Þrjár hinna fjögurra fræknu vilja að konurnar berjist við karlana um titilinn Íþróttamaður ársins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. desember 2014 11:00 Þær konur sem orðið hafa Íþróttamaður ársins. Sigríður Sigurðardóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir og Vala Flosadóttir. Ár hvert velja Samtök íþróttafréttamanna einstakling sem þeir telja hafa skarað fram úr á ári hverju. Hlýtur sá einstaklingur nafnbótina Íþróttamaður ársins. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 1956 og hafa verið veitt ár hvert síðan þá. Fáar breytingar hafa verið gerðar á kjörinu en árið 2012 var titlunum Þjálfari ársins og Lið ársins bætt við. Fjórar konur hafa oriðið Íþróttamaður ársins. Handknattleikskonan Sigríður Sigurðardóttir reið á vaðið fyrir hálfri öld en næst á eftir henni kom sundkonan Ragnheiður Runólfsdóttir árið 1991. Vala Flosadóttir varð hlutskörpust aldamótaárið 2000 eftir að hún hlaut bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney og knattspyrnukonan Margrét Lára Viðarsdóttir er, enn sem komið er, síðust kvenna til að hampa titlinum. Það gerði hún árið 2007. Árlega skapast sú umræða hvort tími sé kominn á að breyta fyrirkomulaginu á þann veg að annars vegar verði valinn íþróttakarl ársins og hins vegar íþróttakona ársins. Kolbeinn Tumi Daðason, fyrrum íþróttafréttamaður, vakti máls á þessu í pistli fyrir skemmstu en hann vill að íþróttafréttamenn velji Íþróttakarl og Íþróttakonu ársins. Eina sem mæli gegn því sé hefðin. „Það heyrir til undantekninga að konur og menn keppi hvert gegn öðru í íþróttum. Hvers vegna ættu þau að „keppa“ hvert gegn öðru um titilinn íþróttamaður ársins?“ sagði í pistlinum. Harmageddon-bræðurnir Frosti og Máni gripu hugmyndina á lofti og heyrðu í íþróttafréttamanninum Henry Birgi Gunnarssyni. Hann vill hafa fyrirkomulagið óbreytt og benti á að ekki væri aðeins verið að bera saman epli og appelsínur heldur væri allur ávaxtakælirinn til skoðunar. Verið væri að gera lítið úr fyrri kosningum og þar með afrekum þeirra sem titilinn hafi hlotið til þessa með breytingu á fyrirkomulaginu. Blaðamaður heyrði í þeim fjórum konum sem hafa hlotið titilinn eftirsótta og fékk að vita hvaða skoðun þær hafa á málinu.Sigríður Sigurðardóttirvísir/vilhelmMyndu velta sér í gröfinni „Ég man vel eftir kvöldinu er ég sigraði. Það var yndisleg stund,“ segir Sigríður Sigurðardóttir en hún hlaut titilinn fyrst kvenna árið 1964. Íslenska landsliðið í handknattleik varð þá Norðurlandameistari og fór Sigríður fyrir liðinu. „Fyrir mitt leyti vil ég ekki að kjörinu verði breytt á nokkurn hátt. Ég er hrædd um að þeir góðu menn, sem komu því á fót, muni snúa sér við í gröfinni ef við þessu verður hróflað.“ Hún er heldur ekki hrifinn af hugmyndum þess efnis að brjóta kjörið upp í einstakling og hópíþróttir. Sérsamböndin velji sitt besta fólk úr sínum röðum og það sé heiðrað á lokahófinu. Íþróttamaður ársins séu nokkurskonar regnhlífarverðlaun sem eigi að ná yfir alla flóruna. „Undanfarin ár hafa boltaíþróttir nær einokað kjörið en á árum áður réðu frjálsíþróttakappar og sundfólk lögum og lofum. Með aukinni umfjöllun í fjölmiðlum hefur hlutur kvenna aukist í kjörinu og það mun halda áfram.“ „Ég hlakka mjög til að mæta á afhendingarhátíðina í ár. Hún er alltaf svo glæsileg. Ég þykist nú vita hver verður hlutskarpastur í ár en ég ætla ekki að upplýsa um það,“ segir Sigríður að lokum.Ragnheiður Runólfsdóttirmynd/pedromyndirStórkostlegt að vinna loksins „Ég var náttúrulega í skýjunum með að sigra loksins eftir að hafa verið í efstu tíu sætunum ofboðslega oft,“ segir Ragnheiður Runólfsdóttir. Hún væri til í að sjá breytt fyrirkomulag á nafnbótinni. „Mér finnst ekki sniðugt að skipta þessu upp í karla og kvennaverðlaun. Hins vegar vildi ég að þessu yrði breytt í einstaklings- og hópíþróttaverðlaun. Að vísu hafa sérsamböndin alltaf valið sína bestu og það er mjög erfitt að finna lendingu sem allir eru sáttir með.“ Þá þykir henni sá valkostur einnig áhugaverður að hafa einn flokk fyrir atvinnumenn og annan fyrir áhugamenn. Það sé undarlegt að bera saman fólk sem hefur atvinnu af því að stunda íþróttir og aðra sem þurfa að skrapa saman styrkjum til að komast á mót. „Kjörið litast mjög oft af því hvaða íþróttamaður er vinsælastur í vinsælustu íþróttinni hverju sinni. Íþróttir sem hljóta litla umfjöllun vilja oft falla í skuggann af þeim sem fjallað er meira um,“ segir Ragnheiður. Á Norðurlöndunum má sjá allskyns fyrirkomulag á verðlaununum. Í Noregi velja íþróttafréttamenn Íþróttamann ársins en í Danmörku eru Íþróttamaður og lið ársins undir sama hatti. Íþrótta- og Ólympíuráð velur sigurvegarann í samvinnu við Jyllands-Posten. Finnskir íþróttafréttamenn hafa hins vegar valið Íþróttakarl og konu ársins síðan árið 1947. Vala Flosadóttirvísir/hilmar þórGott að verðlauna það sem vel er gert „Fyrir mitt leyti held ég að það væri góð hugmynd að bæta við verðlaunum. Það er alltaf jákvætt að verðlauna fólk sem á það skilið. Ég held það gæti verið ágætt að skipta þessu í karla- og kvennaflokk,“ segir Vala Flosadóttir. Hún hlaut titilinn árið 2000 eftir að hún hafði unnið bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney fyrr það ár. Vala er nú búsett í Svíþjóð og segir að þar séu verðlaunin töluvert fleiri. „Hér útnefna menn Íþróttaafrek ársins, Nýliða ársins, Íþróttakarl og konu ársins auk liðs og þjálfara. Að auki er einhverskonar Íþróttamaður þjóðarinnar valinn og það er oft ekki sá sami og hlýtur hinn titilinn.“ „Það að vinna titilinn var allt öðruvísi en að sigra á venjulegu móti. Það er ekkert sem þú getur gert til að hafa áhrif á kjörið og þetta er alfarið í höndum einhvers annars. Það var mjög gaman að vinna þetta og rosalegur heiður.“ „Íþróttamaður ársins er skemmtilegur viðburður og ávallt mikil spenna í loftinu. Mögulega minnkar það ef kjörið verður brotið upp,“ segir Vala að lokum.Margrét Lára Viðarsdóttirvísir/vilhelmVill sjá Efnilegasta íþróttamanninn heiðraðan „Ég hef ekki velt þessu mikið fyrir mér. Persónulega vil ég hafa alla undir sama hatti og þá er það þeim mun gleðilegra þegar kona sigrar,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, síðust kvenna til að hljóta nafnbótina enn sem komið er. „Þegar ég sigraði þá fannst mér vart vera til hærri stallur fyrir mig að komast á sem íþróttamaður. Það er að mörgu leyti erfiðara að hljóta titilinn ef þú ert kona og sigurtilfinningin var enn meiri vegna þess.“ Allir sem tilnefndir séu eru íþróttamenn og það sé mikilvægt að hver og einn íþróttamaður sé metinn út frá því sem hann sé að gera hverju sinni. Auðvitað verða ekki allir sammála, þannig sé það bara, en á endanum standi einhver uppi sem sigurvegari. „Mér finnst hins vegar að það eigi að taka upp titilinn Íþróttamaður æskunnar. Nokkurs konar bjartasta vonin. Það er nógu erfitt að bera saman mismunandi íþróttagreinar en þetta verður enn erfiðara ef við ætlum að taka unglingaflokka með í reikninginn. Að hljóta verðlaun sem bjartasta vonin gæti virkað sem gífurleg hvatning og vítamínssprauta fyrir þann sem þann titil hlýtur,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Tilkynnt verður hver hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins árið 2014 á árlegu hófi Íþrótta- og ólympíusbands Íslands og Samtaka íþróttafréttamanna þann 3. janúar. