Ekkert annað en Persaflóinn í boði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2014 09:15 Heimir Hallgrímsson sagði að hægt væri að búa til næstum fjögur lið úr þeim hópi Íslendinga sem spila á Norðurlöndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Eftir að Ísland féll úr leik í umspili fyrir HM 2014 í nóvember síðastliðnum er strax farið að leggja grunn fyrir undankeppni næsta stórmóts. Ísland mætir Svíþjóð í æfingaleik sem fer fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 21. janúar næstkomandi. Heimir Hallgrímsson tilkynnti landsliðshópinn í gær en hann er aðeins skipaður leikmönnum sem spila hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. „Þetta eru nauðsynlegir leikir,“ sagði Heimir við Fréttablaðið í gær en Ísland spilaði síðast æfingaleik með sams konar fyrirkomulagi árið 2012. „Í fyrra fengum við ekki tækifæri til að prófa neinn nýjan leikmann og teljum við það ósanngjarnt fyrir þá leikmenn sem eru að standa sig vel. Þess vegna eru leikir sem þessir afar mikilvægir.“Ekkert annað í boði Heimir hafði orð á því að það kynni að hljóma kjánalega að leika æfingaleik gegn Svíþjóð við Persaflóann. „Það var einfaldlega ekkert annað í boði fyrir okkur,“ útskýrir Heimir. „Ég veit ekki hvort kostnaðurinn sem þessu fylgir er mikill fyrir KSÍ en við hefðum alltaf þurft að fara í ferðalag nema við hefðum fundið hentugt verkefni á Norðurlöndunum. Slíkt var ekki í boði og því var ákveðið að taka þessu.“ Heimir tók fram á fundinum í gær að alls er 41 íslenskur knattspyrnumaður að spila á hinum Norðurlöndunum og því hafi verið úr stórum hópi að velja. Ákveðið hafi verið að leggja áherslu á unga leikmenn en einnig þá sem hafa gert tilkall til sætis í landsliðinu. „Það er mikilvægt fyrir leikmenn eins og Indriða, Elmar og Matthías að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir þjálfaranum. Þetta eru strákar sem hafa viljað fá stærra hlutverk með landsliðinu.“Lítið breyst í samstarfinu við Lars Þetta verður fyrsti leikur Heimis sem aðallandsliðsþjálfari en hann deilir nú þeirri stöðu með Lars Lagerbäck eftir að hafa verið aðstoðarmaður Svíans undanfarin tvö ár. „Það hefur í raun lítið breyst í okkar samstarfi. Ég er með stærra hlutverk en áður og hef ef til vill meira að segja um hverjir eru valdir og fleira slíkt. En skipting á verkum breytist ekki mikið,“ segir Heimir. „Lars þarf þar að auki ekki lengur að koma til Íslands fyrir einn blaðamannafund þannig að þetta fyrirkomulag er þægilegt fyrir hann.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira
Eftir að Ísland féll úr leik í umspili fyrir HM 2014 í nóvember síðastliðnum er strax farið að leggja grunn fyrir undankeppni næsta stórmóts. Ísland mætir Svíþjóð í æfingaleik sem fer fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 21. janúar næstkomandi. Heimir Hallgrímsson tilkynnti landsliðshópinn í gær en hann er aðeins skipaður leikmönnum sem spila hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. „Þetta eru nauðsynlegir leikir,“ sagði Heimir við Fréttablaðið í gær en Ísland spilaði síðast æfingaleik með sams konar fyrirkomulagi árið 2012. „Í fyrra fengum við ekki tækifæri til að prófa neinn nýjan leikmann og teljum við það ósanngjarnt fyrir þá leikmenn sem eru að standa sig vel. Þess vegna eru leikir sem þessir afar mikilvægir.“Ekkert annað í boði Heimir hafði orð á því að það kynni að hljóma kjánalega að leika æfingaleik gegn Svíþjóð við Persaflóann. „Það var einfaldlega ekkert annað í boði fyrir okkur,“ útskýrir Heimir. „Ég veit ekki hvort kostnaðurinn sem þessu fylgir er mikill fyrir KSÍ en við hefðum alltaf þurft að fara í ferðalag nema við hefðum fundið hentugt verkefni á Norðurlöndunum. Slíkt var ekki í boði og því var ákveðið að taka þessu.“ Heimir tók fram á fundinum í gær að alls er 41 íslenskur knattspyrnumaður að spila á hinum Norðurlöndunum og því hafi verið úr stórum hópi að velja. Ákveðið hafi verið að leggja áherslu á unga leikmenn en einnig þá sem hafa gert tilkall til sætis í landsliðinu. „Það er mikilvægt fyrir leikmenn eins og Indriða, Elmar og Matthías að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir þjálfaranum. Þetta eru strákar sem hafa viljað fá stærra hlutverk með landsliðinu.“Lítið breyst í samstarfinu við Lars Þetta verður fyrsti leikur Heimis sem aðallandsliðsþjálfari en hann deilir nú þeirri stöðu með Lars Lagerbäck eftir að hafa verið aðstoðarmaður Svíans undanfarin tvö ár. „Það hefur í raun lítið breyst í okkar samstarfi. Ég er með stærra hlutverk en áður og hef ef til vill meira að segja um hverjir eru valdir og fleira slíkt. En skipting á verkum breytist ekki mikið,“ segir Heimir. „Lars þarf þar að auki ekki lengur að koma til Íslands fyrir einn blaðamannafund þannig að þetta fyrirkomulag er þægilegt fyrir hann.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira