Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 32-28 | Markverðirnir í aðalhlutverki í sigri Vals Ingvi Þór Sæmundsson í Strandgötu skrifar 27. desember 2014 00:01 Sveinn Aron Sveinsson, leikmaður Vals. vísir/stefán Valsmenn báru sigurorð af FH, 32-28, í fyrri undanúrslitaleik deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands. Leikurinn var gríðarlega spennandi og það þurfti tvær framlengingar til að knýja fram úrslit. Markverðir liðanna, Stephen Nielsen og Ágúst Elí Björgvinsson, voru í aðalhlutverki í leiknum í dag, en þeir vörðu báðir yfir 30 skot og sýndu mögnuð tilþrif. Fyrri hálfleikur var sveiflukenndur. FH byrjaði betur og komst í 0-3, en þá komu fimm Valsmörk í röð. Nielsen byrjaði vel í marki Vals og sömu sögu var að segja af kollega hans í marki FH, Ágústi sem átti hvað stærstan þátt í góðum endaspretti FH í fyrri hálfleik. Hafnfirðingar breyttu stöðunni úr 8-8 í 8-11 sem voru hálfleikstölur. Þorgeir Björnsson skoraði tvö af síðustu þremur mörkum FH, en þessi ungi hornamaður var ískaldur og vippaði í bæði skiptin smekklega yfir Nielsen. Valsmenn skoruðu ekki síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks og áttu í miklum vandræðum í sóknarleiknum. Ómar Ingi Magnússon og Alexander Örn Júlíusson, sem léku fyrir utan í fjarveru Geirs Guðmundssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar, áttu misjafnan leik og tóku full mikið af lélegum skotum. Ómari óx hins vegar ásmegin eftir því sem á leikinn leið og endaði sem markahæsti leikmaður Vals með átta mörk. Valsmönnum gekk auk þess illa að finna Kára Kristjánsson inni á línunni í fyrri hálfleik, en það losnaði meira hann í seinni hálfleiknum og framlengingunum þar sem hann skoraði öll sjö mörkin sín. FH-ingar héldu áfram þar sem frá var horfið framan af seinni hálfleik og voru jafnan með 2-4 marka forystu. En í stöðunni 14-17, Hafnfirðingum í vil, fóru Valsmenn í gang, skoruðu fimm af næstu sex mörkum og náðu forystunni, 19-18. Sóknarleikur Vals hrökk þá aftur í baklás og FH-ingar gengu á lagið, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu tveggja marka forystu. Og Hafnfirðingar voru enn með tveggja marka forystu 21-23 þegar mínúta var eftir. Valsmenn sýndu hins vegar styrk og skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér framlengingu. Þar skoruðu liðin sitt hvor tvö mörkin og því þurfti að framlengja á ný. Í framlengingu númer tvö reyndust Valsmenn sterkari. Þeir virtust eiga meira eftir á tankinum og spiluðu sinn besta sóknarleik í leiknum. Lokatölur 32-28, Val í vil, en Valsmenn mæta annað hvort ÍR eða Aftureldingu í úrslitaleiknum á morgun.Stephen: Búinn að borða of mikinn jólamat "Það er alltaf gaman að vinna leiki og sérstaklega svona leiki. Þetta var erfitt en ég er mjög ánægður með sigurinn," sagði Stephen Nielsen, markvörður Vals, eftir sigur á FH í tvíframlengdum leik. Stephen átti frábæran leik og varði alls 34 skot í marki Valsmanna. Hann var ánægður með eigin frammistöðu og hrósaði einnig varnarleik Vals. "Þetta gekk ágætlega. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila svona langan leik í meistaraflokki. "Vörnin var góð og það er oft sagt að vörn og markvarsla haldist í hendur," sagði Stephen en var ekkert erfitt að halda einbeitingu í 80 mínútur? "Maður fann á líkamanum að maður var búinn að borða of mikinn jólamat," sagði Stephen léttur og bætti við: "Maður reynir bara að gleyma þreytunni. Þetta var gaman og ég elska leiki eins og þessa," sagði þessi geðþekki danski markvörður á góðri íslensku að lokum.Ágúst Elí: Spiluðum af 100% krafti allan leikinn Ágúst Elí Björgvinsson átti frábæran leik í marki FH þegar liðið tapaði fyrir Val í maraþonleik í dag. Hann var sáttur með sína frammistöðu sem og liðsins, en sagði að það væri erfitt að kyngja svona tapi. "Þetta er súrt og leiðinlegt, en svona er þetta. Það er ekkert sem ég get gert í sókninni, en ég reyndi að verja skotin sem ég fékk á mig. "Við vorum fínir varnarlega og ég varði auðvelda bolta," sagði Ágúst, en varð sóknarleikurinn FH að falli í dag? "Nei, nei. Ég segi það ekki. Við sköpuðum okkur færi en Stephen varði líka eins og brjálæðingur. Við hefðum mátt nýta færin betur," sagði Ágúst sem segir að FH-ingar geti tekið margt gott úr þessum leik. "Við héldum t.d. út og spiluðum af 100% krafti allan leikinn og menn lögðu sig alla fram. "Nú taka við æfingar og við ætlum að styrkjast líkamlega og andlega. Það verður örugglega stuð í janúar," sagði Ágúst að endingu. Íslenski handboltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Valsmenn báru sigurorð af FH, 32-28, í fyrri undanúrslitaleik deildarbikars HSÍ og Flugfélags Íslands. Leikurinn var gríðarlega spennandi og það þurfti tvær framlengingar til að knýja fram úrslit. Markverðir liðanna, Stephen Nielsen og Ágúst Elí Björgvinsson, voru í aðalhlutverki í leiknum í dag, en þeir vörðu báðir yfir 30 skot og sýndu mögnuð tilþrif. Fyrri hálfleikur var sveiflukenndur. FH byrjaði betur og komst í 0-3, en þá komu fimm Valsmörk í röð. Nielsen byrjaði vel í marki Vals og sömu sögu var að segja af kollega hans í marki FH, Ágústi sem átti hvað stærstan þátt í góðum endaspretti FH í fyrri hálfleik. Hafnfirðingar breyttu stöðunni úr 8-8 í 8-11 sem voru hálfleikstölur. Þorgeir Björnsson skoraði tvö af síðustu þremur mörkum FH, en þessi ungi hornamaður var ískaldur og vippaði í bæði skiptin smekklega yfir Nielsen. Valsmenn skoruðu ekki síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks og áttu í miklum vandræðum í sóknarleiknum. Ómar Ingi Magnússon og Alexander Örn Júlíusson, sem léku fyrir utan í fjarveru Geirs Guðmundssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar, áttu misjafnan leik og tóku full mikið af lélegum skotum. Ómari óx hins vegar ásmegin eftir því sem á leikinn leið og endaði sem markahæsti leikmaður Vals með átta mörk. Valsmönnum gekk auk þess illa að finna Kára Kristjánsson inni á línunni í fyrri hálfleik, en það losnaði meira hann í seinni hálfleiknum og framlengingunum þar sem hann skoraði öll sjö mörkin sín. FH-ingar héldu áfram þar sem frá var horfið framan af seinni hálfleik og voru jafnan með 2-4 marka forystu. En í stöðunni 14-17, Hafnfirðingum í vil, fóru Valsmenn í gang, skoruðu fimm af næstu sex mörkum og náðu forystunni, 19-18. Sóknarleikur Vals hrökk þá aftur í baklás og FH-ingar gengu á lagið, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu tveggja marka forystu. Og Hafnfirðingar voru enn með tveggja marka forystu 21-23 þegar mínúta var eftir. Valsmenn sýndu hins vegar styrk og skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér framlengingu. Þar skoruðu liðin sitt hvor tvö mörkin og því þurfti að framlengja á ný. Í framlengingu númer tvö reyndust Valsmenn sterkari. Þeir virtust eiga meira eftir á tankinum og spiluðu sinn besta sóknarleik í leiknum. Lokatölur 32-28, Val í vil, en Valsmenn mæta annað hvort ÍR eða Aftureldingu í úrslitaleiknum á morgun.Stephen: Búinn að borða of mikinn jólamat "Það er alltaf gaman að vinna leiki og sérstaklega svona leiki. Þetta var erfitt en ég er mjög ánægður með sigurinn," sagði Stephen Nielsen, markvörður Vals, eftir sigur á FH í tvíframlengdum leik. Stephen átti frábæran leik og varði alls 34 skot í marki Valsmanna. Hann var ánægður með eigin frammistöðu og hrósaði einnig varnarleik Vals. "Þetta gekk ágætlega. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila svona langan leik í meistaraflokki. "Vörnin var góð og það er oft sagt að vörn og markvarsla haldist í hendur," sagði Stephen en var ekkert erfitt að halda einbeitingu í 80 mínútur? "Maður fann á líkamanum að maður var búinn að borða of mikinn jólamat," sagði Stephen léttur og bætti við: "Maður reynir bara að gleyma þreytunni. Þetta var gaman og ég elska leiki eins og þessa," sagði þessi geðþekki danski markvörður á góðri íslensku að lokum.Ágúst Elí: Spiluðum af 100% krafti allan leikinn Ágúst Elí Björgvinsson átti frábæran leik í marki FH þegar liðið tapaði fyrir Val í maraþonleik í dag. Hann var sáttur með sína frammistöðu sem og liðsins, en sagði að það væri erfitt að kyngja svona tapi. "Þetta er súrt og leiðinlegt, en svona er þetta. Það er ekkert sem ég get gert í sókninni, en ég reyndi að verja skotin sem ég fékk á mig. "Við vorum fínir varnarlega og ég varði auðvelda bolta," sagði Ágúst, en varð sóknarleikurinn FH að falli í dag? "Nei, nei. Ég segi það ekki. Við sköpuðum okkur færi en Stephen varði líka eins og brjálæðingur. Við hefðum mátt nýta færin betur," sagði Ágúst sem segir að FH-ingar geti tekið margt gott úr þessum leik. "Við héldum t.d. út og spiluðum af 100% krafti allan leikinn og menn lögðu sig alla fram. "Nú taka við æfingar og við ætlum að styrkjast líkamlega og andlega. Það verður örugglega stuð í janúar," sagði Ágúst að endingu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira