Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. desember 2014 10:45 Þær björgunaraðgerðir sem unnar voru á Landspítalanum á sunnudag í síðustu viku eftir að karlmaður var stunginn með hnífi á Hverfisgötu þykja kraftaverki líkastar. Maðurinn, Sebastian Andrzej Golab, var stunginn í gegnum hjartað og voru áverkarnir verulega alvarlegir, en á tímapunkti var honum ekki hugað líf. Þrekvirkið sem læknar og heilbrigðisstarfsfólk unnu og komu Sebastiani til bjargar var því ótrúlegt. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær og hefur það gott. Sjúklingurinn að fjara út Það voru skurðlæknarnir Tómas Guðbjartsson og Helgi Kjartan Sigurðsson sem tóku á móti Sebastiani á Landspítalanum, en báðir voru þeir á bakvakt heima hjá sér. „Ég sat bara að snæðingi með frúnni. En við gátum komið okkur niður eftir mjög hratt þannig að við vorum komnir um 1-2 mínútum eftir að sjúklingurinn kemur inn. Þá er hann að fjara út fyrir framan okkur á kannski 2-3 mínútum og augljóst að þetta var ekki að stefna í rétta átt,“ sagði Tómas í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Sebastian hefur gefið honum góðfúslegt leyfi til að segja frá sögunni.„Ég er orðlaus. Ég er bara venjulegur maður og myndi gefa þessu fólki sem bjargaði lífi mínu bæði allt sem ég á og ekki á,“ segir Sebastian.vísir/ernirOpin hjartaaðgerð inni á bráðamóttöku Ástandið var það slæmt að enginn tími gafst til að fara með Sebastian á skurðstofu, sem staðsett er á annarri hæð hússins. Ákvörðun var því tekin um að fara inn í eitt herbergi slysavarðstofunnar og opna þar brjósthol hans. „Það var bara með hálfgerðum plasthníf sem er notaður meira til að hreinsa sár. Ekki eiginlegur skurðhnífur,“ segir Tómas. „Þá er farið inn í brjóstholið vinstra megin og markmiðið er að létta á þessu blóði sem er í kringum hjartað. Kallað hjartaþröng. Þá er tvennt sem gerist. Annars vegar að sjúklingnum blæðir út, en það eru að fara kannski fimm lítrar um kerfið á mínútu, og það þarf ekki stórt gat á hjartað til að sjúklingnum blæði út á nokkrum mínútum. En það er sekkur í kringum hjartað sem kallast gollurshús og hann að hluta til heldur blóðinu inni og minnkar blæðinguna. En að sama skapi gerir hann það líka að verkum að blóðið safnast saman fyrir utan hjartað þannig að hjartað nær ekki að fylla sig. Það var það sem var að gerast, hvort tveggja. Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“„Með hjartað í lúkunum“ Gollurshúsið er bandvefshulstur sem liggur utan um hjartað, eða þekur það og var það opnað þegar Sebastían fór í hjartastopp og síðan hjartahnoðað beint. „Eða eins og maður segir, með hjartað í lúkunum.“ Skömmu síðar náði Tómas hjartanu aftur í gang, en á þessari stundu var Sebastiani nánast búið að blæða út. Aðalatriðið með hnoðinu er að koma blóði upp til heilans. „Heilinn þarf ekki nema kannski fjórar mínútur og þá byrja frumurnar að skemmast óafturkræft, þannig að aðalatriðið er að reyna að varðveita heilastarfsemina.“Hélt rifbeinunum í sundur Á meðan þessu stóð hélt Helgi Kjartan rifbeinunum í sundur, en svokölluð rifjaglenna var ekki til staðar. „Hann er sterkur maður,“ segir Tómas.Tómas notaði plasthníf til að skera sjúklinginn upp. Hann setti síðan einn fingur í gatið á hjartanu til að koma í veg fyrir að það myndi dæla út blóði.vísir/pjeturSebastian fór fjórum til fimm sinnum í hjartastopp eftir að Tómas náði hjartslættinum aftur í gang. Það var vegna blóðleysis en talið er að Sebastian hafi misst um fimm lítra af blóði.Með fingurinn í gatinu til að koma í veg fyrir blóðmissi „Við sjáum allt í einu að það var kominn blóðþrýstingur og allt að ganga í rétta átt. Þá var auðvitað að setja puttann í gatið, halda áfram að fylla blóð, og þegar sjúklingurinn var orðinn sæmilega stabíll þá tekur maður svona sauma í þetta gat sem er í hjartanu. Maður verður samt að passa sig hvað maður er að gera því það eru kransæðar þarna allt í kring sem liggja utan um hjartað og næra hjartað. Það er ekki sama hvernig maður gerir þetta.“Myndi gefa þeim allt sem ég á Sebastian sagði í samtali við Fréttablaðið á mánudag vera afar þakklátur og ánægður með að vera á lífi. Ég er orðlaus. Ég er bara venjulegur maður og myndi gefa þessu fólki sem bjargaði lífi mínu bæði allt sem ég á og ekki á,“ sagði Sebastian. Tengdar fréttir Fjórir handteknir vegna hnífsstungu á Hverfisgötu Sá særði var fluttur á spítala og er í aðgerð. Ekki er hægt að upplýsa um ástand hans að svo stöddu. 23. nóvember 2014 22:02 Fjórir yfirheyrðir vegna lífshættulegrar hnífstungu Yfirheyrslur hefjast um hádegisbil yfir fjórum karlmönnum, sem eru grunaðir um að hafa sært karlmann lífshættulega á Hverfisgötu í gærkvöldi. 24. nóvember 2014 12:07 Hnífstungan á Hverfisgötu: Tveir hinna handteknu látnir lausir Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni í gærkvöldi í fullum gangi. 24. nóvember 2014 20:04 Tókst á ögurstundu að stöðva hjartablæðingu Skjót viðbrögð lækna og hjúkrunarfólks björguðu lífi manns eftir að hann var stunginn í hjartað á Hverfisgötu. Læknir hnoðaði hjarta mannsins í höndunum. 28. nóvember 2014 07:00 Hnífstungan á Hverfisgötu: Hæstiréttur staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir mönnunum þremur sem grunaðir eru um að hafa stungið mann á Hverfisgötu þann 23. nóvember. 28. nóvember 2014 15:00 Þakklátur fyrir að hafa lifað af hnífstungu gegnum hjartað Sebastian var stunginn í gegnum hjartað á Hverfisgötu fyrir rúmri viku. Með ótrúlegum hætti tókst að bjarga lífi hans og bati hans þykir undraverður. Hann lítur á björgunina sem annað tækifæri og ætlar að lifa lífinu með allt öðrum hætti hér eftir. 1. desember 2014 08:15 Lýst eftir manni í tengslum við hnífstunguna Þeir sem vita hvar Arkadiusz Lech Ustaszewski er niðurkominn eru beðnir að hafa samband við lögreglu. 24. nóvember 2014 17:12 Arkadiusz Lech kominn í leitirnar Arkadiusz Lech Ustaszewski sem lögregla lýsti eftir í tengslum við rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hverfisgötu í Reykjavík á sunnudagskvöld er fundinn. 25. nóvember 2014 13:53 Hnífurinn gekk í hjarta mannsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann í gærkvöldi mann, sem hún hafði lýst eftir vegna rannsóknar á lífshættulegu hnífstungumáli, sem kom upp í heimahúsi við Hverfisgötu aðfararnótt sunnudags. 26. nóvember 2014 14:44 Í lífshættu eftir hnífstungu á Hverfisgötu Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka. 24. nóvember 2014 07:03 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Þær björgunaraðgerðir sem unnar voru á Landspítalanum á sunnudag í síðustu viku eftir að karlmaður var stunginn með hnífi á Hverfisgötu þykja kraftaverki líkastar. Maðurinn, Sebastian Andrzej Golab, var stunginn í gegnum hjartað og voru áverkarnir verulega alvarlegir, en á tímapunkti var honum ekki hugað líf. Þrekvirkið sem læknar og heilbrigðisstarfsfólk unnu og komu Sebastiani til bjargar var því ótrúlegt. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær og hefur það gott. Sjúklingurinn að fjara út Það voru skurðlæknarnir Tómas Guðbjartsson og Helgi Kjartan Sigurðsson sem tóku á móti Sebastiani á Landspítalanum, en báðir voru þeir á bakvakt heima hjá sér. „Ég sat bara að snæðingi með frúnni. En við gátum komið okkur niður eftir mjög hratt þannig að við vorum komnir um 1-2 mínútum eftir að sjúklingurinn kemur inn. Þá er hann að fjara út fyrir framan okkur á kannski 2-3 mínútum og augljóst að þetta var ekki að stefna í rétta átt,“ sagði Tómas í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Sebastian hefur gefið honum góðfúslegt leyfi til að segja frá sögunni.„Ég er orðlaus. Ég er bara venjulegur maður og myndi gefa þessu fólki sem bjargaði lífi mínu bæði allt sem ég á og ekki á,“ segir Sebastian.vísir/ernirOpin hjartaaðgerð inni á bráðamóttöku Ástandið var það slæmt að enginn tími gafst til að fara með Sebastian á skurðstofu, sem staðsett er á annarri hæð hússins. Ákvörðun var því tekin um að fara inn í eitt herbergi slysavarðstofunnar og opna þar brjósthol hans. „Það var bara með hálfgerðum plasthníf sem er notaður meira til að hreinsa sár. Ekki eiginlegur skurðhnífur,“ segir Tómas. „Þá er farið inn í brjóstholið vinstra megin og markmiðið er að létta á þessu blóði sem er í kringum hjartað. Kallað hjartaþröng. Þá er tvennt sem gerist. Annars vegar að sjúklingnum blæðir út, en það eru að fara kannski fimm lítrar um kerfið á mínútu, og það þarf ekki stórt gat á hjartað til að sjúklingnum blæði út á nokkrum mínútum. En það er sekkur í kringum hjartað sem kallast gollurshús og hann að hluta til heldur blóðinu inni og minnkar blæðinguna. En að sama skapi gerir hann það líka að verkum að blóðið safnast saman fyrir utan hjartað þannig að hjartað nær ekki að fylla sig. Það var það sem var að gerast, hvort tveggja. Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“„Með hjartað í lúkunum“ Gollurshúsið er bandvefshulstur sem liggur utan um hjartað, eða þekur það og var það opnað þegar Sebastían fór í hjartastopp og síðan hjartahnoðað beint. „Eða eins og maður segir, með hjartað í lúkunum.“ Skömmu síðar náði Tómas hjartanu aftur í gang, en á þessari stundu var Sebastiani nánast búið að blæða út. Aðalatriðið með hnoðinu er að koma blóði upp til heilans. „Heilinn þarf ekki nema kannski fjórar mínútur og þá byrja frumurnar að skemmast óafturkræft, þannig að aðalatriðið er að reyna að varðveita heilastarfsemina.“Hélt rifbeinunum í sundur Á meðan þessu stóð hélt Helgi Kjartan rifbeinunum í sundur, en svokölluð rifjaglenna var ekki til staðar. „Hann er sterkur maður,“ segir Tómas.Tómas notaði plasthníf til að skera sjúklinginn upp. Hann setti síðan einn fingur í gatið á hjartanu til að koma í veg fyrir að það myndi dæla út blóði.vísir/pjeturSebastian fór fjórum til fimm sinnum í hjartastopp eftir að Tómas náði hjartslættinum aftur í gang. Það var vegna blóðleysis en talið er að Sebastian hafi misst um fimm lítra af blóði.Með fingurinn í gatinu til að koma í veg fyrir blóðmissi „Við sjáum allt í einu að það var kominn blóðþrýstingur og allt að ganga í rétta átt. Þá var auðvitað að setja puttann í gatið, halda áfram að fylla blóð, og þegar sjúklingurinn var orðinn sæmilega stabíll þá tekur maður svona sauma í þetta gat sem er í hjartanu. Maður verður samt að passa sig hvað maður er að gera því það eru kransæðar þarna allt í kring sem liggja utan um hjartað og næra hjartað. Það er ekki sama hvernig maður gerir þetta.“Myndi gefa þeim allt sem ég á Sebastian sagði í samtali við Fréttablaðið á mánudag vera afar þakklátur og ánægður með að vera á lífi. Ég er orðlaus. Ég er bara venjulegur maður og myndi gefa þessu fólki sem bjargaði lífi mínu bæði allt sem ég á og ekki á,“ sagði Sebastian.
Tengdar fréttir Fjórir handteknir vegna hnífsstungu á Hverfisgötu Sá særði var fluttur á spítala og er í aðgerð. Ekki er hægt að upplýsa um ástand hans að svo stöddu. 23. nóvember 2014 22:02 Fjórir yfirheyrðir vegna lífshættulegrar hnífstungu Yfirheyrslur hefjast um hádegisbil yfir fjórum karlmönnum, sem eru grunaðir um að hafa sært karlmann lífshættulega á Hverfisgötu í gærkvöldi. 24. nóvember 2014 12:07 Hnífstungan á Hverfisgötu: Tveir hinna handteknu látnir lausir Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni í gærkvöldi í fullum gangi. 24. nóvember 2014 20:04 Tókst á ögurstundu að stöðva hjartablæðingu Skjót viðbrögð lækna og hjúkrunarfólks björguðu lífi manns eftir að hann var stunginn í hjartað á Hverfisgötu. Læknir hnoðaði hjarta mannsins í höndunum. 28. nóvember 2014 07:00 Hnífstungan á Hverfisgötu: Hæstiréttur staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir mönnunum þremur sem grunaðir eru um að hafa stungið mann á Hverfisgötu þann 23. nóvember. 28. nóvember 2014 15:00 Þakklátur fyrir að hafa lifað af hnífstungu gegnum hjartað Sebastian var stunginn í gegnum hjartað á Hverfisgötu fyrir rúmri viku. Með ótrúlegum hætti tókst að bjarga lífi hans og bati hans þykir undraverður. Hann lítur á björgunina sem annað tækifæri og ætlar að lifa lífinu með allt öðrum hætti hér eftir. 1. desember 2014 08:15 Lýst eftir manni í tengslum við hnífstunguna Þeir sem vita hvar Arkadiusz Lech Ustaszewski er niðurkominn eru beðnir að hafa samband við lögreglu. 24. nóvember 2014 17:12 Arkadiusz Lech kominn í leitirnar Arkadiusz Lech Ustaszewski sem lögregla lýsti eftir í tengslum við rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hverfisgötu í Reykjavík á sunnudagskvöld er fundinn. 25. nóvember 2014 13:53 Hnífurinn gekk í hjarta mannsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann í gærkvöldi mann, sem hún hafði lýst eftir vegna rannsóknar á lífshættulegu hnífstungumáli, sem kom upp í heimahúsi við Hverfisgötu aðfararnótt sunnudags. 26. nóvember 2014 14:44 Í lífshættu eftir hnífstungu á Hverfisgötu Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka. 24. nóvember 2014 07:03 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Fjórir handteknir vegna hnífsstungu á Hverfisgötu Sá særði var fluttur á spítala og er í aðgerð. Ekki er hægt að upplýsa um ástand hans að svo stöddu. 23. nóvember 2014 22:02
Fjórir yfirheyrðir vegna lífshættulegrar hnífstungu Yfirheyrslur hefjast um hádegisbil yfir fjórum karlmönnum, sem eru grunaðir um að hafa sært karlmann lífshættulega á Hverfisgötu í gærkvöldi. 24. nóvember 2014 12:07
Hnífstungan á Hverfisgötu: Tveir hinna handteknu látnir lausir Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni í gærkvöldi í fullum gangi. 24. nóvember 2014 20:04
Tókst á ögurstundu að stöðva hjartablæðingu Skjót viðbrögð lækna og hjúkrunarfólks björguðu lífi manns eftir að hann var stunginn í hjartað á Hverfisgötu. Læknir hnoðaði hjarta mannsins í höndunum. 28. nóvember 2014 07:00
Hnífstungan á Hverfisgötu: Hæstiréttur staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir mönnunum þremur sem grunaðir eru um að hafa stungið mann á Hverfisgötu þann 23. nóvember. 28. nóvember 2014 15:00
Þakklátur fyrir að hafa lifað af hnífstungu gegnum hjartað Sebastian var stunginn í gegnum hjartað á Hverfisgötu fyrir rúmri viku. Með ótrúlegum hætti tókst að bjarga lífi hans og bati hans þykir undraverður. Hann lítur á björgunina sem annað tækifæri og ætlar að lifa lífinu með allt öðrum hætti hér eftir. 1. desember 2014 08:15
Lýst eftir manni í tengslum við hnífstunguna Þeir sem vita hvar Arkadiusz Lech Ustaszewski er niðurkominn eru beðnir að hafa samband við lögreglu. 24. nóvember 2014 17:12
Arkadiusz Lech kominn í leitirnar Arkadiusz Lech Ustaszewski sem lögregla lýsti eftir í tengslum við rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hverfisgötu í Reykjavík á sunnudagskvöld er fundinn. 25. nóvember 2014 13:53
Hnífurinn gekk í hjarta mannsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann í gærkvöldi mann, sem hún hafði lýst eftir vegna rannsóknar á lífshættulegu hnífstungumáli, sem kom upp í heimahúsi við Hverfisgötu aðfararnótt sunnudags. 26. nóvember 2014 14:44
Í lífshættu eftir hnífstungu á Hverfisgötu Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka. 24. nóvember 2014 07:03