Telur það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af Borgunarmálinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2014 19:19 Nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af sölu Landsbankans af borgun. Horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan. Vísbendingar erum að að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi þriðjungshlut í fyrirtækinu án auglýsingar Bankastjóri Landsbankans hefur verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar á mánudag ásamt forstjóra Bankasýslu ríkisins og forstjóra Samkeppniseftirlitsins til að ræða sölu á þriðjungshlut bankans í greiðslukorta- og greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun hf. Vilhjálmur Bjarnason telur þetta ekki í verkahring nefndarinnar. „Ég velti fyrir mér hlutverki nefndarinnar. Löggjafarþingið hefur sett reglur um aðkomu ríkisins að eignarhaldi í bönkum og það er í gegnum Bankasýsluna sem fer með eigendahlutverk ríkisins í Landsbankanum. Mér finnst að það eigi að ræða þetta á vettvangi Bankasýslunnar að svo komnu máli,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan en hann telur þetta afturhvarf til þess tíma er Alþingi kaus bankaráð í bönkum ríkisins..Eignir skattgreiðenda seldar án auglýsingar Sala Landsbankans á þriðjungshlut í Borgun hf. hefur vakið mikla athygli og umtal vegna þess að bankinn er í eigu skattgreiðenda og það þykir almennt tilhlýðilegt að þegar verið er að selja eignir ríkisins að þær séu auglýstar til sölu áður. Röksemdir Steinþór Pálssonar bankastjóra í viðtali á hér á Stöð 2 og í tilkynningu frá bankanum fyrir þeirri ákvörðun að selja hlutinn í Borgun án auglýsingar eru einkum eftirfarandi: 1. Landsbankinn hafði ekki aðstöðu til að afla upplýsinga um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi í fyrirtækinu. 2. Landsbankinn hefur haft mjög takmarkaðan aðgang að Borgun eða upplýsingum um fyrirtækið vegna sáttar sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008. 3. Ríkar skyldur hvíla á bankanum við sölu eigna að veita sem bestar upplýsingar. Bankarnir voru harðlega gagnrýndir fyrir laka upplýsingagjöf við sölu á bréfum í Decode um síðustu aldamót. 4. Bankinn fékk gott verð fyrir hlutinn í Borgun að mati Steinþórs. Steinþór Pálsson þykir hafa staðið sig vel sem bankastjóri, viðmælendur fréttastofu segja hann vandvirkan og rekstur Landsbankans hefur verið stöðugur undir hans stjórn á erfiðum tímum. Steinþór hefur hins ekki útskýrt hvers vegna Landsbankanum var ómögulegt að fela hlutlausum þriðja aðila að annast söluna á hlutnum í Borgun eða fá heimild Samkeppniseftirlitsins til að afla nauðsynlegra upplýsinga um verðmæti fyrirtækisins með það fyrir augum að miðla þeim upplýsingum til væntanlegra kaupenda. Eða eins og Árni Páll Árnason orðaði það í fréttum okkar í gær: „Mér segja fróðir menn að það sé hægt fyrir banka í þessari stöðu að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að annast sölu eða koma á umgjörð svo upplýsingar séu tiltækar fyrir kaupendur svo bankinn fái ekki að sjá þær sjálfur.“Vísbendingar um undirverðlagningu Vefritið Kjarninn greindi frá því í dag að sterkar vísbendingar væru um að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu samkvæmt viðurkenndum aðferðum við verðmat fyrirtækja. Þegar önnur félög á Íslandi eru skoðuð, miðað við stöðu þeirra í árslok 2013, kemur líka í ljós í þeim samanburði að verðlagningin á Borgun er talsvert lág. Borgunarmálið Tengdar fréttir Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00 Vísbendingar um að Borgun hafi verið undirverðlagt í sölu Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. 7. desember 2014 13:40 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af sölu Landsbankans af borgun. Horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan. Vísbendingar erum að að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi þriðjungshlut í fyrirtækinu án auglýsingar Bankastjóri Landsbankans hefur verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar á mánudag ásamt forstjóra Bankasýslu ríkisins og forstjóra Samkeppniseftirlitsins til að ræða sölu á þriðjungshlut bankans í greiðslukorta- og greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun hf. Vilhjálmur Bjarnason telur þetta ekki í verkahring nefndarinnar. „Ég velti fyrir mér hlutverki nefndarinnar. Löggjafarþingið hefur sett reglur um aðkomu ríkisins að eignarhaldi í bönkum og það er í gegnum Bankasýsluna sem fer með eigendahlutverk ríkisins í Landsbankanum. Mér finnst að það eigi að ræða þetta á vettvangi Bankasýslunnar að svo komnu máli,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan en hann telur þetta afturhvarf til þess tíma er Alþingi kaus bankaráð í bönkum ríkisins..Eignir skattgreiðenda seldar án auglýsingar Sala Landsbankans á þriðjungshlut í Borgun hf. hefur vakið mikla athygli og umtal vegna þess að bankinn er í eigu skattgreiðenda og það þykir almennt tilhlýðilegt að þegar verið er að selja eignir ríkisins að þær séu auglýstar til sölu áður. Röksemdir Steinþór Pálssonar bankastjóra í viðtali á hér á Stöð 2 og í tilkynningu frá bankanum fyrir þeirri ákvörðun að selja hlutinn í Borgun án auglýsingar eru einkum eftirfarandi: 1. Landsbankinn hafði ekki aðstöðu til að afla upplýsinga um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi í fyrirtækinu. 2. Landsbankinn hefur haft mjög takmarkaðan aðgang að Borgun eða upplýsingum um fyrirtækið vegna sáttar sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008. 3. Ríkar skyldur hvíla á bankanum við sölu eigna að veita sem bestar upplýsingar. Bankarnir voru harðlega gagnrýndir fyrir laka upplýsingagjöf við sölu á bréfum í Decode um síðustu aldamót. 4. Bankinn fékk gott verð fyrir hlutinn í Borgun að mati Steinþórs. Steinþór Pálsson þykir hafa staðið sig vel sem bankastjóri, viðmælendur fréttastofu segja hann vandvirkan og rekstur Landsbankans hefur verið stöðugur undir hans stjórn á erfiðum tímum. Steinþór hefur hins ekki útskýrt hvers vegna Landsbankanum var ómögulegt að fela hlutlausum þriðja aðila að annast söluna á hlutnum í Borgun eða fá heimild Samkeppniseftirlitsins til að afla nauðsynlegra upplýsinga um verðmæti fyrirtækisins með það fyrir augum að miðla þeim upplýsingum til væntanlegra kaupenda. Eða eins og Árni Páll Árnason orðaði það í fréttum okkar í gær: „Mér segja fróðir menn að það sé hægt fyrir banka í þessari stöðu að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að annast sölu eða koma á umgjörð svo upplýsingar séu tiltækar fyrir kaupendur svo bankinn fái ekki að sjá þær sjálfur.“Vísbendingar um undirverðlagningu Vefritið Kjarninn greindi frá því í dag að sterkar vísbendingar væru um að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu samkvæmt viðurkenndum aðferðum við verðmat fyrirtækja. Þegar önnur félög á Íslandi eru skoðuð, miðað við stöðu þeirra í árslok 2013, kemur líka í ljós í þeim samanburði að verðlagningin á Borgun er talsvert lág.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00 Vísbendingar um að Borgun hafi verið undirverðlagt í sölu Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. 7. desember 2014 13:40 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27
Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30
Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00
Vísbendingar um að Borgun hafi verið undirverðlagt í sölu Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. 7. desember 2014 13:40