Mjólkureftirlitsmaðurinn sagður skaða orðstír Bernharðs bónda Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2014 09:31 Gísli Tryggvason er nú orðinn talsmaður Sigga og Odds Andra í Hörgárdal. Parið Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, eða þeir Siggi og Oddur Andri í Hörgárdal, vilja fá að njóta friðar að sínu heimili að Hörgártúni. Þeir vilja ekki beita sér að sinni í nýrri vendingu í deilumálum þeirra sem snýr að Kristjáni Gunnarssyni fyrrverandi mjólkureftirlitsmanni. Þeir segja að það sé á ábyrgð Kristjáns ef orðstír bænda að Auðbrekku 1 sem mjólkurframleiðendur hefur beðið hnekki. Siggi og Oddur Andri í Hörgárdalnum hafa fengið sér lögmann til að annast sín mál í þeim harðvítugu deilum sem þeir nú standa í við nágranna sína á Auðbrekku 1; bændurna Bernharð Arnarson og Þórdísi Þórisdóttur. Sá er Gísli Tryggvason sem hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna síðustu vendinga í málinu, sem voru þær að Kristján Gunnarsson fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður upplýsti að Oddur Andri og Siggi hafi sent ábendingu um að sitthvað gæti verið athugavert við ástandið í fjósi þeirra hjóna, sem vert væri að athuga. En, með því braut Kristján trúnað við þá félaga og vinnureglur MS; ekki er talið verjandi að eftirlitsmenn upplýsi um hvaðan þeim berist ábendingar um eitthvað sem hugsanlega má betur fara. Vísir greindi frá málinu en Kristján sér ekkert athugavert við það þó þetta megi heita trúnaðarbrot; réttlætiskennd hans bauð honum að stíga fram. Gísli vill taka eftirfarandi fram fyrir hönd Odds Andra og Sigga: „Kvörtun sú, sem umbjóðendur mínir komu á framfæri við forstjóra MS fyrir rúmu ári er deilum nágranna óviðkomandi - enda var hún ekki upphaf málsins sem hófst í kjölfar þess að umbjóðendur mínir fluttu að Hörgártúni í ágúst 2012. Kvörtunin var send í góðri trú og í þeim trúnaði sem ætlast má til af fyrirtækjum á markaði fyrir viðkvæmar neysluvörur. Forstjóri MS svaraði umbjóðendum mínum sem treysta því að málið hafi fengið faglega úrlausn. Þótt fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður virðist hafa rofið þann trúnað ætluðust umbjóðendur mínir ekki til þess að kvörtunin kæmi fyrir almenningssjónir enda til þess fallin að skaða orðstír framleiðenda sem ekki var ætlun umbjóðenda minna,“ segir Gísli sem hefur tekið að sér að annast mál þeirra: „Umbjóðendur mínir hafa falið mér að leita lausnar í málinu í því skyni að þeir geti notið þess heimilisfriðar sem allir borgarar hafa stjórnarskrárvarinn rétt á.“ Nágrannadeilur Hörgársveit Tengdar fréttir Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31 Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10 Segir Sigga og Odd Andra sögusmettur og rógbera Mjólkureftirlitsmaðurinn segist ekki sjá á eftir því að hafa brotið trúnað – réttlætiskenndin hafi boðið honum að stíga fram. 9. desember 2014 19:13 Mjólkureftirlitsmaður brýtur trúnað við Sigga og Odd Andra Deilurnar í Hörgárdal taka óvænta stefnu. 9. desember 2014 11:39 Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Parið Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, eða þeir Siggi og Oddur Andri í Hörgárdal, vilja fá að njóta friðar að sínu heimili að Hörgártúni. Þeir vilja ekki beita sér að sinni í nýrri vendingu í deilumálum þeirra sem snýr að Kristjáni Gunnarssyni fyrrverandi mjólkureftirlitsmanni. Þeir segja að það sé á ábyrgð Kristjáns ef orðstír bænda að Auðbrekku 1 sem mjólkurframleiðendur hefur beðið hnekki. Siggi og Oddur Andri í Hörgárdalnum hafa fengið sér lögmann til að annast sín mál í þeim harðvítugu deilum sem þeir nú standa í við nágranna sína á Auðbrekku 1; bændurna Bernharð Arnarson og Þórdísi Þórisdóttur. Sá er Gísli Tryggvason sem hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna síðustu vendinga í málinu, sem voru þær að Kristján Gunnarsson fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður upplýsti að Oddur Andri og Siggi hafi sent ábendingu um að sitthvað gæti verið athugavert við ástandið í fjósi þeirra hjóna, sem vert væri að athuga. En, með því braut Kristján trúnað við þá félaga og vinnureglur MS; ekki er talið verjandi að eftirlitsmenn upplýsi um hvaðan þeim berist ábendingar um eitthvað sem hugsanlega má betur fara. Vísir greindi frá málinu en Kristján sér ekkert athugavert við það þó þetta megi heita trúnaðarbrot; réttlætiskennd hans bauð honum að stíga fram. Gísli vill taka eftirfarandi fram fyrir hönd Odds Andra og Sigga: „Kvörtun sú, sem umbjóðendur mínir komu á framfæri við forstjóra MS fyrir rúmu ári er deilum nágranna óviðkomandi - enda var hún ekki upphaf málsins sem hófst í kjölfar þess að umbjóðendur mínir fluttu að Hörgártúni í ágúst 2012. Kvörtunin var send í góðri trú og í þeim trúnaði sem ætlast má til af fyrirtækjum á markaði fyrir viðkvæmar neysluvörur. Forstjóri MS svaraði umbjóðendum mínum sem treysta því að málið hafi fengið faglega úrlausn. Þótt fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður virðist hafa rofið þann trúnað ætluðust umbjóðendur mínir ekki til þess að kvörtunin kæmi fyrir almenningssjónir enda til þess fallin að skaða orðstír framleiðenda sem ekki var ætlun umbjóðenda minna,“ segir Gísli sem hefur tekið að sér að annast mál þeirra: „Umbjóðendur mínir hafa falið mér að leita lausnar í málinu í því skyni að þeir geti notið þess heimilisfriðar sem allir borgarar hafa stjórnarskrárvarinn rétt á.“
Nágrannadeilur Hörgársveit Tengdar fréttir Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31 Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10 Segir Sigga og Odd Andra sögusmettur og rógbera Mjólkureftirlitsmaðurinn segist ekki sjá á eftir því að hafa brotið trúnað – réttlætiskenndin hafi boðið honum að stíga fram. 9. desember 2014 19:13 Mjólkureftirlitsmaður brýtur trúnað við Sigga og Odd Andra Deilurnar í Hörgárdal taka óvænta stefnu. 9. desember 2014 11:39 Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31
Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10
Segir Sigga og Odd Andra sögusmettur og rógbera Mjólkureftirlitsmaðurinn segist ekki sjá á eftir því að hafa brotið trúnað – réttlætiskenndin hafi boðið honum að stíga fram. 9. desember 2014 19:13
Mjólkureftirlitsmaður brýtur trúnað við Sigga og Odd Andra Deilurnar í Hörgárdal taka óvænta stefnu. 9. desember 2014 11:39
Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45