Button áfram hjá McLaren Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2014 11:56 Button ekur með Fernando Alonso en Kevin Magnussen verður tilraunaökumaður. Vísir/Getty McLaren staðfesti í morgun að Jenson Button verði áfram í keppnisliði McLaren í Formúlu 1-kappakstrinum og verði því liðsfélagi Fernando Alonso, sem kom frá Ferrari á dögunum. Kevin Magnussen missir því sæti sitt í liðinu en verður þó áfram hjá McLaren sem tilrauna og varaökumaður. „Fernando og Jenson hafa ekið í nákvæmlega 500 mótum samanlagt og unnið 47 þeirra,“ sagði Ron Dennis, liðsstjóri McLaren. „Ekkert annað lið státar af jafn sterkri uppstillingu í dag.“ Alonso var síðast á mála hjá McLaren fyrir sjö árum síðan en fór eftir að hafa lent upp á kant við Dennis. Hann segist þó þess fullviss um að liðið sé á réttri braut í dag. „Ég veit að það gæti tekið smá tíma að ná þeim árangri sem stefnum að en það er í góðu lagi mín vegna.“ Button hefur verið hjá McLaren í sex ár og sextán ár alls í Formúlunni. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren staðfesti í morgun að Jenson Button verði áfram í keppnisliði McLaren í Formúlu 1-kappakstrinum og verði því liðsfélagi Fernando Alonso, sem kom frá Ferrari á dögunum. Kevin Magnussen missir því sæti sitt í liðinu en verður þó áfram hjá McLaren sem tilrauna og varaökumaður. „Fernando og Jenson hafa ekið í nákvæmlega 500 mótum samanlagt og unnið 47 þeirra,“ sagði Ron Dennis, liðsstjóri McLaren. „Ekkert annað lið státar af jafn sterkri uppstillingu í dag.“ Alonso var síðast á mála hjá McLaren fyrir sjö árum síðan en fór eftir að hafa lent upp á kant við Dennis. Hann segist þó þess fullviss um að liðið sé á réttri braut í dag. „Ég veit að það gæti tekið smá tíma að ná þeim árangri sem stefnum að en það er í góðu lagi mín vegna.“ Button hefur verið hjá McLaren í sex ár og sextán ár alls í Formúlunni.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira