Frá þriggja stiga línunni á hliðarlínuna - Kerr aftur hluti af 72-10 leiktíð? Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2014 13:45 Steve Kerr var frábær þriggja skytta og virðist álíka góður þjálfari. vísir/getty Golden State Warriors er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana, en það vann 16. leikinn í röð í nótt þegar það lagði New Orleans Pelicans í framlengdum leik, 122-118. Golden State vann fyrstu fjóra leiki tímabilsins, tapaði svo tveimur í röð gegn Phoenix og San Antonio, en hefur síðan þá unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Liðið er nú búið að vinna 21 leik og tapa tveimur, en síðasta liðið sem tapaði aðeins tveimur leikjum af fyrstu 23 var Boston Celtics fyrir sex árum síðan.Steve Kerr í Bulls-galla 1996.vísir/gettyBoston-liðið, með þá Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen innanborðs, spilaði frábærlega leiktíðina 2008/2009 en þurfti að lúta í gras gegn Los Angeles Lakers í úrslitarimmunni. Síðasta liðið sem vann 21 leik af fyrstu 23 og stóð uppi sem NBA-meistari var Chicago Bulls tímabilið 1996/1996 sem er eitt besta lið sem spilað hefur í deildinni. Það vann 72 leiki af 82 í deildarkeppninni og stóð uppi sem meistari eftir 4-2 sigur á Seattle Supersonics í úrslitarimmunni. Chicago gerði reyndar enn betur og vann 23 af 25 fyrstu leikjum síðan áður en Reggie Miller og félagar í Indiana Pacers höfðu sigur á þessu frábæra liði, 103-97, á heimavelli sínum annan dag jóla 1995. Aðal maðurinn í liði Chicago á þessum árum var vitaskuld Michael Jordan, en einn traustasti leikmaður liðsins var þriggja stiga skyttan Steve Kerr. Steph Curry skoraði 34 stig í nótt: Kerr kom alltaf inn af bekknum og sturtaði niður þristum, en hann er ein besta skytta deildarinnar frá upphafi. Þetta umrædda tímabil skoraði hann 122 þriggja stiga körfur í 237 tilraunum sem gerir 51,5 prósent skotnýtingu fyrir utan teig. Ekki amalegt. Eftir farsælan feril þar sem hann vann fimm NBA-titla með Chicago og San Antonio Spurs gerði Kerr það gott sem körfuboltalýsandi, en í sumar var hann ráðinn þjálfari Golden State. Þetta skemmtilega og flotta lið Warriors hefur bætt sig mikið undir stjórn Kerr og er nú besta liðið í deildinni þegar ríflega fjórðungi hennar er lokið.Steph Curry í leik gegn Houston.vísir/gettyKerr lætur sitt lið sem körfubolta eins og honum var kennt af lærifeðrum sínum; Phil Jackson og Gregg Popovich. Það snýst allt um liðið. Það sást líka í nótt þegar ofurstjarna liðsins, leikstjórnandinn Steph Curry, gaf boltann á félaga sinn Klay Thompson þegar allir bjuggust við að hann myndi taka lokaskotið. Kerr tók sjálfur frægt lokaskot fyrir Chicago í sjötta leik lokaúrslitanna gegn Utah Jazz árið 1997. Hann fékk þá boltann galopinn þegar allir bjuggust við að Michael Jordan myndi taka skotið. Aðspurður eftir leikinn í nótt á blaðamannafundi hvers vegna fólk ætlast til að skærasta stjarna liðsins taki alltaf lokaskotið þegar allt er undir svaraði Kerr: „Það er vegna þess að fólk er fífl. Markmið leiksins er að fá opið skot þannig ef maðurinn með boltann fær tvo varnarmenn á sig á hann að gefa boltann. Þannig virkar leikurinn. Við gerum það og þess vegna erum við búnir að vinna tuttugu og eitthvað leiki. Vegna þess að við spilum liðskörfubolta.“ NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Golden State Warriors er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana, en það vann 16. leikinn í röð í nótt þegar það lagði New Orleans Pelicans í framlengdum leik, 122-118. Golden State vann fyrstu fjóra leiki tímabilsins, tapaði svo tveimur í röð gegn Phoenix og San Antonio, en hefur síðan þá unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Liðið er nú búið að vinna 21 leik og tapa tveimur, en síðasta liðið sem tapaði aðeins tveimur leikjum af fyrstu 23 var Boston Celtics fyrir sex árum síðan.Steve Kerr í Bulls-galla 1996.vísir/gettyBoston-liðið, með þá Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen innanborðs, spilaði frábærlega leiktíðina 2008/2009 en þurfti að lúta í gras gegn Los Angeles Lakers í úrslitarimmunni. Síðasta liðið sem vann 21 leik af fyrstu 23 og stóð uppi sem NBA-meistari var Chicago Bulls tímabilið 1996/1996 sem er eitt besta lið sem spilað hefur í deildinni. Það vann 72 leiki af 82 í deildarkeppninni og stóð uppi sem meistari eftir 4-2 sigur á Seattle Supersonics í úrslitarimmunni. Chicago gerði reyndar enn betur og vann 23 af 25 fyrstu leikjum síðan áður en Reggie Miller og félagar í Indiana Pacers höfðu sigur á þessu frábæra liði, 103-97, á heimavelli sínum annan dag jóla 1995. Aðal maðurinn í liði Chicago á þessum árum var vitaskuld Michael Jordan, en einn traustasti leikmaður liðsins var þriggja stiga skyttan Steve Kerr. Steph Curry skoraði 34 stig í nótt: Kerr kom alltaf inn af bekknum og sturtaði niður þristum, en hann er ein besta skytta deildarinnar frá upphafi. Þetta umrædda tímabil skoraði hann 122 þriggja stiga körfur í 237 tilraunum sem gerir 51,5 prósent skotnýtingu fyrir utan teig. Ekki amalegt. Eftir farsælan feril þar sem hann vann fimm NBA-titla með Chicago og San Antonio Spurs gerði Kerr það gott sem körfuboltalýsandi, en í sumar var hann ráðinn þjálfari Golden State. Þetta skemmtilega og flotta lið Warriors hefur bætt sig mikið undir stjórn Kerr og er nú besta liðið í deildinni þegar ríflega fjórðungi hennar er lokið.Steph Curry í leik gegn Houston.vísir/gettyKerr lætur sitt lið sem körfubolta eins og honum var kennt af lærifeðrum sínum; Phil Jackson og Gregg Popovich. Það snýst allt um liðið. Það sást líka í nótt þegar ofurstjarna liðsins, leikstjórnandinn Steph Curry, gaf boltann á félaga sinn Klay Thompson þegar allir bjuggust við að hann myndi taka lokaskotið. Kerr tók sjálfur frægt lokaskot fyrir Chicago í sjötta leik lokaúrslitanna gegn Utah Jazz árið 1997. Hann fékk þá boltann galopinn þegar allir bjuggust við að Michael Jordan myndi taka skotið. Aðspurður eftir leikinn í nótt á blaðamannafundi hvers vegna fólk ætlast til að skærasta stjarna liðsins taki alltaf lokaskotið þegar allt er undir svaraði Kerr: „Það er vegna þess að fólk er fífl. Markmið leiksins er að fá opið skot þannig ef maðurinn með boltann fær tvo varnarmenn á sig á hann að gefa boltann. Þannig virkar leikurinn. Við gerum það og þess vegna erum við búnir að vinna tuttugu og eitthvað leiki. Vegna þess að við spilum liðskörfubolta.“
NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira