Vísir sagði frá því í gærkvöldi að vélarnar hefðu dottið út en samkvæmt Sigurrós eru þær á svipaðri staðsetningu. Talsverður titringur var á vélunum áður en þær duttu út. Þær skemmdust þó ekki en vélarnar eru sérstaklega útbúnar til að þola að standa úti.
„Þetta er harðgert og ætlað til að vera úti,“ segir Sigurrós. „Ef eitthvað er þá er það frekar rafmagnið sem fer.“ Vefmyndavélarnar eru nú aftur byrjaðar að senda út og er hægt að fylgjast með eldgosinu hér.