Kristinn: Ég horfi svolítið mikið til Íslandsmetsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2014 06:30 Á flugi Kristinn varð Íslandsmeistari á Akureyri síðastliðið sumar. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson „Ég er orðinn mjög spenntur. Maður ætlar aldrei að tapa á heimavelli,“ segir langstökkvarinn Kristinn Torfason. FH-ingurinn fær verðuga keppni á Reykjavik International Games í Laugardalshöll á sunnudaginn því von er á tveimur öflugum erlendum keppendum. Annars vegar Dananum Morten Jensen og hins vegar Bretanum Danier Gariner. „Það verður gaman að reyna að vinna Morten aftur,“ segir Kristinn um hinn 31 árs mótherja sinn sem hann þekkir vel til. Sá á best 8,25 metra frá árinu 2005 og fékk bronsverðlaun á EM innanhúss árið 2011 með stökki upp á 7,64 metra. „Það er svolítið langt síðan hann stökk sitt besta. Ég held að þetta gæti orðið mjög jöfn keppni,“ segir Kristinn sem hlakkar til sunnudagsins. „Stuðningurinn á heimavelli er alltaf meiri og fullt af fólki sem mætir.“ Kristinn þekkir aftur á móti minna til breska kappans sem verður 24 ára á árinu. Gariner á best 7,58 metra frá því í fyrra en hann er öflugur hlaupari líkt og Hafnfirðingurinn. Okkar maður á best 7,77 metra innanhúss frá árinu 2011 en Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni er 7,82 metrar. „Ég horfi svolítið mikið til Íslandsmetsins,“ segir Kristinn sem langar líka að fljúga yfir átta metra múrinn í sumar. Það sé því sem næst heilög tala líkt og 80 metrarnir í spjótkasti. „Það er eitthvað sem maður er alltaf með í kollinum.“ Íslandsmet Jóns Arnars utanhúss er einmitt átta metrar sléttir. „Ég held að það gæti gerst í ár. Ég er í mjög góðu formi og gæti hitt á það.“ Langstökkskeppnin á sunnudag hefst klukkan 13.15. Frjálsar íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Sjá meira
„Ég er orðinn mjög spenntur. Maður ætlar aldrei að tapa á heimavelli,“ segir langstökkvarinn Kristinn Torfason. FH-ingurinn fær verðuga keppni á Reykjavik International Games í Laugardalshöll á sunnudaginn því von er á tveimur öflugum erlendum keppendum. Annars vegar Dananum Morten Jensen og hins vegar Bretanum Danier Gariner. „Það verður gaman að reyna að vinna Morten aftur,“ segir Kristinn um hinn 31 árs mótherja sinn sem hann þekkir vel til. Sá á best 8,25 metra frá árinu 2005 og fékk bronsverðlaun á EM innanhúss árið 2011 með stökki upp á 7,64 metra. „Það er svolítið langt síðan hann stökk sitt besta. Ég held að þetta gæti orðið mjög jöfn keppni,“ segir Kristinn sem hlakkar til sunnudagsins. „Stuðningurinn á heimavelli er alltaf meiri og fullt af fólki sem mætir.“ Kristinn þekkir aftur á móti minna til breska kappans sem verður 24 ára á árinu. Gariner á best 7,58 metra frá því í fyrra en hann er öflugur hlaupari líkt og Hafnfirðingurinn. Okkar maður á best 7,77 metra innanhúss frá árinu 2011 en Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni er 7,82 metrar. „Ég horfi svolítið mikið til Íslandsmetsins,“ segir Kristinn sem langar líka að fljúga yfir átta metra múrinn í sumar. Það sé því sem næst heilög tala líkt og 80 metrarnir í spjótkasti. „Það er eitthvað sem maður er alltaf með í kollinum.“ Íslandsmet Jóns Arnars utanhúss er einmitt átta metrar sléttir. „Ég held að það gæti gerst í ár. Ég er í mjög góðu formi og gæti hitt á það.“ Langstökkskeppnin á sunnudag hefst klukkan 13.15.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Sjá meira