Rjóma-ránið mikla Þórólfur Matthíasson skrifar 15. janúar 2014 06:00 Það þarf 2 til 2,5 lítra af rjóma til að búa til 1 kíló af smjöri. Aukaafurð í þeirri framleiðslu er áfir sem eru verðlitlar. Heildsöluverð rjóma í lausu máli er 798 krónur hver lítri. Verðmæti rjómans sem þarf til að framleiða eitt kíló af smjöri er því 1.600 til 2.000 krónur. Framleiðsla smjörs úr rjóma krefst bæði vinnu, orku (rafmagns), tækja, húsnæðis o.s.frv. Rekstur Auðhumlu kostaði 25% af rekstrartekjum árið 2012. Með hliðsjón af heildsöluverði rjóma kostar því um 2.000 til 2.500 krónur að framleiða eitt kíló af smjöri. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 99/1993 með síðari breytingum er svokallaðri verðlagsnefnd búvara ætlað að „ákvarða heildsöluverð búvara að teknu tilliti til… rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara“. Þessi nefnd ákvarðar bæði heildsöluverð á rjóma (798 krónur á lítra) og á smjöri. Heildsöluverð ópakkaðs smjörs er 624 krónur á kíló! Af þessu má álykta að ópakkað smjör sé selt með 1.400-1.900 króna tapi á hvert kíló! Augljóslega hefur verðlagsnefnd búvara ekki gætt þess að eðlilegt samræmi sé milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. Verð rjóma virðist ofurverð!Vinningur MS Heildsöluverð smjörs á Íslandi er svipað og svokallað ESB-verð og heldur hærra en heimsmarkaðsverð. Það virðist því mega áætla að verð á rjóma sé 2falt til 3falt hærra en eðlilegt getur talist. Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs. Erfitt er að finna talnalegar upplýsingar um framleiðslu mjólkurafurða, en leiða má líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári. Ofurverð á rjóma hefur því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Upplýsingar um ofurverð á rjóma setja innflutning á írsku smjöri í nýtt og nokkuð óvænt ljós. Hefði MS þurft að nota 175 til 220 þúsund lítra af rjóma til að framleiða smörið sem vantaði á markaðinn fyrir jólin hefði það kostað fyrirtækið 140 til 175 milljónir króna. Var að furða þó forstjóri MS teldi létt verk að hliðra til fyrir 50 milljóna króna tollareikningi fyrir írska smjörið þegar fréttastofa RÚV spurði hann út í málið? Vinningur MS af að flytja inn írska smjörið virðist hafa verið á bilinu 90 til 125 milljónir króna þegar tollagreiðslur hafa verið dregnar frá! Íslenskir neytendur hljóta nú að krefjast þess að: a) innflutningstollar af smjöri verði felldir niður, b) að verðlagsnefnd búvara lækki verð á rjóma um 66%, c) að innlend vinnsla mjólkur verði gefin frjáls og d) að Mjólkursamsalan skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf 2 til 2,5 lítra af rjóma til að búa til 1 kíló af smjöri. Aukaafurð í þeirri framleiðslu er áfir sem eru verðlitlar. Heildsöluverð rjóma í lausu máli er 798 krónur hver lítri. Verðmæti rjómans sem þarf til að framleiða eitt kíló af smjöri er því 1.600 til 2.000 krónur. Framleiðsla smjörs úr rjóma krefst bæði vinnu, orku (rafmagns), tækja, húsnæðis o.s.frv. Rekstur Auðhumlu kostaði 25% af rekstrartekjum árið 2012. Með hliðsjón af heildsöluverði rjóma kostar því um 2.000 til 2.500 krónur að framleiða eitt kíló af smjöri. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 99/1993 með síðari breytingum er svokallaðri verðlagsnefnd búvara ætlað að „ákvarða heildsöluverð búvara að teknu tilliti til… rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara“. Þessi nefnd ákvarðar bæði heildsöluverð á rjóma (798 krónur á lítra) og á smjöri. Heildsöluverð ópakkaðs smjörs er 624 krónur á kíló! Af þessu má álykta að ópakkað smjör sé selt með 1.400-1.900 króna tapi á hvert kíló! Augljóslega hefur verðlagsnefnd búvara ekki gætt þess að eðlilegt samræmi sé milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. Verð rjóma virðist ofurverð!Vinningur MS Heildsöluverð smjörs á Íslandi er svipað og svokallað ESB-verð og heldur hærra en heimsmarkaðsverð. Það virðist því mega áætla að verð á rjóma sé 2falt til 3falt hærra en eðlilegt getur talist. Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs. Erfitt er að finna talnalegar upplýsingar um framleiðslu mjólkurafurða, en leiða má líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári. Ofurverð á rjóma hefur því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Upplýsingar um ofurverð á rjóma setja innflutning á írsku smjöri í nýtt og nokkuð óvænt ljós. Hefði MS þurft að nota 175 til 220 þúsund lítra af rjóma til að framleiða smörið sem vantaði á markaðinn fyrir jólin hefði það kostað fyrirtækið 140 til 175 milljónir króna. Var að furða þó forstjóri MS teldi létt verk að hliðra til fyrir 50 milljóna króna tollareikningi fyrir írska smjörið þegar fréttastofa RÚV spurði hann út í málið? Vinningur MS af að flytja inn írska smjörið virðist hafa verið á bilinu 90 til 125 milljónir króna þegar tollagreiðslur hafa verið dregnar frá! Íslenskir neytendur hljóta nú að krefjast þess að: a) innflutningstollar af smjöri verði felldir niður, b) að verðlagsnefnd búvara lækki verð á rjóma um 66%, c) að innlend vinnsla mjólkur verði gefin frjáls og d) að Mjólkursamsalan skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar