Fótbolti

Ísland endar árið í 33. sæti heimslistans

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Strákarnir fögnuðu flottum sigrum í haust.
Strákarnir fögnuðu flottum sigrum í haust. vísir/anton
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 33. sæti á síðasta heimslista ársins sem FIFA gaf út í morgun, en liðið stendur í stað frá síðasta lista.

Þetta er síðasti listi ársins og enda strákarnir því árið 2014 í 33. sæti, en fyrir sléttu ári þegar síðasti liðsins ársins 2013 var gefinn út var Ísland í 49. sæti.

Uppgangur liðsins hefur verið ævintýralegur undanfarin tvö ár, en  apríl 2012 var í 131. sæti, lægstu stöðu sinni frá upphafi, eftir töp gegn Japan og Svartfjallalandi í fyrstu leikjum Lars Lagerbäcks með liðið.

Danir færðust heldur ekki úr stað og eru bestir á Norðurlöndum, en þeir eru í 30. sæti. Svíar eru í 44. sæti og Norðmenn í 67. sæti.

Þjóðverjar eru sem fyrr á toppnum og á eftir þeim kemur Argentína, Kólumbía, Belgía, Holland, Brasilía og Portúgal. Staða 23 efstu liðanna er óbreytt.

Listinn í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×