Erlent

Jórdanskur flugmaður í haldi ISIS

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hér sést flugmaðurinn í haldi ISIS-liða en samtökin birtu þessa mynd í dag.
Hér sést flugmaðurinn í haldi ISIS-liða en samtökin birtu þessa mynd í dag. Vísir/AFP
Flugmaður úr jórdanska hernum er nú í haldi hryðjuverkasamtakanna ISIS í Sýrlandi. Talið er að flugvél hersins hafi verið skotin niður í morgun af hryðjuverkasamtökunum.

ISIS hafa birt myndir af flugmanninum en hann er 26 ára gamall og heitir Maaz al-Kassasbeh. Youssef, faðir hans, sagði við fjölmiðla fyrr í dag að herinn hefði látið fjölskylduna vita af gíslatökunni og sagt þeim að herinn væri að vinna að því að bjarga lífi mannsins. Þá fylgist konungur Jórdaníu, Abdullah II, einnig með þróun mála.

Jórdaníuher hefur tekið þátt í alþjóðlegum hernaðaraðgerðum gegn ISIS í Sýrlandi og Írak en Bandaríkin leiða aðgerðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×