Utanríkisráðuneytið með pyndingarskýrsluna til skoðunar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. desember 2014 11:41 Sigmundur Davíð segir málið vera til skoðunar í ráðuneyti Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Vísir/Daníel Utanríkisráðuneytið er nú að yfirfara skýrslu bandaríska þingsins um pyndingar á föngum í haldi Bandaríkjamanna. Úrdráttur úr skýrslunni var birtur opinberlega á dögunum en skýrslan sjálf er ríkisleyndarmál í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.Árni Páll spurði forsætisráðherra út í skýrslu bandaríska þingsins í morgun.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist ekki kunnugt um að íslensk stjórnvöld hefðu gefið Bandaríkjunum heimild til að nota aðstöðu á Íslandi til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum CIA. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði það mjög mikilvægt að grennslast vandlega fyrir um tildrög þess að fangaflugvélar lentu hér á landi. Áður hefur verið greint frá því að flugvélar á vegum Bandaríkjastjórnar sem notaðar voru til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum í Evrópu, svokölluðum „Black sites“, hafi millilent á Íslandi.Sjá einnig: Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIAEin af fangaflugvélum CIA á Reykjavíkurflugvelli.Vísir/Einar„Það má taka undir það með háttvirtum þingmanni að auðvitað er þetta mjög alvarlegt mál og mikilvægt að kanna á allan hátt, sem kostur er, hvort aðstaða á Íslandi hafi verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð og vísaði til þess að málið væri til skoðunar í utanríkisráðuneytinu. Minntist forsætisráðherra einnig á að árið 2007 hafi verið skrifuð skýrsla um fangaflug sem hafi verið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. „Mér skilst að við fyrstu athugun í utanríkisráðuneytinu hafi ekkert komið fram í þessari skýrslu um Ísland og raunar ekki um fangaflutninga heldur en það breytir þó ekki því að það er rétt að leita allra leiða til að tryggja að menn hafi allar þær upplýsingar sem kostur er á í þessu máli,“ sagði Sigmundur. Alþingi Tengdar fréttir Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIA Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum sem framkvæmdar voru undir stjórn CIA. 12. desember 2014 11:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Utanríkisráðuneytið er nú að yfirfara skýrslu bandaríska þingsins um pyndingar á föngum í haldi Bandaríkjamanna. Úrdráttur úr skýrslunni var birtur opinberlega á dögunum en skýrslan sjálf er ríkisleyndarmál í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.Árni Páll spurði forsætisráðherra út í skýrslu bandaríska þingsins í morgun.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist ekki kunnugt um að íslensk stjórnvöld hefðu gefið Bandaríkjunum heimild til að nota aðstöðu á Íslandi til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum CIA. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði það mjög mikilvægt að grennslast vandlega fyrir um tildrög þess að fangaflugvélar lentu hér á landi. Áður hefur verið greint frá því að flugvélar á vegum Bandaríkjastjórnar sem notaðar voru til að flytja fanga til og frá yfirheyrslustöðum í Evrópu, svokölluðum „Black sites“, hafi millilent á Íslandi.Sjá einnig: Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIAEin af fangaflugvélum CIA á Reykjavíkurflugvelli.Vísir/Einar„Það má taka undir það með háttvirtum þingmanni að auðvitað er þetta mjög alvarlegt mál og mikilvægt að kanna á allan hátt, sem kostur er, hvort aðstaða á Íslandi hafi verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð og vísaði til þess að málið væri til skoðunar í utanríkisráðuneytinu. Minntist forsætisráðherra einnig á að árið 2007 hafi verið skrifuð skýrsla um fangaflug sem hafi verið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. „Mér skilst að við fyrstu athugun í utanríkisráðuneytinu hafi ekkert komið fram í þessari skýrslu um Ísland og raunar ekki um fangaflutninga heldur en það breytir þó ekki því að það er rétt að leita allra leiða til að tryggja að menn hafi allar þær upplýsingar sem kostur er á í þessu máli,“ sagði Sigmundur.
Alþingi Tengdar fréttir Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIA Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum sem framkvæmdar voru undir stjórn CIA. 12. desember 2014 11:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Fjórtán þingmenn vilja fordæma pyndingar CIA Tilefnið er birting skýrslu öldungadeildar bandaríska þingsins sem lýsir hrottalegum pyndingum sem framkvæmdar voru undir stjórn CIA. 12. desember 2014 11:01