Sátu föst í blindbyl í klukkutíma Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2014 23:09 "Okkur var þó orðið svolítið kalt og við stelpurnar í hlandspreng,“ segir Ingibjörg Reynisdóttir. Vísir/Loftmyndir Þau Stefán Máni, Ingibjörg Reynisdóttir, Þorgrímur Þráinsson, Soffía Bjarnadóttir og Jón Gnarr lentu í hrakförum á sunnanverðu Snæfellsnesi í kvöld, þegar þau keyrðu út af veginum við félagsheimilið Breiðablik. Þar sátu þau föst í klukkustund á meðan bóndi á nærliggjandi sveitabæ kom á dráttavél og dró þau upp á veginn aftur. „Við sáum ekki á milli stika og fórum bara útaf. Það var blindbylur og mannvonskuveður og við sáum ekki út. Bíllinn endaði bara utanvegar og við þurftum að dúsa þar í klukkutíma. Þá kom bóndi á traktor og hann náði að draga okkur upp,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Þau hringdu á nærliggjandi sveitabæ og fengu bónda þar til að koma þeim til hjálpar. „Við fengum vitlausa staðsetningu á staðsetningatæki sem Jón var með og við gáfum honum upp vitlausan stað, svo hann fór í öfuga átt.“ Heimamenn sem þarna voru á ferðinni stoppuðu hjá þeim og bentu þeim á hvar þau væru og sneri bóndinn við. Rithöfundarnir fimm voru á leið vestur í Ólafsvík til að taka þátt í upplestrarkvöldi sem tíundi bekkur Grunnskóla Snæfellsbæjar heldur árlega. „Við vorum að velta fyrir okkur þar sem við vorum orðin rúmum hálftíma of sein á upplesturinn, að hætta við og snúa við, en við ákváðum að klára þetta,“ segir Ingibjörg. „Jón hélt okkur uppi með gamansögum og við reyndum að gera gott úr þessu.“ Aðspurð hver hafi verið svo heppinn að fá að ferja hópinn vel skipaða vestur segir Ingibjörg að Stefán Máni og Þorgrímur hafi skipst á að aka. „Og hönd guðs sá um stýrið.“Minnst sem fólkið sem dó með Jóni Gnarr Á upplestrarkvöldinu sagðist Jón Gnarr hafa nefnt það á leiðinni að ef þau væru í Bandaríkjunum væri búið að loka öllum vegum, lýsa yfir neyðarástandi og forsetinn kominn í öruggt skjól. Allt fór þetta þó vel og hlaut enginn mein af. „Okkur var þó orðið svolítið kalt og við stelpurnar í hlandspreng,“ segir Ingibjörg. „Þetta gekk sem betur fer allt vel.“ Rithöfundarnir eru enn í Ólafsvík þar sem þau fóru í kaffiboð til foreldra Stefáns Mána, en hann og Þorgrímur Þráinsson eru frá Ólafsvík. Eftir það verður lagt af stað aftur í bæinn. Fyrr í dag skrifaði Ingibjörg á Facebook síðu sína að hún væri að fara vestur með flottu föruneyti. Þá sagði hún að gott væri að vera með keðjur, reipi og skóflu í skottinu. Við það skrifaði Stefán Máni: „Við munum öll deyja, mig dreymdi það í nótt. Verst að Jón Gnarr fær mestu umfjöllunina í kjölfarið. Við hin verðum bara fólkið sem dó með honum. Það er sorglegast.“ Sem betur fer rættist sá draumur þó ekki.Uppfært klukkan 12:20 Hópurinn snæddi jólamat hjá foreldrum Stefáns Mána og gerði svo aðra tilraun til borgarferðar upp úr miðnætti í svartmyrkri en betri færð. Post by Ingibjörg Reynisdóttir. Post by Ingibjörg Reynisdóttir. Veður Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Þau Stefán Máni, Ingibjörg Reynisdóttir, Þorgrímur Þráinsson, Soffía Bjarnadóttir og Jón Gnarr lentu í hrakförum á sunnanverðu Snæfellsnesi í kvöld, þegar þau keyrðu út af veginum við félagsheimilið Breiðablik. Þar sátu þau föst í klukkustund á meðan bóndi á nærliggjandi sveitabæ kom á dráttavél og dró þau upp á veginn aftur. „Við sáum ekki á milli stika og fórum bara útaf. Það var blindbylur og mannvonskuveður og við sáum ekki út. Bíllinn endaði bara utanvegar og við þurftum að dúsa þar í klukkutíma. Þá kom bóndi á traktor og hann náði að draga okkur upp,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Þau hringdu á nærliggjandi sveitabæ og fengu bónda þar til að koma þeim til hjálpar. „Við fengum vitlausa staðsetningu á staðsetningatæki sem Jón var með og við gáfum honum upp vitlausan stað, svo hann fór í öfuga átt.“ Heimamenn sem þarna voru á ferðinni stoppuðu hjá þeim og bentu þeim á hvar þau væru og sneri bóndinn við. Rithöfundarnir fimm voru á leið vestur í Ólafsvík til að taka þátt í upplestrarkvöldi sem tíundi bekkur Grunnskóla Snæfellsbæjar heldur árlega. „Við vorum að velta fyrir okkur þar sem við vorum orðin rúmum hálftíma of sein á upplesturinn, að hætta við og snúa við, en við ákváðum að klára þetta,“ segir Ingibjörg. „Jón hélt okkur uppi með gamansögum og við reyndum að gera gott úr þessu.“ Aðspurð hver hafi verið svo heppinn að fá að ferja hópinn vel skipaða vestur segir Ingibjörg að Stefán Máni og Þorgrímur hafi skipst á að aka. „Og hönd guðs sá um stýrið.“Minnst sem fólkið sem dó með Jóni Gnarr Á upplestrarkvöldinu sagðist Jón Gnarr hafa nefnt það á leiðinni að ef þau væru í Bandaríkjunum væri búið að loka öllum vegum, lýsa yfir neyðarástandi og forsetinn kominn í öruggt skjól. Allt fór þetta þó vel og hlaut enginn mein af. „Okkur var þó orðið svolítið kalt og við stelpurnar í hlandspreng,“ segir Ingibjörg. „Þetta gekk sem betur fer allt vel.“ Rithöfundarnir eru enn í Ólafsvík þar sem þau fóru í kaffiboð til foreldra Stefáns Mána, en hann og Þorgrímur Þráinsson eru frá Ólafsvík. Eftir það verður lagt af stað aftur í bæinn. Fyrr í dag skrifaði Ingibjörg á Facebook síðu sína að hún væri að fara vestur með flottu föruneyti. Þá sagði hún að gott væri að vera með keðjur, reipi og skóflu í skottinu. Við það skrifaði Stefán Máni: „Við munum öll deyja, mig dreymdi það í nótt. Verst að Jón Gnarr fær mestu umfjöllunina í kjölfarið. Við hin verðum bara fólkið sem dó með honum. Það er sorglegast.“ Sem betur fer rættist sá draumur þó ekki.Uppfært klukkan 12:20 Hópurinn snæddi jólamat hjá foreldrum Stefáns Mána og gerði svo aðra tilraun til borgarferðar upp úr miðnætti í svartmyrkri en betri færð. Post by Ingibjörg Reynisdóttir. Post by Ingibjörg Reynisdóttir.
Veður Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira