Milljónir í boði fyrir góða mynd af Beyonce og Jay Z Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2014 17:45 Beyonce og Jay Z eru einhver eftirsóttustu myndefni heims og nú eru ljósmyndarar á Íslandi gráir fyrir járnum. AFP Samkvæmt heimildum Vísis eru flestir ljósmyndarar landsins nú gráir fyrir járnum en boð berast nú erlendis frá, gull og grænir skógar fyrir góða mynd af þeim hjónakornum og tónlistarstjörnum Beyonce og Jay Z, sem stödd eru hér á landi. Eins og ekki hefur farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgist með fréttum. Það sem menn eru að tala um er allt frá einni milljón fyrir gæðamyndir þá úr fjarlægð og allt upp í 10 til 15 milljónir, þá sem fyrstu greiðslu, fyrir góðar myndir úr fyrirhugaðri veislu, en til stendur að halda uppá 45 ára afmæli Jay Z í vikunni. „Það er algjört helvítis frenzy,“ sagði einn ljósmyndari sem ekki vill láta nafn síns getið. Sá segir að þetta séu boð frá myndveitum á borð við Corbis, sem er stærsta myndveita í heimi og svo Splash, sem er undir þeim. Ásgeir Ásgeirsson, aka GeiriX, verkefnisstjóri hjá PhotoPress staðfestir þetta upp að vissu marki. „Jú, það er rétt. Upphæðirnar geta mögulega skipt milljónum en allt fer þetta eftir gæðum myndanna. En, þá er ég að miða við beiðnir sem PressPhotos eru að fá frá þeim erlendum myndveitum sem PressPhotos er í samstarfi við,“ segir GeiriX og dregur ekkert úr því að það sé hugur í mannskapnum. Þegar Katie Holmes og Tom Crusie voru á Íslandi fyrri tveimur árum, og svo slitnaði uppúr þeirra sambandi í kjölfarið, þá segir sagan að Júlíus Sigurjónsson ljósmyndari, sem náði mynd af þeim þar sem þau voru á gangi niður Skólavörðustíginn; síðustu myndinni sem náðist af þeim saman, hafi fengið milljónir, jafnvel tugi, fyrir þá mynd. Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis eru flestir ljósmyndarar landsins nú gráir fyrir járnum en boð berast nú erlendis frá, gull og grænir skógar fyrir góða mynd af þeim hjónakornum og tónlistarstjörnum Beyonce og Jay Z, sem stödd eru hér á landi. Eins og ekki hefur farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgist með fréttum. Það sem menn eru að tala um er allt frá einni milljón fyrir gæðamyndir þá úr fjarlægð og allt upp í 10 til 15 milljónir, þá sem fyrstu greiðslu, fyrir góðar myndir úr fyrirhugaðri veislu, en til stendur að halda uppá 45 ára afmæli Jay Z í vikunni. „Það er algjört helvítis frenzy,“ sagði einn ljósmyndari sem ekki vill láta nafn síns getið. Sá segir að þetta séu boð frá myndveitum á borð við Corbis, sem er stærsta myndveita í heimi og svo Splash, sem er undir þeim. Ásgeir Ásgeirsson, aka GeiriX, verkefnisstjóri hjá PhotoPress staðfestir þetta upp að vissu marki. „Jú, það er rétt. Upphæðirnar geta mögulega skipt milljónum en allt fer þetta eftir gæðum myndanna. En, þá er ég að miða við beiðnir sem PressPhotos eru að fá frá þeim erlendum myndveitum sem PressPhotos er í samstarfi við,“ segir GeiriX og dregur ekkert úr því að það sé hugur í mannskapnum. Þegar Katie Holmes og Tom Crusie voru á Íslandi fyrri tveimur árum, og svo slitnaði uppúr þeirra sambandi í kjölfarið, þá segir sagan að Júlíus Sigurjónsson ljósmyndari, sem náði mynd af þeim þar sem þau voru á gangi niður Skólavörðustíginn; síðustu myndinni sem náðist af þeim saman, hafi fengið milljónir, jafnvel tugi, fyrir þá mynd.
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira