Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2014 11:06 Þeir sem nú stríða í Flóa. Brigslyrðin ganga á vixl og nú er búið að draga sýslumanninn á Selfossi inní deiluna. Óvenju illskeyttar nágrannaerjur, sem jafnvel má flokka sem stríð, geysa nú í Flóa milli ábúenda í Langholti 1 og 2. Þær snúast um lóðamörk og ganga ásakanir á víxl, meðal annars þess efnis að annar deiluaðili hafi reynt að aka yfir hinn á skurðgröfu. Lögreglan hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af málinu. Fréttastofa hefur fjallað um málið og í fréttum Stöðvar 2 í gær var meðal annars rætt við Hreggvið Hallgrímsson Langholti 1, sem á sínum tíma skipti á Langholti 1 og 2 á sléttu, að sögn. Brigslyrðin ganga á víxl því Hallgrímur heldur því jafnframt fram að lóðaskjöl séu týnd hjá sýslumanni, en á skrifstofu sýslumanns starfi einmitt dóttir konunnar á Langholti 2, þeirrar sem Hreggviður nú deilir við. Hún hefur kært hann þrisvar fyrir manndrápstilraunir, að sögn Hreggviðs; kærur sem ríkissaksóknari hefur fellt niður jafnharðan. Og það var þá sem Gunnar Örn Jónsson settur sýslumaðurinn á Selfossi stökk uppúr sófasæti sínu í gærkvöldi og vill nú koma á framfæri eftirfarandi athugasemd: „Vegna fréttar í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi um deilur milli ábúenda í Langholti 1 og 2 í Flóahreppi í Árnessýslu þykir embætti Sýslumannsins á Selfossi rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ávirðingum um að skjöl í þinglýsingadeild hafi glatast er alfarið vísað á bug. Embættið starfar að lögum og þess er vandlega gætt að hæfisskilyrðum þeirra er koma að máli sé fullnægt. Deiluaðilum hafa verið kynntar þær lögformlegu leiðir sem til eru, annarsvegar til að fá sett lögbann á framkvæmdir sem þeir telja ólögmætar og hinsvegar til að fá skorið úr um mörk landareigna fyrir dómstólum, en hafa að því er virðist kosið að nýta sér ekki þær leiðir. Embættið mun ekki tjá sig frekar um málið en áskilur sér þó rétt til þess að upplýsa um augljósar rangfærslur um málsmeðferð.“ Og undir þetta ritar sýslumaðurinn á Selfossi. Þarna er greinilega allt undir og ekki sér fyrir endann á þessari harðvítugu deilu. Nágrannadeilur Flóahreppur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Óvenju illskeyttar nágrannaerjur, sem jafnvel má flokka sem stríð, geysa nú í Flóa milli ábúenda í Langholti 1 og 2. Þær snúast um lóðamörk og ganga ásakanir á víxl, meðal annars þess efnis að annar deiluaðili hafi reynt að aka yfir hinn á skurðgröfu. Lögreglan hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af málinu. Fréttastofa hefur fjallað um málið og í fréttum Stöðvar 2 í gær var meðal annars rætt við Hreggvið Hallgrímsson Langholti 1, sem á sínum tíma skipti á Langholti 1 og 2 á sléttu, að sögn. Brigslyrðin ganga á víxl því Hallgrímur heldur því jafnframt fram að lóðaskjöl séu týnd hjá sýslumanni, en á skrifstofu sýslumanns starfi einmitt dóttir konunnar á Langholti 2, þeirrar sem Hreggviður nú deilir við. Hún hefur kært hann þrisvar fyrir manndrápstilraunir, að sögn Hreggviðs; kærur sem ríkissaksóknari hefur fellt niður jafnharðan. Og það var þá sem Gunnar Örn Jónsson settur sýslumaðurinn á Selfossi stökk uppúr sófasæti sínu í gærkvöldi og vill nú koma á framfæri eftirfarandi athugasemd: „Vegna fréttar í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi um deilur milli ábúenda í Langholti 1 og 2 í Flóahreppi í Árnessýslu þykir embætti Sýslumannsins á Selfossi rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ávirðingum um að skjöl í þinglýsingadeild hafi glatast er alfarið vísað á bug. Embættið starfar að lögum og þess er vandlega gætt að hæfisskilyrðum þeirra er koma að máli sé fullnægt. Deiluaðilum hafa verið kynntar þær lögformlegu leiðir sem til eru, annarsvegar til að fá sett lögbann á framkvæmdir sem þeir telja ólögmætar og hinsvegar til að fá skorið úr um mörk landareigna fyrir dómstólum, en hafa að því er virðist kosið að nýta sér ekki þær leiðir. Embættið mun ekki tjá sig frekar um málið en áskilur sér þó rétt til þess að upplýsa um augljósar rangfærslur um málsmeðferð.“ Og undir þetta ritar sýslumaðurinn á Selfossi. Þarna er greinilega allt undir og ekki sér fyrir endann á þessari harðvítugu deilu.
Nágrannadeilur Flóahreppur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00
Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12