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Ár hvert velja Samtök íþróttafréttamanna einstakling sem þeir telja hafa skarað fram úr á ári hverju. Hlýtur sá einstaklingur nafnbótina Íþróttamaður ársins. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 1956 og hafa verið veitt ár hvert síðan þá. Fáar breytingar hafa verið gerðar á kjörinu en árið 2012 var titlunum Þjálfari ársins og Lið ársins bætt við. Fjórar konur hafa oriðið Íþróttamaður ársins. Handknattleikskonan Sigríður Sigurðardóttir reið á vaðið fyrir hálfri öld en næst á eftir henni kom sundkonan Ragnheiður Runólfsdóttir árið 1991. Vala Flosadóttir varð hlutskörpust aldamótaárið 2000 eftir að hún hlaut bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney og knattspyrnukonan Margrét Lára Viðarsdóttir er, enn sem komið er, síðust kvenna til að hampa titlinum. Það gerði hún árið 2007. Árlega skapast sú umræða hvort tími sé kominn á að breyta fyrirkomulaginu á þann veg að annars vegar verði valinn íþróttakarl ársins og hins vegar íþróttakona ársins. Kolbeinn Tumi Daðason, fyrrum íþróttafréttamaður, vakti máls á þessu í pistli fyrir skemmstu en hann vill að íþróttafréttamenn velji Íþróttakarl og Íþróttakonu ársins. Eina sem mæli gegn því sé hefðin. „Það heyrir til undantekninga að konur og menn keppi hvert gegn öðru í íþróttum. Hvers vegna ættu þau að „keppa“ hvert gegn öðru um titilinn íþróttamaður ársins?“ sagði í pistlinum. Harmageddon-bræðurnir Frosti og Máni gripu hugmyndina á lofti og heyrðu í íþróttafréttamanninum Henry Birgi Gunnarssyni. Hann vill hafa fyrirkomulagið óbreytt og benti á að ekki væri aðeins verið að bera saman epli og appelsínur heldur væri allur ávaxtakælirinn til skoðunar. Verið væri að gera lítið úr fyrri kosningum og þar með afrekum þeirra sem titilinn hafi hlotið til þessa með breytingu á fyrirkomulaginu. Blaðamaður heyrði í þeim fjórum konum sem hafa hlotið titilinn eftirsótta og fékk að vita hvaða skoðun þær hafa á málinu.Sigríður Sigurðardóttirvísir/vilhelmMyndu velta sér í gröfinni „Ég man vel eftir kvöldinu er ég sigraði. Það var yndisleg stund,“ segir Sigríður Sigurðardóttir en hún hlaut titilinn fyrst kvenna árið 1964. Íslenska landsliðið í handknattleik varð þá Norðurlandameistari og fór Sigríður fyrir liðinu. „Fyrir mitt leyti vil ég ekki að kjörinu verði breytt á nokkurn hátt. Ég er hrædd um að þeir góðu menn, sem komu því á fót, muni snúa sér við í gröfinni ef við þessu verður hróflað.“ Hún er heldur ekki hrifinn af hugmyndum þess efnis að brjóta kjörið upp í einstakling og hópíþróttir. Sérsamböndin velji sitt besta fólk úr sínum röðum og það sé heiðrað á lokahófinu. Íþróttamaður ársins séu nokkurskonar regnhlífarverðlaun sem eigi að ná yfir alla flóruna. „Undanfarin ár hafa boltaíþróttir nær einokað kjörið en á árum áður réðu frjálsíþróttakappar og sundfólk lögum og lofum. Með aukinni umfjöllun í fjölmiðlum hefur hlutur kvenna aukist í kjörinu og það mun halda áfram.“ „Ég hlakka mjög til að mæta á afhendingarhátíðina í ár. Hún er alltaf svo glæsileg. Ég þykist nú vita hver verður hlutskarpastur í ár en ég ætla ekki að upplýsa um það,“ segir Sigríður að lokum.Ragnheiður Runólfsdóttirmynd/pedromyndirStórkostlegt að vinna loksins „Ég var náttúrulega í skýjunum með að sigra loksins eftir að hafa verið í efstu tíu sætunum ofboðslega oft,“ segir Ragnheiður Runólfsdóttir. Hún væri til í að sjá breytt fyrirkomulag á nafnbótinni. „Mér finnst ekki sniðugt að skipta þessu upp í karla og kvennaverðlaun. Hins vegar vildi ég að þessu yrði breytt í einstaklings- og hópíþróttaverðlaun. Að vísu hafa sérsamböndin alltaf valið sína bestu og það er mjög erfitt að finna lendingu sem allir eru sáttir með.