Strandlengjan farin og fornminjar með Svavar Hávarðsson skrifar 24. desember 2014 07:00 Myndirnar sýna hvernig gengið var frá eftir að vinnu lauk 2013 og hvernig hóllinn leit út eftir illviðrið. Allur neðri hluti hólsins upp í um meters hæð hefur brotnað af vegna ágangs sjávar, þ.á.m. sandpokar sem settir höfðu verið til varnar. Annað rof hefur einnig aukist. Mynd/ÞórMagnússon „Það er því miður engin mannanna verk sem hefðu staðist náttúruöflin í þessum ham. Mér sýnist að allt að tveir metrar séu farnir framan af strandlengjunni þar sem mest hefur gengið á, og það segir sig því sjálft að þetta hefði tapast algjörlega óháð fornleifauppgreftrinum á svæðinu,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir, fornleifafræðingur við Fornleifastofnun Íslands, um miklar skemmdir á fornminjum við Gufuskála á Snæfellsnesi þar sem ágangur sjávar að undanförnu hefur stórskemmt stórt svæði við ströndina. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, skrifar um fornminjarnar og missi þeirra á bloggi sínu í gær og er gagnrýninn. Hann vill meina að uppgröfturinn hafi afhjúpað minjarnar og þær hafi verið skildar eftir óvarðar. „Ef aldrei hefði verið ráðist í þessar aðgerðir þá hefðu þessar minjar varðveist í jörðu. Jörðin geymir best. Það er algjörlega á ábyrgð fornleifafræðinganna að þessar minjar spilltust og fóru í hafið,“ skrifar Haraldur. Lilja Björk segir að skemmdirnar séu fjarri því bundnar við blettinn sem rannsóknin nær til. Skemmdirnar séu á svæðinu öllu og því séu fornminjar tapaðar sem eru órannsakaðar með öllu. „Þetta er á svo stóru svæði og vegna fjárskorts er það takmarkað sem hefur náðst að rannsaka minjar á ströndinni. Rannsóknir til þessa benda til að um verbúðir frá 15.öld sé að ræða, en við höfum þurft að velja hvar við berum niður. Við vitum hins vegar af minjum þarna úti um allt sem eru að brotna í sjóinn, og mikið er farið í þessum veðrum í vetur,“ segir Lilja Björk og bætir við að landrof á staðnum sé ein stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í uppgröft og rannsóknir á Gufuskálum til að byrja með. Hugsað sem björgunarrannsókn verminjaMynd/Fornleifastofnun• Víkingaaldarminjar sem koma fyrst fyrir í ritheimildum árið 1274. • Ein af stærstu verstöðvum landsins. Umfangsmiklar fiskveiðar fram á 18.öld. • Búseta til miðrar 20. aldar. • Landbrot gríðarlegt á svæðinu. Mjög virkt brot við ströndina. Mannvirki og mannvistarlög hafa horfið hratt á undanförnum árum. Vindrof 5 til 9 metrar á milli 1984 og 2013. • Rannsóknin á Gufuskálum var hugsuð sem björgunarrannsókn verminja.Þegar hafa fundist • Fjölmargir hlutir hafa þegar fundist á Gufuskálum sem hver og einn segir sína sögu. Má nefna hvalbein, taflmann, lýsislampa eða ausu, hníf beinnálar og fleira smálegt. Fornminjar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Það er því miður engin mannanna verk sem hefðu staðist náttúruöflin í þessum ham. Mér sýnist að allt að tveir metrar séu farnir framan af strandlengjunni þar sem mest hefur gengið á, og það segir sig því sjálft að þetta hefði tapast algjörlega óháð fornleifauppgreftrinum á svæðinu,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir, fornleifafræðingur við Fornleifastofnun Íslands, um miklar skemmdir á fornminjum við Gufuskála á Snæfellsnesi þar sem ágangur sjávar að undanförnu hefur stórskemmt stórt svæði við ströndina. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, skrifar um fornminjarnar og missi þeirra á bloggi sínu í gær og er gagnrýninn. Hann vill meina að uppgröfturinn hafi afhjúpað minjarnar og þær hafi verið skildar eftir óvarðar. „Ef aldrei hefði verið ráðist í þessar aðgerðir þá hefðu þessar minjar varðveist í jörðu. Jörðin geymir best. Það er algjörlega á ábyrgð fornleifafræðinganna að þessar minjar spilltust og fóru í hafið,“ skrifar Haraldur. Lilja Björk segir að skemmdirnar séu fjarri því bundnar við blettinn sem rannsóknin nær til. Skemmdirnar séu á svæðinu öllu og því séu fornminjar tapaðar sem eru órannsakaðar með öllu. „Þetta er á svo stóru svæði og vegna fjárskorts er það takmarkað sem hefur náðst að rannsaka minjar á ströndinni. Rannsóknir til þessa benda til að um verbúðir frá 15.öld sé að ræða, en við höfum þurft að velja hvar við berum niður. Við vitum hins vegar af minjum þarna úti um allt sem eru að brotna í sjóinn, og mikið er farið í þessum veðrum í vetur,“ segir Lilja Björk og bætir við að landrof á staðnum sé ein stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í uppgröft og rannsóknir á Gufuskálum til að byrja með. Hugsað sem björgunarrannsókn verminjaMynd/Fornleifastofnun• Víkingaaldarminjar sem koma fyrst fyrir í ritheimildum árið 1274. • Ein af stærstu verstöðvum landsins. Umfangsmiklar fiskveiðar fram á 18.öld. • Búseta til miðrar 20. aldar. • Landbrot gríðarlegt á svæðinu. Mjög virkt brot við ströndina. Mannvirki og mannvistarlög hafa horfið hratt á undanförnum árum. Vindrof 5 til 9 metrar á milli 1984 og 2013. • Rannsóknin á Gufuskálum var hugsuð sem björgunarrannsókn verminja.Þegar hafa fundist • Fjölmargir hlutir hafa þegar fundist á Gufuskálum sem hver og einn segir sína sögu. Má nefna hvalbein, taflmann, lýsislampa eða ausu, hníf beinnálar og fleira smálegt.
Fornminjar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira