Fjöldagröf með líkum af 230 fórnarlömbum liðsmanna hryðjuverkasamtakanna ISIS hefur fundist í austurhluta Sýrlands.
Talsmenn mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights telja að um sé að ræða meðlimi ættbálks sem barðist gegn sveitum ISIS í Deir al-Zour héraði í sumar.
Sameinuðu þjóðirnar fengu upplýsingar um það í síðasta mánuði að mikið mannfall hafi orðið í héraðinu í ágúst síðastliðinn. Í frétt BBC segir að svo virðist að ISIS-liðar hafi ráðist gegn mönnunum til að komast yfir olíuauðlindir nærri bænum Mohassan í austurhluta Sýrlands.
Erlent