“ Þá þykir henni sá valkostur einnig áhugaverður að hafa einn flokk fyrir atvinnumenn og annan fyrir áhugamenn. Það sé undarlegt að bera saman fólk sem hefur atvinnu af því að stunda íþróttir og aðra sem þurfa að skrapa saman styrkjum til að komast á mót. „Kjörið litast mjög oft af því hvaða íþróttamaður er vinsælastur í vinsælustu íþróttinni hverju sinni. Íþróttir sem hljóta litla umfjöllun vilja oft falla í skuggann af þeim sem fjallað er meira um,“ segir Ragnheiður. Á Norðurlöndunum má sjá allskyns fyrirkomulag á verðlaununum. Í Noregi velja íþróttafréttamenn Íþróttamann ársins en í Danmörku eru Íþróttamaður og lið ársins undir sama hatti. Íþrótta- og Ólympíuráð velur sigurvegarann í samvinnu við Jyllands-Posten. Finnskir íþróttafréttamenn hafa hins vegar valið Íþróttakarl og konu ársins síðan árið 1947. Vala Flosadóttirvísir/hilmar þórGott að verðlauna það sem vel er gert „Fyrir mitt leyti held ég að það væri góð hugmynd að bæta við verðlaunum. Það er alltaf jákvætt að verðlauna fólk sem á það skilið. Ég held það gæti verið ágætt að skipta þessu í karla- og kvennaflokk,“ segir Vala Flosadóttir. Hún hlaut titilinn árið 2000 eftir að hún hafði unnið bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney fyrr það ár. Vala er nú búsett í Svíþjóð og segir að þar séu verðlaunin töluvert fleiri. „Hér útnefna menn Íþróttaafrek ársins, Nýliða ársins, Íþróttakarl og konu ársins auk liðs og þjálfara. Að auki er einhverskonar Íþróttamaður þjóðarinnar valinn og það er oft ekki sá sami og hlýtur hinn titilinn.“ „Það að vinna titilinn var allt öðruvísi en að sigra á venjulegu móti. Það er ekkert sem þú getur gert til að hafa áhrif á kjörið og þetta er alfarið í höndum einhvers annars. Það var mjög gaman að vinna þetta og rosalegur heiður.“ „Íþróttamaður ársins er skemmtilegur viðburður og ávallt mikil spenna í loftinu. Mögulega minnkar það ef kjörið verður brotið upp,“ segir Vala að lokum.Margrét Lára Viðarsdóttirvísir/vilhelmVill sjá Efnilegasta íþróttamanninn heiðraðan „Ég hef ekki velt þessu mikið fyrir mér. Persónulega vil ég hafa alla undir sama hatti og þá er það þeim mun gleðilegra þegar kona sigrar,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, síðust kvenna til að hljóta nafnbótina enn sem komið er. „Þegar ég sigraði þá fannst mér vart vera til hærri stallur fyrir mig að komast á sem íþróttamaður. Það er að mörgu leyti erfiðara að hljóta titilinn ef þú ert kona og sigurtilfinningin var enn meiri vegna þess.“ Allir sem tilnefndir séu eru íþróttamenn og það sé mikilvægt að hver og einn íþróttamaður sé metinn út frá því sem hann sé að gera hverju sinni. Auðvitað verða ekki allir sammála, þannig sé það bara, en á endanum standi einhver uppi sem sigurvegari. „Mér finnst hins vegar að það eigi að taka upp titilinn Íþróttamaður æskunnar. Nokkurs konar bjartasta vonin. Það er nógu erfitt að bera saman mismunandi íþróttagreinar en þetta verður enn erfiðara ef við ætlum að taka unglingaflokka með í reikninginn. Að hljóta verðlaun sem bjartasta vonin gæti virkað sem gífurleg hvatning og vítamínssprauta fyrir þann sem þann titil hlýtur,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Tilkynnt verður hver hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins árið 2014 á árlegu hófi Íþrótta- og ólympíusbands Íslands og Samtaka íþróttafréttamanna þann 3. janúar.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira