Jón Arnór í viðtali á FIBA.com: Eins og dagur og nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2014 21:30 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Anton Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður ársins og einn af þeim tíu sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins, er í skemmtilegu viðtali á heimasíðu FIBA þar sem íslenski landsliðsmaðurinn ræðir meðal annars EM-ævintýri íslenska landsliðsins sem og hlutverk sitt hjá toppliði Unicaja Malaga á Spáni. Jón Arnór spilaði ekki fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppninni en var stigahæstur í sigurleiknum út í Bretlandi þegar íslenska liðið fór langleiðina með að tryggja sér sæti á EM. Hann setti meðal annars niður eitt stærsta skot sitt á ferlinum þegar þriggja stiga skot hans rataði rétta leið 44 sekúndum fyrir leikslok. „Það var alveg að fara með mig að vera ekki með. Það var stór áhætta fyrir mig að spila án þess að vera með samning en ég hélt aldrei að ég þyrfti að bíða svona lengi eftir nýjum samningi. Þegar ég sá styrkleika breska liðsins sem við unnum sannfærandi á Íslandi, þá stökk ég upp á vagninn eins og klappstýra eða svo sögðu liðsfélagarnir allavega," sagði Jón Arnór. „Ég tek því alveg. Úti í Bretlandi þurftum við meiri vopn og þetta gekk upp. Þetta er ótrúlegt en við erum komnir í úrslitakeppni EM. Þetta er ótrúleg tilfinning," sagði Jón Arnór. „Ég og Hlynur erum búnir að vera svo lengi í landsliðinu þannig að þetta er mjög sérstakt fyrir okkur. Okkur hefur vantað svona til að toppa landsliðsferilinn," sagði Jón Arnór. „Þetta mun án vafa hjálpa íslenskum körfubolta. Þetta er orðinn hluti að íslenskri íþróttasögu og vonandi getum við haft góð áhrif á krakkana," sagði Jón Arnór. „Við munum berjast til síðasta blóðdropa í öllum leikjunum. Þannig er okkar nálgun á þessa leiki," sagði Jón Arnór um riðil íslenska liðsins sem er talinn vera sá erfiðasti í keppninni. Fjögur af sex liðum komast áfram í sextán liða úrslitin. Blaðamaður FIBA.com spyr Jón Arnór næst út í lífið hjá Unicaja Malaga en liðið er nú í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það er frábær staða fyrir mig og það er gott að vera kominn aftur í Euroleague og vera aftur farinn að spila fyrir stórt félag. Ég gat ekki beðið eftir því að fá að spila aftur í Euroleague og loksins gekk það upp," sagði Jón Arnór. „Það var frábært tækifæri fyrir mig að fara til Malaga sem er frábært félag í frábærri borg. Ég tel að við séum með mjög gott lið með góðum liðsanda. Við höfum sýnt hvað við getum með því að vinna öflug lið á útivelli í úrvalsdeildinni," sagði Jón Arnór. Jón Arnór er að koma inn af bekknum hjá Unicaja Malaga og hann talar um það hversu ólíkt hlutverk hans er hjá Unicaja og íslenska landsliðinu. „Ég þarf að koma inn með mikla orku og ég verð að setja niður opnu skotin. Það koma dagar þar sem ég hitti en stundum hitti ég ekki. Ég reyni samt alltaf að gefa liðinu eitthvað," sagði Jón Arnór. „Ég þarf fyrst og fremst að standa mig í varnarleiknum og vera grimmur þar. Ég þarf að vera límið í liðinu, bæði innan og utan vallar. Ég sætti mig við það og geri mér grein fyrir því að það er mitt starf hér á Spáni," sagði Jón Arnór. „Hlutverk mitt hjá Unicaja og hjá íslenska landsliðinu er eins ólíkt og dagur og nótt. Á báðum stöðum þarf ég að gera það sem liðið þarf mest á að halda. Ef ég skora ekki með íslenska landsliðinu þá vinnum við ekki. Það er því mitt hlutverk hjá íslenska landsliðinu að vera „agressívur“ í sókninni og skjóta mikið," sagði Jón Arnór. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Jón Arnór inn á heimasíðu FIBA. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður ársins og einn af þeim tíu sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins, er í skemmtilegu viðtali á heimasíðu FIBA þar sem íslenski landsliðsmaðurinn ræðir meðal annars EM-ævintýri íslenska landsliðsins sem og hlutverk sitt hjá toppliði Unicaja Malaga á Spáni. Jón Arnór spilaði ekki fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppninni en var stigahæstur í sigurleiknum út í Bretlandi þegar íslenska liðið fór langleiðina með að tryggja sér sæti á EM. Hann setti meðal annars niður eitt stærsta skot sitt á ferlinum þegar þriggja stiga skot hans rataði rétta leið 44 sekúndum fyrir leikslok. „Það var alveg að fara með mig að vera ekki með. Það var stór áhætta fyrir mig að spila án þess að vera með samning en ég hélt aldrei að ég þyrfti að bíða svona lengi eftir nýjum samningi. Þegar ég sá styrkleika breska liðsins sem við unnum sannfærandi á Íslandi, þá stökk ég upp á vagninn eins og klappstýra eða svo sögðu liðsfélagarnir allavega," sagði Jón Arnór. „Ég tek því alveg. Úti í Bretlandi þurftum við meiri vopn og þetta gekk upp. Þetta er ótrúlegt en við erum komnir í úrslitakeppni EM. Þetta er ótrúleg tilfinning," sagði Jón Arnór. „Ég og Hlynur erum búnir að vera svo lengi í landsliðinu þannig að þetta er mjög sérstakt fyrir okkur. Okkur hefur vantað svona til að toppa landsliðsferilinn," sagði Jón Arnór. „Þetta mun án vafa hjálpa íslenskum körfubolta. Þetta er orðinn hluti að íslenskri íþróttasögu og vonandi getum við haft góð áhrif á krakkana," sagði Jón Arnór. „Við munum berjast til síðasta blóðdropa í öllum leikjunum. Þannig er okkar nálgun á þessa leiki," sagði Jón Arnór um riðil íslenska liðsins sem er talinn vera sá erfiðasti í keppninni. Fjögur af sex liðum komast áfram í sextán liða úrslitin. Blaðamaður FIBA.com spyr Jón Arnór næst út í lífið hjá Unicaja Malaga en liðið er nú í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það er frábær staða fyrir mig og það er gott að vera kominn aftur í Euroleague og vera aftur farinn að spila fyrir stórt félag. Ég gat ekki beðið eftir því að fá að spila aftur í Euroleague og loksins gekk það upp," sagði Jón Arnór. „Það var frábært tækifæri fyrir mig að fara til Malaga sem er frábært félag í frábærri borg. Ég tel að við séum með mjög gott lið með góðum liðsanda. Við höfum sýnt hvað við getum með því að vinna öflug lið á útivelli í úrvalsdeildinni," sagði Jón Arnór. Jón Arnór er að koma inn af bekknum hjá Unicaja Malaga og hann talar um það hversu ólíkt hlutverk hans er hjá Unicaja og íslenska landsliðinu. „Ég þarf að koma inn með mikla orku og ég verð að setja niður opnu skotin. Það koma dagar þar sem ég hitti en stundum hitti ég ekki. Ég reyni samt alltaf að gefa liðinu eitthvað," sagði Jón Arnór. „Ég þarf fyrst og fremst að standa mig í varnarleiknum og vera grimmur þar. Ég þarf að vera límið í liðinu, bæði innan og utan vallar. Ég sætti mig við það og geri mér grein fyrir því að það er mitt starf hér á Spáni," sagði Jón Arnór. „Hlutverk mitt hjá Unicaja og hjá íslenska landsliðinu er eins ólíkt og dagur og nótt. Á báðum stöðum þarf ég að gera það sem liðið þarf mest á að halda. Ef ég skora ekki með íslenska landsliðinu þá vinnum við ekki. Það er því mitt hlutverk hjá íslenska landsliðinu að vera „agressívur“ í sókninni og skjóta mikið," sagði Jón Arnór. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Jón Arnór inn á heimasíðu FIBA.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira