Innlent

Ófært í efri byggðum Kópavogs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil umferðarteppa myndaðist í Salahverfinu í október.
Mikil umferðarteppa myndaðist í Salahverfinu í október. vísir/vilhelm
Ófært er í efri byggðum Kópavogs, starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru búnir að loka við Fífuhvammsvegi / Salaveg og Lindakirkju.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Það er erfitt fyrir moksturstæki að komast leiðar sinnar vegna bíla sem eru fastir og jafnvél búið að yfirgefa.

Unnið verður að opnun um leið og veður gengur niður. Vegfarendur eru beðnir að athuga að víðar er Illfært í bænum. Samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar er fólk beðið um að halda sig inni á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×