Forsætisráðherra fagnaði afmæli eiginkonunnar Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2014 20:37 Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur atkvæðagreiðslu um fjárlög á Alþingi í gær. En hann sé líka fjölskyldumaður og hafi verið að sinna viðburði í fjölskyldunni sem hún telji að allir hafi skilning á. Atkvæðagreiðslur að lokinni annarri umræðu um fjárlög tók sex og hálfa klukkustund hér á Alþingi í gær og hafa slíkar atkvæðagreiðslur aldrei tekið eins langan tíma frá því rafrænar atkvæðagreiðslur voru teknar upp á þinginu árið 1991. Undir lok atkvæðagreiðslunnar í gærkveldi gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar alvarlegar athugasemdir við fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. „Forsætisráðherra er ekki hér. Hann hefur borið á góma hér nokkrum sinnum í tengslum við grænt hagkerfi, kostnað við aðstoðarmenn og ýmis konar undirhlaðning undir eigið embætti. Ég vil spyrja hæstvirtan forseta; er forsætisráðherra erlendis og er hann þá þar í opinberum erindagjörðum,“ spurði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn tóku undir gagnrýni hennar á fjarveru. „Forseta er kunnugt um að hæstvirtur forsætisráðherra er erlendis en hefur ekki aflað sér upplýsinga um erindi hæstvirts forsætisráðherra og er ekki vanur því svosem að gera það þegar um er að ræða fjarvistir einstakra háttvirtra þingmanna,“ sagði Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti fréttastofuna hins vegar um að forsætisráðherra væri í stuttri ferð til útlanda í tilefni fertugsafmælis eiginkonu sinnar. Samkvæmt heimildum fóru þau til útlanda á sunnudag en eiginkonan átti afmæli á þriðjudag. Fjárlagafrumvarp er alla jafna stærsta mál hverrar ríkisstjórnar þar sem helstu stefnumál hennar ná fram að ganga. „Það er líka rétt hjá þér að það hefði verið mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur. Samkvæmt okkar starfsáætlun þá átti annarri umræðu að vera lokið þegar hann hefur eflaust skipulagt sína för. Hann er fjölskyldumaður. Það var viðburður í fjölskyldu hans sem hann hefur viljað halda upp á og ég held að allir skilji það á aðventunni að menn sinni líka sinni fjölskyldu eitthvað,“ segir Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Flestir þingmenn vita hins vegar að afar erfitt er að gera áætlanir utan þings vegna árlegra anna á þinginu fyrir jól. „Jú við lifum á vinnustað sem að sem nokkur óvissa ríkir á. En eins og ég segi; starfsáætlun hefur haldið nokkuð en raskaðist akkúrat varðandi þetta. Annars hefur hún haldið í haust. Þannig að hann var búinn að gera þessi plön og ég bara virði við hann að hann hugsi um fjölskyldu sína öðru hvoru. Hann er í þannig starfi að það gefast afar fáar stundir með henni,“ segir Sigrún. Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur atkvæðagreiðslu um fjárlög á Alþingi í gær. En hann sé líka fjölskyldumaður og hafi verið að sinna viðburði í fjölskyldunni sem hún telji að allir hafi skilning á. Atkvæðagreiðslur að lokinni annarri umræðu um fjárlög tók sex og hálfa klukkustund hér á Alþingi í gær og hafa slíkar atkvæðagreiðslur aldrei tekið eins langan tíma frá því rafrænar atkvæðagreiðslur voru teknar upp á þinginu árið 1991. Undir lok atkvæðagreiðslunnar í gærkveldi gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar alvarlegar athugasemdir við fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. „Forsætisráðherra er ekki hér. Hann hefur borið á góma hér nokkrum sinnum í tengslum við grænt hagkerfi, kostnað við aðstoðarmenn og ýmis konar undirhlaðning undir eigið embætti. Ég vil spyrja hæstvirtan forseta; er forsætisráðherra erlendis og er hann þá þar í opinberum erindagjörðum,“ spurði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn tóku undir gagnrýni hennar á fjarveru. „Forseta er kunnugt um að hæstvirtur forsætisráðherra er erlendis en hefur ekki aflað sér upplýsinga um erindi hæstvirts forsætisráðherra og er ekki vanur því svosem að gera það þegar um er að ræða fjarvistir einstakra háttvirtra þingmanna,“ sagði Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti fréttastofuna hins vegar um að forsætisráðherra væri í stuttri ferð til útlanda í tilefni fertugsafmælis eiginkonu sinnar. Samkvæmt heimildum fóru þau til útlanda á sunnudag en eiginkonan átti afmæli á þriðjudag. Fjárlagafrumvarp er alla jafna stærsta mál hverrar ríkisstjórnar þar sem helstu stefnumál hennar ná fram að ganga. „Það er líka rétt hjá þér að það hefði verið mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur. Samkvæmt okkar starfsáætlun þá átti annarri umræðu að vera lokið þegar hann hefur eflaust skipulagt sína för. Hann er fjölskyldumaður. Það var viðburður í fjölskyldu hans sem hann hefur viljað halda upp á og ég held að allir skilji það á aðventunni að menn sinni líka sinni fjölskyldu eitthvað,“ segir Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Flestir þingmenn vita hins vegar að afar erfitt er að gera áætlanir utan þings vegna árlegra anna á þinginu fyrir jól. „Jú við lifum á vinnustað sem að sem nokkur óvissa ríkir á. En eins og ég segi; starfsáætlun hefur haldið nokkuð en raskaðist akkúrat varðandi þetta. Annars hefur hún haldið í haust. Þannig að hann var búinn að gera þessi plön og ég bara virði við hann að hann hugsi um fjölskyldu sína öðru hvoru. Hann er í þannig starfi að það gefast afar fáar stundir með henni,“ segir Sigrún.
Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira