„Látið þau í friði!“ Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2014 11:05 Fjölmargir vilja verja hin frægu hjón gagnvart ágangi fjölmiðla, og eru rithöfundarnir Óttar M. Norðfjörð, Bubbi og Stefán Máni þeirra á meðal. Menn á borð við tónlistarmanninn Bubba Morthens og rithöfundarnir Stefán Máni og Óttar M. Norðfjörð, hafa fordæmt gengdarlausan fréttaflutning af tónlistar- og frægðarfólkinu Beyoncé og Jay Z, en þau eru stödd á Íslandi, eins og rækilega hefur komið fram. Fjölmiðlar, og er Vísir þar sannarlega engin undantekning, keppast við að flytja fréttir af hjónakornunum, og þeirra ferðum. Þessar fréttir flokkast sem tabloid; þegar „hvað“ í fréttinni skiptir miklu minna máli en „hver“ og er vel þekkt um heim allan en Íslendingar eru þessu ekki vanir og virðast hafa afar blendna afstöðu til slíkra frétta; um leið og þeir eru samkvæmt öllum lestrarmælingum sólgnir í þær (og lesendur hljóta að ráða að verulegu leyti því sem í fjölmiðlunum er) þá kæra þeir sig hreint ekkert um þær heldur. Í orði kveðnu. Algengasta setning í athugasemdakerfum netmiðlanna og á samskiptamiðlum í gær var: „Látið þau í friði!“ Holskefla reyndar og má ganga svo langt að tala um þetta sem setningu gærdagsins. Þá virðist fólk ekki gera greinarmun á þessum fréttum og svo áreiti sem felst í að elta þetta fólk hvert fótmál. Líkast til flokkast þessi umfjöllun sem einskonar áreiti? En, það sem líkast til má lesa í þessa afstöðu er að almenningur vill standa vörð um að frægt fólk fái um frjálst höfuð strokið, án þess að þurfa að búa við áreiti hér í fásinninu. Einhver hinna fjölmörgu sem kom fram með þetta ákall; látið þau í friði, hnýtti við: „Annars koma þau aldrei aftur.“ Þetta er sem sagt tvíbent afstaða. Hins vegar gæti Ísland hafa glatað sakleysi sínu, Vísir hefur heimildir fyrir því að hingað til lands sé kominn nokkur fjöldi erlendra paparazzi-ljósmyndara, en fyrir dyrum stendur afmælisveisla Jay Z, og búist er við fjölda frægðarfólks í þá veislu. Þá greindi Vísir frá því í gær að fúlgur fjár eru í boði fyrir myndir af þessu fræga fólki.Óttar er áhugasamur um fréttaflutninginn af þeim hjónakornum og birti þessa mynd af sér á Facebookvegg sínum.Ýmsir þekktir einstaklingar hafa orðið til að taka undir þessi sjónarmið, það að þetta fólk fái að vera í friði, svo sem Bubbi Morthens tónlistarmaður, en DV skrifaði frétt sem það byggði einmitt á því sem fram kom í athugasemdakerfi Vísis, þar sem Bubbi segir réttast að láta þau í friði. Hann þekkir leyndarmál frægðarinnar og segist oft hafa unnið með ljósmyndurum en hann kæri sig ekkert um að vita af þeim að sniglast í kringum hús sitt, takandi myndir úr launsátri og gera sér slíkt háttarlag að féþúfu. Annar sem tekur undir með því sem kalla má almannarómur er rithöfundurinn Stefán Máni. Hann tjáir sig á Twitter og segir þar meðal annars að tvennt sé það sem sé illa þreytt og það er „Celebs í Íslandsheimsókn“ og hitt er „nú mega jólin koma“. Og, svo eru það þeir sem bregða fyrir sig háðinu. Einn þeirra er Óttar M. Norðfjörð: „Hvað eru Beyonce og Jay-Z að gera? Hvað fengu þau sér í morgunmat? Hvað ætla þau að borða í hádeginu? Hífa upp um sig brækurnar, íslenskir fjölmiðlar! Ég nenni ekki að lesa um einhver verkföll og þannig leiðindi,“ skrifar Óttar á Facebooksíðu sína – og þarf svo sem engan bókmenntafræðing til að greina íróníuna í þessum skilaboðum. Íslandsvinir Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Menn á borð við tónlistarmanninn Bubba Morthens og rithöfundarnir Stefán Máni og Óttar M. Norðfjörð, hafa fordæmt gengdarlausan fréttaflutning af tónlistar- og frægðarfólkinu Beyoncé og Jay Z, en þau eru stödd á Íslandi, eins og rækilega hefur komið fram. Fjölmiðlar, og er Vísir þar sannarlega engin undantekning, keppast við að flytja fréttir af hjónakornunum, og þeirra ferðum. Þessar fréttir flokkast sem tabloid; þegar „hvað“ í fréttinni skiptir miklu minna máli en „hver“ og er vel þekkt um heim allan en Íslendingar eru þessu ekki vanir og virðast hafa afar blendna afstöðu til slíkra frétta; um leið og þeir eru samkvæmt öllum lestrarmælingum sólgnir í þær (og lesendur hljóta að ráða að verulegu leyti því sem í fjölmiðlunum er) þá kæra þeir sig hreint ekkert um þær heldur. Í orði kveðnu. Algengasta setning í athugasemdakerfum netmiðlanna og á samskiptamiðlum í gær var: „Látið þau í friði!“ Holskefla reyndar og má ganga svo langt að tala um þetta sem setningu gærdagsins. Þá virðist fólk ekki gera greinarmun á þessum fréttum og svo áreiti sem felst í að elta þetta fólk hvert fótmál. Líkast til flokkast þessi umfjöllun sem einskonar áreiti? En, það sem líkast til má lesa í þessa afstöðu er að almenningur vill standa vörð um að frægt fólk fái um frjálst höfuð strokið, án þess að þurfa að búa við áreiti hér í fásinninu. Einhver hinna fjölmörgu sem kom fram með þetta ákall; látið þau í friði, hnýtti við: „Annars koma þau aldrei aftur.“ Þetta er sem sagt tvíbent afstaða. Hins vegar gæti Ísland hafa glatað sakleysi sínu, Vísir hefur heimildir fyrir því að hingað til lands sé kominn nokkur fjöldi erlendra paparazzi-ljósmyndara, en fyrir dyrum stendur afmælisveisla Jay Z, og búist er við fjölda frægðarfólks í þá veislu. Þá greindi Vísir frá því í gær að fúlgur fjár eru í boði fyrir myndir af þessu fræga fólki.Óttar er áhugasamur um fréttaflutninginn af þeim hjónakornum og birti þessa mynd af sér á Facebookvegg sínum.Ýmsir þekktir einstaklingar hafa orðið til að taka undir þessi sjónarmið, það að þetta fólk fái að vera í friði, svo sem Bubbi Morthens tónlistarmaður, en DV skrifaði frétt sem það byggði einmitt á því sem fram kom í athugasemdakerfi Vísis, þar sem Bubbi segir réttast að láta þau í friði. Hann þekkir leyndarmál frægðarinnar og segist oft hafa unnið með ljósmyndurum en hann kæri sig ekkert um að vita af þeim að sniglast í kringum hús sitt, takandi myndir úr launsátri og gera sér slíkt háttarlag að féþúfu. Annar sem tekur undir með því sem kalla má almannarómur er rithöfundurinn Stefán Máni. Hann tjáir sig á Twitter og segir þar meðal annars að tvennt sé það sem sé illa þreytt og það er „Celebs í Íslandsheimsókn“ og hitt er „nú mega jólin koma“. Og, svo eru það þeir sem bregða fyrir sig háðinu. Einn þeirra er Óttar M. Norðfjörð: „Hvað eru Beyonce og Jay-Z að gera? Hvað fengu þau sér í morgunmat? Hvað ætla þau að borða í hádeginu? Hífa upp um sig brækurnar, íslenskir fjölmiðlar! Ég nenni ekki að lesa um einhver verkföll og þannig leiðindi,“ skrifar Óttar á Facebooksíðu sína – og þarf svo sem engan bókmenntafræðing til að greina íróníuna í þessum skilaboðum.
Íslandsvinir Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira