Innlent

Hnífurinn gekk í hjarta mannsins

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá vettvangi málsins.
Frá vettvangi málsins. VÍSIR/ÞORGEIR ÓLAFSSON
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann í gærkvöldi mann, sem hún hafði lýst eftir vegna rannsóknar á lífshættulegu hnífstungumáli, sem kom upp í heimahúsi við Hverfisgötu aðfararnótt sunnudags.

Hann er enn í haldi og var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær. Fyrir eru tveir í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en tveimur var sleppt að yfirheyrslum loknum. Þeir voru allir handteknir á vettvangi árásarinnar.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, hefur engin Íslendingur verið yfirheyrður vegna málsins, en allir aðilar þess eru pólskir.

Þeir hafa dvalið mis lengi hér á landi við ýmis störf, og hafa nokkrir þeirra komist í kast við lögin hér á landi. Sá sem ráðist var á liggur enn mjög þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítalans þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél.

Eins og greint frá í gær hlaut hann eina stungu í brjóstholið og samkvæmt nýjum heimildum fréttastofu gekk hnífurinn í hjarta mannsins, sem var lengi í lífshættu eftir árásina.


Tengdar fréttir

Arkadiusz Lech kominn í leitirnar

Arkadiusz Lech Ustaszewski sem lögregla lýsti eftir í tengslum við rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hverfisgötu í Reykjavík á sunnudagskvöld er fundinn.

Í lífshættu eftir hnífstungu á Hverfisgötu

Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×