 2008 og aftur 2010. Það var titillinn sem verja átti nú.Guðmundur Þórður Guðmundsson tekur við þjálfun danska liðsins og er kannski pressu að einhverju leyti létt af honum að þurfa ekki að taka við Evrópumeisturum. Mannskapurinn er til staðar en líkt og í Barcelona í fyrra brugðust leikmennirnir á ögurstundu. Spánverjinn Joan Canellas skoraði átta mörk í bronsleiknum þar sem Króatar lágu í valnum 29-28. Mörkin dugðu Canellas til markakóngstitilsins með 50 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði leik færra en Spánverjinn, varð næstmarkahæstur með 44 mörk.
EM 2014 karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira