Innlent

Útlit fyrir annan storm á sunnudaginn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Veðrið mun ekki skána mikið á næstunni.
Veðrið mun ekki skána mikið á næstunni.
Útlit er fyrir annan storm úr norðanátt á sunnudagskvöld. Þetta kemur fram í samtali við Helgu Ívarsdóttur, veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands

„Smáatriðin í þessu er ekki ljós, en það er útlit fyrir norðanstorm sem gengur yfir allt landið. Útlit er fyrir að á meðan stormurinn geysi verði frost. Á mánudag mun líklega lægja en þá kólnar talsvert. En síðan er útlit fyrir að á þriðjudaginn verði aftur vaxandi norðanátt. Það er meiri óvissa yfir því norðan áhlaupi, það gæti alveg breyst. En veðrið gæti semsagt aftur orðið slæmt á þriðjudaginn.“

Því er útlit fyrir að þriðji stormurinn muni ganga yfir landið á sunnudaginn og jafnvel sá fjórði á þriðjudaginn.

Helga segir að í dag verði frost um allt land og gæti það náð allt að átta gráðum. Næstu daga mun veðrið kólna og er gert ráð fyrir miklu frosti á föstudag og eitthvað inn í helgina.

Á vefsíðu Veðurstofunnar má sjá veðurspá fyrir daginn í dag og lítur hún svo út:

Norðlæg átt 18-25 m/s, hvassast norðantil á landinu. Hægari austantil fram undir kvöld. Norðan 15-25 m/s í nótt, hvassast austast. Snjókoma eða él, en úrkomulítið á Suður- og Suðausturlandi. Lítið eitt hægari þegar líður á morgundaginn og dregur úr úrkomu um landið vestanvert. Frost 1 til 7 stig.


Tengdar fréttir

Bjargaði konu og barni úr bíl á Reykjanesbrautinni

Lögreglan á Suðurnesjum varar við miklu hvassvirði og mjög slæmu skyggni á Reykjanesbraut. Þar er nú allt niður í tveggja metra skyggni og eru björgunarsveitir í viðbragðsstöðu.

Sein í vinnuna og sumir á hjóli

Einstaka hjólreiðakappar breyttu ekki útaf vananum og hjóluðu til vinnu vopnaðir skíðagleraugum í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×